Hreyfing - 01.06.1999, Blaðsíða 11
Makamissir
Inngangur
Dauðinn er hluti af lífinu. Engu að
síður eigum við flest erfitt með að tala
um dauðann. Það sem hann hefur í för
með sér fyrir aðstandendur er heldur
ekki hlutur sem við ræðum um eða
gefum gaum að, nema þegar við
verðum að takast á við þá staðreynd
að einhver okkur nákominn deyr. Þess
vegna veit fólk almennt fremur fátt um
hvað gera skal og hvað er til ráða
þegar lífsgöngu ástvinar er lokið. Ung
kona stóð frammi fyrir líki mannsins
síns, sem andaðist í heimahúsi og
sagði sorgmædd og ráðþrota við
börnin sín: hvað á ég að gera nú? Hún
hafði aldrei séð lík fyrr og aldrei komið
nálægt undirbúningi jarðarfarar né
kynnst þeim hlutum sem gera þarf
þegar manneskja missir maka sinn.
Það er erfitt að takast á við sorgina við
makamissinn og jafnframt að reyna að
vera börnum sínum til stuðnings og
huggunar. Þess vegna er hjálp að vita
nokkurn veginn hvað gera skal, þegar
svo er komið.
Auður Matthiasdóttir, félagsráðgjafi
Hvað skal gera?
Á íslandi deyja árlega 1500 - 2000
manneskjur, konur, karlmenn og börn.
Nákvæm tala er fyrir hendi frá Hag-
stofu íslands fyrir árið 1994, en það ár
dóu alls 1717 einstaklingar og þar af
276 á einkaheimilum.
Þegar andlátið ber að í heimahúsi
skal kalla til héraðslækni og lögreglu, ef
ekki hefur verið læknir í sambandi við
heimilið, sem annast hefur hinn látna.
Hafa þarf samband við útfararþjónustu
til að sjá um flutning líksins. Læknir
gefur út dánarvottorð. Prestur þarf að
fá það í hendur fyrir útförina og sendir
hann það síðan til Hagstofu íslands.
Hluti dánarvottorðsins fer til skiptaráð-
anda og þurfa aðstandendur að sjá um
það. Ef aðstandendur þurfa á sérstöku
dánarvottorði að halda vegna bóta eða
trygginga þá gefur prestur það út.
Sækja þarf um setu í óskiptu búi hjá
skiptaráðanda, sé þess óskað.
Þegar manneskja deyr á sjúkrahúsi
getur starfsfólk þar veitt aðstand-
endum upplýsingar varðandi næstu
skref í ferlinu. Aðstandendur óska í
vaxandi mæli eftir kveðjustund við
dánarbeð, segir séra Bragi Skúlason
sjúkrahúsprestur í bók sinni Von. Hann
bendir á þann kost að syrgjendur fá
Nýjar Pampers
Þœgilegar eins og bómull, þurrnr eins og Pampers.
Fyrstu Pampers bleiurnar, sem veita barninuþínu sömu þœgilegu
tilfinninguna og bómullarfatnaður.
Pampers Cottonlike eru einstaklega mjúkar, ekki ólíkt uppáhalds
bómullarflík barnsins þíns. Þær hleypafersku lofti í gegn um sig
að húð barnsins. Flugsaðu þér hversu miklu betur barninu þínu
líður með nýju Pampers Cottonlike.
Húð barnsins þíns er viðkvœm og þarfnast stöðugrar umönnunar
og verndunar, ekki síður en þœginda.
IPampers Cottonlike eru enn rendur af „Lotion Care“ mildum
húðlegi, sem myndar verndandi lag og stuðlar að því að húð
barnsins haldist mjúk og slétt. Pampers kjarninn er jafn þurr og
áður og á sinn þátt í að halda húð barnsins þíns heilbrigðri.
Mjúkar eins og bómull
Þurrar eins og
Pampers