Hreyfing - 01.06.1999, Síða 10

Hreyfing - 01.06.1999, Síða 10
Kvennahlaup í Garðabæ 19. júní Fjölmennasti íþróttavidburd- ur ársins í tíunda sinn ætla konur að koma saman og eiga samverustund í Kvennahlaupinu. Á tímamótum er vert að líta um öxl og rifja upp upphaf Kvennahlaupsins. ÍSÍ lagði til að á Íþróttahátíð 1990 væri meðal annars horft til aukinnar þátttöku kvenna í líkamsrækt Fyrsta Kvennahlaupið var haldið í Garðabæ fyrir tilstuðlan ÍSf og tókst það í alla staði mjög vel. Megin markmið hlaupsins þá og nú er að hvetja allar konur ungar sem eldri til að vera með. Allar geta verið með, ganga, hlaup eða skokk allt eftir getu hvers þátttak- anda. Með aðeins eitt að megin mark- miði, að taka þátt í Kvennahlaupinu og Viðurkenning til þeirra sem hafa tekið þátt frá upphafi í tílefni þess að Kvennahlaup ÍSÍ er nú haldið í 10. skipti ætla samtökin ÍÞRÓTTIR FYRIR ALLA að heiðra þær konur sem tekið hafa þátt í hlaupinu frá upp- hafi. Þær konur sem hlaupið hafa öll tíu skiptin þurfa að tilkynna það í síma 553 8910 eða 581 3377 á skrifstofutíma og fá þá sent viðurkenningarskjal. með því að hvetja til aukinnar hreyf- ingar og hollra lífshátta í góðum fé- lagsskap. í Kvennahlaupinu eru allir þátttak- endur jafnir, vegalengdin skiptir ekki máli, tímalengdin ekki heldur því í markinu verða allir sigurvegarar. Óhætt er að fullyrða að mikilvægi Kvennahlaupsins hefur fyrir löngu sannað gildi sitt. Óteljandi göngu-, skokk- og útvistarhópar eiga einmitt upphaf sitt að rekja til samverustunda í Kvennahlaupinu. I\lýr lífsstíll Með aukinni atvinnuþátttöku kvenna hafa orðið miklar beytingar á hlutverki kvenna í samfélagi nútímans. Konur sinntu áður umönnunarhlutverkinu að mestu leiti í hlutverki móður, dóttur, ömmu og frænku. En með aukinni at- vinnuþátttöku hefur orðið mikil breyt- ing á. Lengd viðvera barna í skóla, lengri leikskólavist, og síðast en ekki síst aukin menntun, hefur stuðlað að því að flest- ar konur eru virkar í atvinnulífinu í dag. Eigi að síður hefur umönnunarhlut- verkið verið áfram í verkahring kvenna og störf á hinum almenna vinnumark- aði hafa bæst við fyrri störf. Ljóst er að til þess að þetta takist verða til æði margar ofurkonur. Hætt er við að heilsufar kvenna verði undir í þessum átökum öllum. Ástæða er til að hvetja konur til að velja réttari lífsstíl, reyna að finna stund til líkamsræktar og útivistar. Veljum líf sem veitir vellíðan og jafn- vægi í samskiptum við umhverfið. Þannig má öðlast heilbrigði í lífs- gæðum sem er eftirsóknarvert. Laufey Jóhannsdóttir Kvennahlaup ■ Cardabæ 19.júni Undirbúningur hátíðarinnar 19. júní stendur sem hæst. Allt er gert til þess að konur eigi saman góða stund á þessum merkisdegi okkar íslenskra kvenna og að undirbúningur og umgjörð hlaupsins verði með sem bestum hætti. Hreyfing er öllum holl, ganga hlaup og skokk, allt með þeim hraða sem hver þátttakandi kýs. í ár verður mögu- leiki að bæta við vegna þess að nú verður í fyrsta sinn boðið upp á 10 km vegalengd, auk hinna hefðbundnu leiða, 2 km, 5 km, 7 km. í Garðabæ hefur Kvennahlaupið skapað sér fastan sess og mun fara fram samkvæmt venju á svæðinu við Garðaskóla við Vífilsstaðaveg. Kæru konur; Verið velkomnar í Garðabæ 19. júní. Hreyfing og útivist er holl, njótum saman samverustundar- innar, hlúum að nýjum lífsstíl og stuðlum þannig að betra lífi og auknu heilbrigði. Njótum Kvennahlaupsins - Vel- komnar í Kvennahlaupið í Garðabæ Laufey Jóhannsdóttir - formaður undirbúningsnefndar um framkvæmd Kvennahlaups í Garðabæ 10

x

Hreyfing

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hreyfing
https://timarit.is/publication/1456

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.