Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Síða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2020, Síða 32
SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2020 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is DUCA model 2959 L 215 cm Áklæði ct. 83 Verð 395.000,- L 215 cm Leður ct. 25 Verð 585.000,- ESTRO model 3042 L 198 cm Áklæði ct. 70 Verð 269.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,- GOLF model 2945 L 216 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,- L 176 cm Leður ct. 10 Verð 339.000,- KIPLING model 3088 L 214 cm Áklæði ct. 70 Verð 345.000,- L 180cm Áklæði ct. 70 Verð 325.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla JEREMY model 2987 L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 495.000,- L 202 cm Leður ct. 30 Verð 669.000,- Tónlistarmenn láta ekki sitt eftir liggja á tímum kórónu- veirufaraldursins. Þannig efndi Tony Iommi, gítarleikari málmbandsins Black Sabbath, á dögunum til uppboðs á munum úr safni sínu og safnaði um þremur og hálfri milljón króna sem renna óskiptar til heilbrigðis- þjónustunnar í Bretlandi sem stendur nú í ströngu. Með- al þess sem seldist á uppboðinu var einn af gíturum Iommis, sem þekktur er sem upphafsmaður málmriffs- ins, en hann er sérhannaður fyrir örvhenta. Iommi mun hafa fengið hugmyndina að uppboðinu meðan hann tók til heima hjá sér í sjálfskipaðri sóttkví. Vefsíða Breska ríkissjónvarpsins, BBC, hefur eftir Iommi að þetta séu erfiðir tímar en heilbrigðisþjónustan hafi staðið sig frábærlega vel í glímunni við veiruna. Hlaut gítarleikarinn að vonum kærar þakkir fyrir fram- lag sitt. Iommi er orðinn 72 ára og hefur sjálfur ekki far- ið varhluta af veikindum, en hann hefur glímt við krabbamein hin síðari misseri. Gítarleikarinn gamalreyndi Tony Iommi. AFP Safnaði fé handa sjúkum Tony Iommi, gítarleikari málmbandsins goðsagnakennda Black Sabbath, safnaði peningum til styrktar heilbrigðisþjónustunni í Bretlandi. „Tveir íslenskir piltar, báðir fimmtán ára, hafa orðið landi sínu til sóma í útlöndum,“ stóð í Morgunblaðinu 19. apríl 1950. „Annar þeirra, Friðrik Ólafs- son, varð fjórði í röðinni á ung- linga skákmótinu í Birmingham, sem lauk síðastliðinn laugardag. Þar var aldurstakmark kepp- enda 20 ár. Hinn, Pjetur Krist- jánsson, varð annar maður í 100 metra sundi, frjálsri aðferð, er hann síðastliðinn sunnudag tók þátt í norrænu unglingasund- móti í Kaupmannahöfn. Þar var aldurstakmarkið 18 ár. Þeir Pjetur og Friðrik koma heim- leiðis með Gullfaxa í kvöld, en hvorugur hafði áður farið út fyr- ir landsteinana. Er því ekki of- sagt, að fyrsta för þeirra hafi orðið happadrjúg.“ „Hann var um níu ára að aldri, þegar hann byrjaði að tefla, og það var faðir hans, sem kenndi honum mannganginn,“ sagði um Friðrik, sem var á tólfta ári „þegar hann fór að segja föður sínum til syndanna yfir skák- borðinu og taka þátt í keppn- um“. Um Pjetur sagði: „Hann byrjaði fljótt að synda, en tók í fyrra þátt í fyrstu keppni sinni. Þá keppti hann með Ármanni. Síðan hefur hann stórlega bætt sundtíma sinn í hverri keppni.“ GAMLA FRÉTTIN Landi sínu til sóma Friðrik Ólafsson stórmeistari í skák ásamt Bent Larsen árið 1956. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ÞRÍFARAR VIKUNNAR Frú Shauna kennari í Bandaríkjunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.