Iðnaður og tízka - 01.09.1933, Side 5

Iðnaður og tízka - 01.09.1933, Side 5
skcið. Satnvinnan við það hefir verið mér styrk- ur við mín daglegu störf, og ég er viss um það, að ekki er ánægjulegra líf til en að umgang- ast glaða og ánægða meðbræður, en það kalla ég fyrst og fremst þá, sem maður er í samvinnu með. Þetta ættum við öll að skilja. Eg býst við, að ef við ieituðum lítið eitt í okkar eigin barmi, meira en gert er, þá væri lífið léttara lijá fjöld- anum. Við megum ekki lieimta allt af öðrum, við verðum að leggja eitthvað til sjálf, við verð- um að skilja hvert annað, Eins og sá, sein ekki hettr lært að hlýða og beygja sig undir annars vilja getur aldrei, orðið sæmilegur húsbóndi eða verkstjóri, eins getur sá, sem ekki hettr lært að leggja hendi sína að verki, skilið æðaslátt starfsfólksins Líttð verður þannig iéttara, ef við þekkjum þær nauðsynlegu greinar í liinu daglega lífi. Það er ekki nóg, að skipa af skilningsleysi. Því fylgir andleysi, sem kastar skugga á hina starfandi hönd, miklu frekar að leggja liönd á verkið, það gefur lítinn geisla og uppörfun við starflð. Eins er í hinum stærri dráttum. Hinir ráðandi menn hverrar þjóðar þnrfa að skilja þá, sem þeim er trúað fyrir, eru settir yfir. En hvern árangur sýnir heimurinn? Iíann sýnir: Það er bara heimtað og skipað. Fólkið heimtar, og þeir skipa. Þarna vantar samvinnu, sem vissulcga þarf umbóta við, og ég býst við, að ef ínenn vildu leita, væri leiðin opin til umbóta, en það vantar skilning og innra ljós til að upplýsa hinn inikla menningar- og vísindastraum, sem yfir heiminn flæðír. Að svo mæltu: Þið sem lesið þetta litla )'it, afsakið formgalla, því lítill tími gafst mér mitt í jólaönnunum að setjast við miklar ritsmíðar. Andrés Andrésson. »Það er eíns og ég hefi alltaf sagt«. Tveir gamlir raenn sátu á bekknum í skemmti- garðinum og töluðu saman. Þeir höfðu ekki annað að gera. Fyrir mörg- um árum hafði annar verið vei'ksmiðjueigandi, en hinn kaupmaður. Báðum hafði gengið illa, báðir tapað fé sínu og fyrirtæki. En höfðu þeir breytt um skoðun? Nei! Hvorugur þeirra hafði lært nokkurn hlut af óláni sínu. „Fólk er alveg vitlaust með þessai' nýju hug- myndir og tísku“, sagði verksmiðjueigandinn. „Ég bjó til samskonar vörur og faðir minn, og það var vönduð vinna“. „Þú mátt trúa því, að ég bjó til góðar vörur, en samt sem áður hættu viðskiptavinirnir að að kaupa. Hvernig í fj........gat ég verið að breyta til og hafa allt eftir nýjustu tízku. Viljið þið þetta, eða viljið þið það ekki“? sagði ég. „.Tá“, svaraði kaupmaðurinn gamli. „Það er eins og ég hefi alltaf sagt. Heimurinn er að fara til fj . . . .“. „Kornungur stráklingur kom á fót verzlun við hliðina á minni, ja, þar var nú ljóta glingr- ið. Þar hafa víst farið nolckrir aurar í óþarfann, rafmagnsljós og allskonar glingri i glugganum. En hann veiddi mína heimsku viðskiptavini eins og fiugur“. „Eg sagði það líka alltaf; ég hef verzlun, en ekkert hringleikahús eins og hann nábúi minn. Ég var ábyggilegur verzlunarmaður, og verzl- aði með þessar góðu gamaldags vörur“. „Já“, sagði gamli verksmiðjueigandinn fyr- yerandi. „Heimurinn er breyttur. Það var öðru vísi, þegar ég var að byrja að feta í fótsporin hans föðuL* míns. Síðan liafa menn komið mcð lirúgur af nýjum hugmyndum og kenningum, en það er nú ljóta bölvuð vitleysan, seni menn hafa fundið upp á“. „Já, það er eins og ég liefi alltaf sagt við konuna mína, í þrjátíu ár“, sagði gamli kaup- maðurinn, „en við vorum alltaf ósammála, það eru allir að ganga af göfiunaim“. Að síðustu stóðu karlarnir upp, hjartanlega sammáhi og löbbuðu heim til sín.

x

Iðnaður og tízka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaður og tízka
https://timarit.is/publication/1461

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.