Hreyfing - 01.06.1999, Qupperneq 14

Hreyfing - 01.06.1999, Qupperneq 14
Bein eru idandi af lífi Tæpur þriðjungur táningsstúlkna fær innan við ráðlagðan dagskammt af kalki. Sama gildir um nær fjórðung kvenna við tíðahvörf. Að mínu mati þarf að bæta þetta ástand. Barnshafandi konum er einnig hætt við kalkskorti á meðgöngu. Gangi á náttúrulegan kalkforða líkamans geta afleiðingarnar verið beinþynning. Bein eru í raun iðandi af lífi. í þeim á sér stað stöðugt niðurbrot og endurbygging á beinvefnum. Við beinþynningu dregur hins vegar úr endurbyggingunni. Þegar sjúkdómurinn hefur grafið um sig verða beinin stökk og geta brotnað við minnsta átak. Hryggjarliðir falla auðveldlega saman og líkaminn verður hokinn og krepptur. Lærlegg, mjaðmarbeini og beinum í upp- og framhandlegg stafar sérstök hætta af beinþynningu. Árlega verða fleiri en 1500 beinbrot vegna beinþynningar hér á landi en konur eru í mun meiri hættu en karlar. 80 pró- sent af sjúklingum eru konur og þá sér- staklega um og eftir tíðahvörf. í Ijósi þessa á boðskapur þessarar greinar fullt erindi til ykkar sem þreytið þetta hlaup. Mjólkurvörur lausnin í baráttunni við beinþynningu er sterkasta vopnið að halda kalkbúskap lík- amans í góðu lagi. Að jafnaði nýtir líkam- inn aðeins þriðjung af því kalki sem hann fær. Rannsóknir sýna þó að nýting kalks úr mjólk og mjólkumat er mun betri en úr öðrum fæðutegundum. 70 prósent af öllu því kalki sem líkaminn þarfnast kemur úr margvíslegum mjólkurvörum. Kalk er meginburðarefni líkamans enda er það aðstoð bæði beina og tanna. Við fæðumst yfirleitt með nægilegt kalk í Itkamanum en beinmassinn í heilbrigðum einstaklingi er að myndast fram undir þrí- tugt. Lengi býr að fyrstu gerð og því er mik- ilvægt að ná sem mestum beinmassa fram að þeim tíma. Því eru það skilaboð mín til kvenna í Ijósi þessara mikilvægu stað- reynda að ungar konur og reyndar konur á öllum aldri auki kalkforða sinn með mjólkurneyslu til að fyrirbyggja vandamál sem erfitt verður að leysa í framtíðinni. Faraldur 21. aldarinnar Beinþynning og beínbrot hafa verið köll- uð faraldur 21. aldarinnar líkt og Ólafur Ólafsson, form. Beinverndar kransæðasjúkdómar 20. aldarinnar. Því hyggst Beinvernd leggja í mikla herferð í samstarfi við mjólkuriðnaðinn. Þar verður bent á orsakir og afleiðingar beinþynn- ingar en markmiðið er ekki síður að benda á hvaða fyrirbyggjandi aðgerðir eru mögulegar. Það er því með ánægju sem ég segi við ykkur sem takið þátt í Kvennahlaupinu að regluleg hreyfíng er góð forvörn gegn beinþynningu. Hún er hins vegar einungis fyrsta skrefið því neysla léttra mjólkurvara, osts og græn- metis er ekki síður mikilvæg. Ólafur Ólafsson, form. Beinverndar VINTERSPORT ÞÍN FRÍSTUND - OKKAR FAG Gestabók-Myndaalbúm Hlaupsins 1999 Nú geta Kvennahlaupskonur skráð sig í gestabók hlaupsins á Netinu. Sjóvá Almennar tryggingar hf., aðalstyrktaraðilar hlaupsins, munu sjá um gestabókina. Netfangið er: www.sjal.is. Þar verður einnig hægt að sjá myndir úr hlaupinu. Á þennan hátt verður til mikilvæg heimild um Kvennahlaup ÍSÍ. Með íþróttakveðju íþróttir fyrir alla t Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Þessi fyrirtæki vita að kona sem tekur fyrsta skrefið kemst alla leið ÍÞRÓTTIR FYRIR ALLA þakkar þeim hvatninguna Höfuðborgarsvæðið Hárgreiðslustofan Kultura Glæsibæ Andrómeta, hárgreiðslust. Iðnbúð 4 Grænt og gómsætt, Tæknigarði v/Dunhaga Stórar Stelpur, Hverfisgötu 105 Vogue, Stórhöfða 15 Reykjavikurborg Kópavogskaupstaður G.H. Heildverslun, Garðatorgi 3 Bílaryðvörn Þórðar, Smiðshöfða 1 KPMG, Vegmúla 3 Hreyfing, Faxafeni 14 Aco, Skipholti 17 Vesturland Sparisjóður Mýrarsýslu Sundhöll Isafjarðar Haraldur Böðvarsson Austurland Albert frændi, hársnyrti- og sólbaðs- stofa, Búðavegi 49, Fáskrúðsfjörður Suðurnes Iðnsveinafélag Suðurnesja Hitaveita Suðurnesja Sandgerðisbær Reykjanesbær Fiskanes Grindavík Vatnsleysustrandarhreppur Verslunarmannafél. Suðurnesja Norðurland Kaupfélag Skagfirðinga Þórshafnarhreppur Akureyrarbær Siglufjarðarbær Ólafsfjarðarbær Akoplastos, Akureyri Suðurland Vestmannaeyjabær Ölfushreppur @ 14

x

Hreyfing

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hreyfing
https://timarit.is/publication/1456

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.