Iðnaður og tízka - 01.09.1933, Síða 4

Iðnaður og tízka - 01.09.1933, Síða 4
Ástædan. Ástæðan fyrir því, að mér datt í hug að gefa út þetta litla rit, er ekki einungis sú, að benda fólki á hina gegnumgangandi tízku, heldur ef það mætti verða einhverjum umhugsunarefni við ýms tækifæri. Við horfumst oft í augu við and- stæður í hinu daglega lífi, en gerum allt of lít- ið til að ráða bót á því. Við dáumst oft að öðr- um þjóðum, hve framarlega þær standa á menn- ingarsviðinu, en ieitumst ekki við að feta í fót- spor þeirra. Það er sagt um okkur Islendinga, að við séum heldur seinir í hreyfingum, því vii ég ekki mótmæla, en aðstaða okkar hefir verið þannig, að erfitt var að fylgjast með út í yztu æsar. Nú eru tímarnir að breytast, samgöngurn- ar batna, og erlendir áhrifastraumar fljóta yfir land vort, þó þeim sé ekki öllum að fagna, síð- ur en svo. Útlendingar streyma í tuga- og hundr- aða-, jafnvel þúsundatali til lands okkar á hverju ári. Þeir dá landið af fegurð þess, og þeir undr- ast menningu okkar á mörgum sviðum og get- um við glaðzt af því, en þeir reka ekki síður augun í galla í okkar fari, og er þá ekki sízt klæðaburðurinn, sem hneykslað hefir- augað. Eðli íslendinga mun vera nokkuð snortið af sjálfbirgingsskap. Segja þeir, sem fróðir eru um þá hluti, að það sé af norræna vikingablóðinu, sem renni í æðum þjóðarinnar. Má vel vera, að þetta sé rétt mælt, en við ættum þá ekki að gleyma að kyrra hið ólgandi víkingablóð með snyrtimennsku, lipurð og smekkvísi, jafntí daglegri umgengni sem á mannamótum. Það er leiðin- legt, að verða að viðurkenna, að þetta hefir okk- ur oft vantað, og hið glögga gestsauga sér þetta fljótt. Margur maður segir sem svo: „Það skiptir litlu, hvernig maður er klæddur“. Þetta er ekki rétt, það bendir á þunglamalega hugsun, sjálf- birgingsskap og ósamheldni við meðbræðurna. Ég hefi oft haft tækifæri til að kynna mér þessa hlið á íslendingseðlinu. Nú erum við ekki leng- ur afskekkt þjóð, daglegar samgöngur, ekki einungis sjóleiðina, heldur einnig hinar fljótu ferðir í loftinu, sem benda ótvírætt á að muni á næstu árum aukast að miklum mun. Óneitanlega setur klæðaburður mikinn svip á útlit mannsins, og er gott til þess að vita, að síðustu 20 ár hefir klæðskeraiðninni farið mjög fram hér á landi og á þó langt í land að ná takmarki sinu. Við eigum að stefna að því að sauma allan fatnað hér heima, enga vinnu að kaupa inn í landið. Nóg er hér til af starfs- færum höndum, sem vilja vinna, og nóg er samt af erfiðleikum, sem verra er við að ráða, þó ráðin sé bót á þessari þjóðarsmán, að flytja inn í landið í liundraðþúsunda-tali á hverju ári er- lenda vinnu, en hafa svo í hundraða-tali vinnu- laust fólk hér heima. Ár eftir ár hef ég verið spurður um, liverju þetta sætti og hefi litlu getað svarað, stúlkurn- ar, sem hafa spurt um vinnu, hafa farið frá mér vonsviknar og vinnulausar. íslenzkar stúlk- ur sitja í tugatali á erlendum vinnustofum, þrá ekkert fremur en að hverfa heim og njóta ætt- jarðar sinnar, en engin von um atvinnu, svo þær verða að hírast sem útlagar, ef til vill alla æfi, en Islendingar kaupa vinnu þeirra frá út- lendum kaupsýslumönnum. Þetta er öfugstreymi, sem við þurfum að kippa í lag. Yið getum það, ef við viijum, ef við ekki hugsum: Það gerir ekkert til, maður lifir eins og áður. Tímarnir breytast og mannsandinn verður að fylgjast með. Eins og hinn innri maður á að umskapast af meiri menntun og andlegu innstreymi, eins ætti það að speglast í ytra útliti. Ég vildi, að þetta litla rit gæti orðið lítill neisti til að kveikja stærra ljós hjá þjóð okkar að horfa beint í birtu þá, sem við getum sjálfir búið okkur, en renna hornauga á þann hrævareld, sem hefir truflað hugsanagang vorn á undanförnum tímum. Ég hefi haft því láni að fagna að vera verk- stjóri yfir allstóruin hóp starfsmanna um 25 ára

x

Iðnaður og tízka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaður og tízka
https://timarit.is/publication/1461

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.