Hreyfing - 01.06.1999, Blaðsíða 4

Hreyfing - 01.06.1999, Blaðsíða 4
10. Kvennahlaupið: Til hamingj u konur! Kvennahlaupið er í eðli sínu sterkur og jákvæður viðburður. Vöxtur hlaups- ins með hverju árinu segir meira en nokkur orð. Þann 19. júní n.k. hlaupa konur ís- lands saman í 10. sinn og finnst þeim sem þátt taka alltaf jafn gaman. Sam- kenndin sem skapast á meðal kvenna um hlaupið er einsdæmi og eru sam- staðan og fjöldinn meginstyrkleikar Kvennahlaupsins. Með Kvennahlaupinu hefurverið lyft grettistaki hvað varðar áhuga kvenna á hreyfingu og betri lífsstíl. Þessu grettistaki hafa konurnar sjálfar lyft, því þær eru þátttakendurnir og þær hvetja hver aðra. Þær standa saman. Það gefur auga leið að stór hluti þeirra kvenna sem tekur þátt í Kvennahlaup- inu heldur áfram að hreyfa sig sér til heilsubótar. Þar eru mæður og verð- andi mæður að stunda íþróttir. Með því hvetja þær sínar dætur til íþrótta- iðkunar. Á nokkrum stöðum á landinu er þátttakan orðin 100% og eru konur jafnvel farnar að miða sitt tímatal við Kvennahlaupið. Þátttökufjöldinn í fyrsta Kvenna- hlaupinu sem haldið var í Garðabæ og á sjö öðrum stöðum þann 19. júní 1990 var um 3000. Á hverju ári hefur verið fjölgun og á síðasta ári hlupu 22.900 konur. Gaman er að segja frá því að samtals lögðu Kvennahlaups- konur að baki um það bil 100 þúsund kílómetra í síðasta hlaupi eða rúmlega 72 hringi kringum landið! Ekki á þó að einblína á fjölgun í hverju hlaupi því ár- angur er ótrúlegur. Rúmlega 15% ís- lenskra kvenna tóku þátt í Kvenna- hlaupinu á stðasta ári. Frekara mark- mið er að leggja áherslu á áframhald- Helga Guðmundsdóttir. andi markvissa hreyfingu þeirra kvenna sem taka árlega þátt, halda utan um samkennd íslenskra kvenna sem er dýrmæt. Og ekki stst að hvetja áfram dætur okkar. Mæðgur sem vilja hvor annarri vel fara saman í Kvenna- hlaupið. Þetta á einnig við um vin- konur. Stærsta hlaupið verður sem fyrr í Garðabæ. Einnig verður hlaupið í Mos- fellsbæ og á 80 stöðum víðs vegar um landið. Á hverjum stað eru tengiliðir, í flestum tilfellum eru það konur. Þetta eru valkyrjur íslands, áhugasamar og duglegar, hvetjandi konur. Þetta sterka Kvennahlaupstengiliðanet sem unnið er með er lykillinn að góðri undirbúnings- vinnu og vel heppnuðu Kvennahlaupi. Aðgreining Kvennahlaupsins frá öðrum hlaupum er mikil. Þar keppir hver kona á sínum forsendum og þar er engin tímataka. Sett eru mörg per- sónuleg met og oft heyrist „þetta var miklu auðveldara en í fyrra" og hugsað: Ég er í betra formi en síðast! Ég býð ykkur velkomnar í 10. Kvenna- hlaupið. Helga Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Kvennahlaups ÍSÍ. Konur! Þið finnið hvergi meira úrval af hlaupafatnaði og hlaupaskóm. Við bjóðum toppmerki og flottar vörur og tökum örugglega vel á móti ykkur. ÞlN FRÍSTUND - OKKAR FAG YINTER Idsh'öfða 20 • 112 Reykjavík • sími 510 8020 ÍllBI V/SA 49 Græ nn lífseðill - gagnast þér allt lífið - 0 4

x

Hreyfing

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hreyfing
https://timarit.is/publication/1456

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.