Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Síða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Síða 29
ár, nánast upp á dag, sem ég hefði aldrei trúað í upphafi þessarar veg- ferðar. En ég er gríðarlega ánægð- ur með útkomuna og held að ég geti sagt að margt þarna eigi eftir að vekja athygli.“ Farið inn á nýjar brautir – Hvernig þá? „Vegna þess að farið er með við- mælendunum inn á nýjar brautir. Ég á það til að liggja yfir hlutunum og vinna mikla heimavinnu. Það skilar sér í þessum þáttum. Ég kafa djúpt. Þegar ég er að vinna að verk- efnum kemst ekkert annað að; það er bæði minn helsti kostur og galli. Ég geri mér grein fyrir því.“ Hann nefnir viðmælandann í fyrsta þættinum sem dæmi, knatt- spyrnuþjálfarann Elísabetu Gunn- arsdóttur sem flutti til Svíþjóðar eftir stormasaman feril hér heima og er nú að hefja sitt 13. tímabil hjá Kristianstad í Svíþjóð. „Það eitt og sér er einstakt afrek. Það eru bara Sir Alex Ferguson og örfáir aðrir sem hafa enst svo lengi hjá sama liðinu. Elísabet hefur gengið gegn- um margt og opnar sig um ýmislegt í þættinum sem á eftir að sæta tíð- indum.“ Ólympíufarinn og Akurnesing- urinn Ingi Þór Jónsson verður við- mælandi Gunnlaugs í þættinum í næstu viku en hann „fór inn í skáp- inn sem íþróttamaður þegar hann kom út úr honum í einkalífinu,“ eins og Gunnlaugur orðar það. „Mjög áhugaverð saga sem aldrei hefur heyrst opinberlega og vil ég biðja fólk að hafa vasaklútana klára.“ Stelpurnar í Evrópumeistaraliði Gerplu frá 2010 verða í þriðja þætt- inum og lýsa mögnuðum samstarfs- anda sem skilaði þeim ítrekað á pall en kostaði líka vináttu og fórnir. Sveitastrákurinn Tryggvi Snær Hlinason, sem vissi ekki hvað körfu- bolti var fyrir nokkrum árum en er nú atvinnumaður í greininni, verður í fjórða þættinum. „Fjörutíu mán- uðum eftir að hann mætti á sína fyrstu körfuboltaæfingu var hann genginn í raðir Spánarmeistara Val- encia. Maður heyrir ekki svona sög- ur.“ Í lokaþættinum verður Guð- mundur Þ. Guðmundsson hand- boltaþjálfari í öndvegi en hann setti sér háleit markmið strax í bernsku og sér þau nú eitt af öðru rætast. „Við förum meðal annars yfir það að Guðmundur var kallaður til sem fimmta val þegar enginn vildi taka við landsliðinu snemma árs 2008. Hann vann þá hjá Kaupþingi og var hættur að þjálfa en kom inn með nýja nálgun sem skilaði silfri á Ól- ympíuleikunum aðeins nokkrum mánuðum síðar.“ Lagði mikið undir Gunnlaugur segir upplifunina af gerð þáttanna gríðarlega góða. „Ég er búinn að vera með fjölmiðlablæti síðan ég var unglingur og stefndi alltaf að því að vinna við þá. Það tók tíma en ég er mjög þakklátur fyrir mín tækifæri.“ Þess má geta að hann hætti störf- um sem þjálfari karlaliðs Þróttar í knattspyrnu í fyrra til að sinna gerð þáttanna af fullum þunga. „Ég fann að þetta tvennt fór ekki saman. Þannig að ég lagði mikið undir og bíð spenntur eftir viðtökum.“ Svo skemmtilega vill til að aðrir þættir sem Gunnlaugur gerði, Poppkorn – sagan á bak við mynd- bandið, eru einmitt í sýningu á RÚV á föstudagskvöldum um þess- ar mundir. „Það var sumarvinnan mín í fyrra að gera þessa átta stuttu þætti sem var mjög skemmti- legt.“ Gunnlaugur starfar nú sem íþróttastjóri Gróttu á Seltjarn- arnesi. Ný verkefni fyrir sjónvarp eru ekki á teikniborðinu en hann útilokar ekkert í framtíðinni. „Ég hef ástríðu fyrir fjölmiðlum og gæti vel hugsað mér að vinna meira við sjónvarp eða aðra miðla. Það yrði þá væntanlega eitthvað heim- ildatengt. Einhver saga. Við sjáum hvað setur.“ Gunnlaugur Jónsson ásamt körfuboltamanninum stæði- lega, Tryggva Snæ Hlinasyni. 19.4. