Fréttabréf Íþróttasambands Íslands - 01.04.1986, Síða 2
FRÉTTABRÉF
/ /
ISI
Útgefandi ÍSl, ritstjóri og
ábyrgðarmaður: Valgarð S.
Halldórsson. Skrifstofa ISÍ,
íþróttamiðstöðinni í Laugardal,
sími 83377.
HVERS ER AÐ VÆNTA
Föstudagsins 18. apríl 1986 mun væntanlega verða minnst sem
sögulegs dags í íþróttasögunni. Þá voru samþykkt á Alþingi lög, sem
heimila ÍSÍ, UMFI og ÖBl, starfrækslu tálna- og/eða bókstafaget-
rauna, öðru nafni Lotto. Undirbúningur að Lotto á sér langan aðdrag-
anda, sem ekki eru tök á að rekja hér. Ýmsar vangaveltur hafa verið
uppi um, hvers vegna íþróttahreyfingin hafi ekki í heil 14 ár nýtt sér
heimild í lögum til að stofna og starfrækja þetta vinsæla happdrætti,
sem alls staðar þar sem það hefur tekið til starfa, hefur gefið
hlutaðeigandi góðan arð. Svörin hafa verið á ýmsa vegu og sýnist
sitt hverjum. En eins og málum er nú komið tjáir ekki að hugsa um
liðna tíð, heldur að hugsa til framtíðarinnar og þeirra möguleika sem
kunna að vera á bak við fyrrgreinda lagasetningu.
Fyrir málum skipaðist svo, að um samstarf við aðra aðila varð að
ræða um Lottorekstur, mun víst engum dyljast að „þrenningin":
íþróttasamband Islands, Ungmennafélag Islands og Öryrkja-
bandalag íslands, séu ákjósanlegur vettvangur til að annast þennan
rekstur og sameiginlega höfði þau til verulega stórs hluta lands-
manna, er beri til þeirra hlýhug og vilji efla og styðja starfsemi allra
samtakanna eftir föngum.
Að sjálfsögðu mun Lottorekstur eins og allur annar rekstur byggj-
ast á markaðslögmálum og vinningsvon þeirra sem taka þátt í
happdrættinu. Hitt er eigi að síður staðreynd, að fólk almennt hefur
misjafnar taugar, ef svo má segja, til hinna ýmsu menningar og
framfaramála. Og enginn vafi er á, að íþrótta- og ungmennafé-
lagshreyfingin, er láta sig svo miklu varða heill og hamingju fólks á
öllum aldri víðsvegar um landið, á afar sterkan hljómgrunn meðal
fólksins í landinu. Málefni öryrkja eru þess eðlis, að allir vilja Ijá lið
málefnum þeirra sem eiga erfitt uppdráttar vegna líkamlegrar eða
andlegar vanheilsu.
Þegar þannig samtök þeirra sem eru hraustir og vel á sig komnir
og samtök hinna sem minna mega sín, snúa bökum saman, hefur
myndast samstarfsvettvangur sem vekja mun verulega athygli og
eiga sinn þátt í góðum árangri Lottostarfseminnar.
En hvers er að vænta? Hvað er hér um miklar tekjur að ræða fyrir
þessi samtök, sem alltaf vantar fjármagn til starfsemi sinnar?
Því verður ekki svarað fyrirfram. Reynslan ein sker þar úr og
veldur hver á heldur eins og svo oft áður.
Ef hinsvegar tekin eru mið af reynslu annarra, er ástæða til að
vera bjartsýnn.
Nýjasta landið sem hafið hefur Lottostarfsemi er Noregur. Sam-
kvæmt upplýsingum þaðan, var sala Lottoseðla fyrstu vikuna 15.0
milljónir norskra króna eða u. þ. b. 87 millj. ísl. króna. sé þetta staðfært
til okkar eigin lands, miðað við fólksfjölda, jafngildir það um 4,4 millj.
króna vikusölu og þá í vinninga til þátttakenda um 2.0 millj. króna.
Enda þótt hér sé um einfaldan samanburð að ræða, er ástæða til
að taka nokkurt mið af því sem annars staðar gerist, því reynslan
sýnir, að þróunin hefur orðið mjög svipuð, alls staðar þar sem
Lottorekstur hefur hafist.
Það er því fyllsta ástæða til að fagna þeim áfanga sem þegar
hefur náðst og óska framkvæmdaraðilum allra heilla og farsældar í
því mikla verkefni sem framundan er.
S.M.
Aðalfundur
Ólympíunefndar
íslands
Aðalfundur Ólympíunefndar Is-
lands var haldinn 19. mars s. I. í
húsakynnum ÍSÍ í Laugardal.
Formaður Ólympíunefndarinnar,
Gísli Halldórsson, setti fundinn
og stjórnaði honum. Hann minnt-
ist hinnar frábæru frammistöðu
handknattleiksmanna okkar á
Heimsmeistaramótinu í Sviss.
Samkvæmt lögum Ólympíu-
nefndar fer fulltrúakjör og kosn-
ing í framkvæmdanefnd aðeins
fram 4ra hvert ár eða á fyrsta
fundi nýburjaðs Ólympíutímabils.
Á fundinum var samþykkt að
taka þátt í Ólympíuleikunum
1988; annarsvegar í sum-
arleikunum, sem fara fram í
Seoul í S-Kóreu frá 17. sept. til 2.
október 1988 og eins í vetrar-
leikunum, sem verða í Calgary,
Kanada í ársbyrjun það ár eða
frá 13. til 28. febrúar.
Þá var samþykkt formlega að
taka þátt í handknattleik á Ól-
ympíuleikunum í Seoul, en borist
hefur staðfesting H.S.Í á því að
nýta áunninn rétt til þátttöku í
handknattleikskeppni Ólympíu-
leikanna 1988.
Þá var samþykkt að veita þjálf-
unarstyrki á árinu 1986 til eftirfar-
andi sérsambanda:
Siglingasamband íslands
Judosamband íslands
Frjálsíþr.samband íslands
Sundsamband íslands
Skíðasamband Islands
Handknattl.samband íslands
Þá var samþykkt að mynda
sérstakan sjóð - Ólympíusjóð -
sem hafi þann tilgang að fjár-
magna ferða- og dvalarkostnað
þátttakenda, sem Ólympíunefnd
íslands kann að velja vegna þátt-
töku á Ólympíuleikunum í fram-
tíðinni.
2