Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.4. 2020 LÍFSSTÍLL Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Ég átti hálfa sæta kartöflu og fros- in granateplafræ og afgang af frosnum edamamebaunum í poka, og úr þessu varð ágætis veganréttur. Skammturinn dugar vel fyrir tvo. 200 g sæt kartafla, flysjuð og skorin í litla teninga 4 msk. ólífuolía salt 80 g venjulegt kínóa 80 g rautt kínóa (eða meira venjulegt) 1 tsk. grænmetiskraftur 100 g edamamebaunir 50 g granateplafræ, frosin eða úr fersku granatepli mínútur. Setjið edamame- baunirnar út í þegar 3 mínútur eru eftir. Hellið þessu svo í sigti og hvolfið í skál. Setjið granat- eplafræin (taktu 1-2 msk frá) og rauðlaukinn út í. Hellið sæt- kartöfluteningunum yfir þegar þeir eru tilbúnir, ásamt olíunni úr forminu, og blandið vel. Hristið salatsósu úr 3 msk af ólífuolíu í viðbót, sítrónusafa, bal- samediki, salti og grófmöluðum pipar, hellið yfir og blandið. Stráið að síðustu fráteknu granat- eplafræjunum yfir og bætið við timjani ef það er til í eldhúsglugg- anum. ¼ rauðlaukur, saxaður smátt safi úr ½ sítrónu 1 msk. balsamedik nýmalaður pipar Setjið sætkartöfluteningana í lítið form með 1 matskeið af ólífuolíu og dálitlu salti og bakið í svona 25 mínútur við 200 °C, eða þar til teningarnir eru meyrir og aðeins farnir að taka lit. Setjið á meðan allt kínóað í fín- riðið sigti og látið buna á það kalt vatn úr krananum í 1-2 mínútur. Setjið það svo í pott með um hálf- um lítra af vatni og 1 tsk. af græn- metiskrafti og sjóðið í um í 15 Kínóasalat með sætum kartöflum Hér sótti ég hráefni í kornmetis- skúffuna og baunadósaskúffuna og kláraði svo smávegis afganga sem enn voru til í ísskápnum. Og úr þessu varð bara hinn besti matur og alveg hreint afskaplega einfald- ur. Ég nota töluvert perlubyggið frá Móður Jörð í Vallanesi, finnst það bæði bragðbetra en venjulegt bygg og svo er það miklum mun fljótsoðnara. Ég sýð það yfirleitt í hrísgrjónapottinum mínum. 100 ml perlubygg ½ dós kjúklingabaunir lítil lófafylli af pekanhnetum nokkrar döðlur, steinhreinsaðar ananas, fetaostur eða annað sem kann að vera til 3 msk. ólífuolía safi úr ½ sítrónu pipar og salt Sjóðið perlubyggið þar til það er meyrt (ætti að taka um 15 mín- útur). Hellið því í skál, hrærið í því og látið það kólna ögn. Hellið leg- inum af kjúklingabaununum og setjið þær út í ásamt grófmuldum pekanhnetum og blandið saman. Skerið döðlurnar í bita. Þetta er út af fyrir sig nóg en hér tíndi ég saman eitt og annað sem var al- veg að klárast og kannski komið á síðasta snúning eins og enda af ananasávexti, síðasta smábitann af fetaosti og þrjú eða fjögur basil- blöð sem voru eftir. Skerið þetta niður eða myljið og blandið sam- an við. (Ef fetaostinum er sleppt er þetta vegan.) Hristið saman í glasi ólífuolíu, sítrónusafa, nýmalaðan svartan pipar og salt, hellið þessu yfir og blandið vel saman. Bygg- og baunasalat með döðlum og hnetum Ég fann í búrskápnum nokkrar dós- ir af eðalsardínum. Ég notaði þær í eins konar pasta puttanesca, en þar eiga að vera ansjósur, sem gefa allt annað bragð. En þetta var ágætt líka. 75-100 g linguini eða spaghetti salt 2 hvítlauksgeirar 1 msk. ólífuolía smáklípa af chiliflögum ½ dós kirsuberjatómatar 1 dós sardínur í tómatsósu 10 svartar ólífur, steinlausar 2 tsk. kapers örlítið timjan eða steinselja Sjóðið pastað í saltvatni. Saxið hvítlaukinn smátt, hitið ólífuolíuna á pönnu og látið hann krauma í 1-2 mínútur, ásamt chiliflögum. Setjið svo tómatana á pönnuna (það má líka nota saxaða tómata) og síðan allt innihaldið úr sardínu- dósinni, hrærið í og kremjið sard- ínurnar og tómatana svolítið í sundur. Látið þetta malla í örfáar mínútur við vægan hita. Skerið ólífurnar í bita og hrærið þeim saman við ásamt kapers. Tak- ið svolítið af pastasoði og hrærið saman við sósuna til að þynna hana og látið malla í 2-3 mínútur. Bland- ið pastanu vel saman við sósuna. Stráið síðustu svolitlu söxuðu timj- ani, eða steinselju. Linguini með sardínum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.