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu VON Gamli Journey-smellurinn Don’t Stop Believin’ er orðinn að baráttusöng í glímunni við kórónu- veiruna á tveimur spítölum í Bandaríkjunum, Henry Ford- spítalanum í Detroit og New York- Presbyterian-spítalanum í Queens. „Lagið er tákn um von og minnir sjúklinga á að gefast aldrei upp, auk þess að hvetja örþreytta en baráttuglaða starfsmenn spítalans til dáða,“ segir Veronica Hall, for- stjóri Henry Ford-spítalans, við blaðið The Detroit News. Missið ekki trúna! Steve Perry syngur lagið vinsæla. AFP BÓKSALA 8.-14. APRÍL Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Í vondum félagsskap Viveca Sten 2 Þess vegna sofum við Matthew Walker 3 Tengdadóttirin Guðrún frá Lundi 4 Á fjarlægri strönd Jenny Colgan 5 Marsfjólurnar Philip Kerr 6 Dimmuborgir Óttar Norðfjörð 7 Þögla stúlkan Hjort & Rosenfeldt 8 Eftir endalokin Clare Mackintosh 9 Múmínsnáðinn og vorundrið Tove Jansson 10 Grikkur Domenico Starnone 1 Kokkáll Dóri DNA 2 Hið heilaga orð Sigríður Hagalín Björnsdóttir 3 Korngult hár grá augu Sjón 4 Tregasteinn Arnaldur Indriðason 5 Hvítidauði Ragnar Jónasson 6 Innflytjandinn Ólafur Jóhann Ólafsson 7 Kópavogskrónika Kamilla Einarsdóttir 8 Ína Skúli Thoroddsen 9 Aðferðir til að lifa af Guðrún Eva Mínervudóttir 10 Við erum ekki morðingjar Dagur Hjartarson Allar bækur Skáldverk og hljóðbækur Mér hefur alltaf þótt bækur heillandi fyrirbæri enda ólst ég upp við mikinn bókalestur og er ég foreldrum mínum afskaplega þakklát fyrir það. Á tímabili kaus ég þó frekar að láta lesa bækurnar fyrir mig því mér fannst ég lesa hægt, var fljót að missa athygli og gef- ast upp. Svo rann upp sá tími að það hefði þótt skrýtið ef pabbi væri enn að lesa fyrir mig svo ég varð að taka málin í mínar hendur. Í seinni tíð hef ég kunnað betur að meta lesturinn því með honum opnast nýr heimur. Ég heillast oft af hugmyndinni um ákveðnar bækur svo ég get ekki setið á mér og byrja strax að lesa þær, jafnvel þó ég hafi tvær aðrar í tak- inu. Þetta verður oft til þess að bækurnar hrúgast upp á nátt- borðinu og sumar enda þar í ansi lang- an tíma. Mér finnst þó gott að blanda saman lestri fagurbók- mennta, glæpasagna og fræði- bóka. Bækur sem fjalla um raunir Ís- lendinga hér á árum áður höfða sterkt til mín, sérstaklega þar sem sterkar kvenpersónur koma við sögu. Þar ber helst að nefna Karit- as án titils eftir Kristínu Marju Baldursdóttur og Náðarstund eft- ir Hannah Kent. Þessa dagana er ég svo að lesa Híbýli vindanna eftir Böðvar Guðmundsson. Sú bók sem hefur veitt mér hvað mestan innblástur er Creati- vity, inc. eftir Ed Catmull, stofn- anda Pixar Animation Studios. Bróðir minn mælti með þeirri bók og sjálf get ég mælt með henni fyrir alla en þar fer Catmull í gegn- um allt ferlið og uppljóstrar leynd- armálunum á bak við árangur Pixar. Margir virkilega góðir punktar varðandi stjórnun, mistök, sköp- unarferli og sam- skipti svo eitthvað sé nefnt. Síðasta bók sem ég las var Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi sem ég las fyrir nokkra nemendur mína. Við gátum varla lagt hana frá okk- ur. Ég var sérstaklega ánægð með hvernig Bergrúnu tekst að útrýma ákveðnum staðalímyndum á mjög snyrtilegan hátt. Sumarið er tími bókalesturs og er ég strax farin að sjá það í hillingum. Það er fátt betra en að sitja í sólinni með góða bók. Sú bók sem stóð upp úr síðasta sumar var Call me by your name eftir André Aciman og hlakka ég til að sjá hvaða bækur rata í hendurnar á mér þetta sumar. MÁLFRÍÐUR BJARNADÓTTIR ER AÐ LESA Heillast oft af hugmynd- inni um ákveðnar bækur Málfríður Bjarnadóttir er kennari í Helgafells- skóla.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.