Fréttabréf Íþróttasambands Íslands - 01.04.1986, Page 4
Heilbrigt líf — hagur allra
Greinarkorn eftir Hermann Nielsson
í tilefni af heilbrigðisári
Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unarinnar og átaki heilbrigðisráð-
uneytisins hér á landi gegn hreyf-
ingarleysi, hefur trimmnefnd ÍSÍ
ákveðið að ganga fram fyrir
skjöldu og freista þess að sam-
eina starf frjálsra félagasamtaka
um að bjóða öllum lands-
mönnum til hollrar hreyfingar
dagana 20., 21., og 22. júní n. k.
undir kjörorðunum „Heilbrigt líf -
hagur allra“.
Föstudagurinn 20. júní verður
tileinkaður leikfimiiðkun og mun
Fimleikasamband íslands ann-
ast allan undirbúning á því sér-
sviði.
Laugardagurinn 21. júní verð-
ur síðan dagur sundsins í umsjón
Sundsambands Islands hvað
varðar faglegan undirbúning.
Sunnudagurinn 22. júní verður
svo auðvitað dagur gönguferða,
skokks og útivistar. Allir geta
fengið sér hressandi gönguferð í
tilefni dagsins eða tekið þátt í
skokki ákveðna vegalengd eftir
getu, leiðbeinendur munu verða
til aðstoðar á vegum Frjáls-
íþróttasambands íslands.
Göngudagur fjölskyldunnar
sem UMFÍ hefur gengist fyrir ár-
lega fellur á þennan dag og ung-
mennafélögin um land allt drífa
fólk til fjalla.
Þá munu Ferðafélag (slands
og Útivist bjóða upp á fjölbreytt
úrval skoðunarferða í nágrenni
Reykjavíkur án endurgjalds.
Engin skráning þátttakenda er
fyrirhuguð, viðurkenningar verða
til staðar fyrir þá sem vilja slíkt
annars er þátttakan aðalatriðið
og að fólk fái að kynnast þeim
möguleikum sem fyrir hendi eru
á Islandi til að trimma á ódýran
en ánægjulegan hátt. Að allir
Með þátttöku í „Hollri hreyfingu"
verða allir sigurvegarar.
verði með á einhvern hátt skiptir
megin mali í einu atriði einhvern
daganna, eða jafnvel með í öllu
saman allt eftir óskum og vilja
hvers og eins.
Kynning, auglýsingar og
fræðsluerindi verða undirbúin
sameiginlega fyrir allt landið að
vissu marki en æskilegt er að
framkvæmdaraðilar á hverjum
stað geri svolítið aukalega til að
ýta við fólki, fá sem flesta með og
kynna fyrirhugaða dagskrá á
þann hátt sem best hentar á
hverjum stað fyrir sig.
Fjölmiðlar skipta miklu máli
hvernig til tekst og verður reynt
að fá þá til samstarfs um kynn-
ingu og jafnvel þátttöku í fram-
kvæmd trimmdaga ’86.
Trimmnefndin hefur óskað eftir
samstarfi við starfsmannafélög
fyrirtækja og stofnana, félags-
miðstöðvar, félög eldri borgara
og sem flesta hópa og samtök í
landinu um að hvetja sína félaga
til þátttöku í „trimmdögunum
'86. “
Sameiginlegt markmið okkar
hlýtur að vera að ná til allra sem
starfa vilja með í þeirri viðleitni að
hvetja alla íslendinga til
heilbrigðari lífsvenja og til að
stunda holla hreyfingu í einhverri
mynd á reglubundinn hátt.
Mikilvægt er að öll íþrótta- og
ungmennahreyfingin leggist á
eitt um að gera trimmdagana '86
sem ánægjulegasta, árang-
ursríka og eftirminnilega.
Einstökum framkvæmdaraðil-
um á hverjum stað eða hverfi er í
sjálfsvald sett hvort uppákomur
svo sem lúðrasveit, skemmti-
atriði eða sýningar verði með til
hátíðarbrigða en sjálfsagt er að
bjóða forystufólki í þjóðmálum og
bæjarmálum ásamt öðrum
þekktum persónum og taka þátt
og jafnvel ganga fram fyrir
skjöldu.
Tillaga samþykkt á sambands-
stjórnarfundi 12. apríl sl.
I tilefni af heilbrigðisári
Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unarinnar og átaki heilbrigðisráð-
uneytisins gegn hreyfingarleysi
undir kjörorðunum „Heilbrigt líf -
hagur allra, lýsir 10. sambandss-
tjórnarfundur ÍSl yfir stuðningi við
„Trimmdaga ’86“ og hvetur öll
íþrótta- og ungmennafélög til
myndarlegrar þátttöki.
Jafnframt skorar fundurinn á
alla landsmenn að nota tæki-
færið og kynnast þeim mögu-
leikum til hollrar hreyfingar sem í
boði eru dagana 20., 21., og 22.
júní n. k.
Með baráttukveðju,
f. h. trimmnefndar ÍSÍ
Hermann Níelsson
4