Iðnaður og tízka

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Iðnaður og tízka - 01.09.1933, Qupperneq 22

Iðnaður og tízka - 01.09.1933, Qupperneq 22
Tóll mannlegar óskir Hér eru nefnd tólf atrioi, sem fólk ætti að athuga. Ef við viljum selja meiri vörur, verð- um við að gefa þessum atriðum gaum. Það breytir engu, hvaða vörur þú selur eða hvaða verk þú vinnur, þú ínunt alltaf verða þess greinilega var, að þessi atriði snerta verkahring þinn. j. auglýsingum þínum og tali við viðskiptavinina, átt þú að iýsa vörum þinum eða verki út frá sjónarmiði kaupandans. Kjörorðið er: Seldu fólkinu það, sem það þarfnast. Og það, sem það þarf, er að mestu leyti falið i þessum óskum. Oskir þessar eru: 1. Peningar. öll endurbæting á skrifstofum og verksmiðjum ásamt nýtísku búðarskreytingum, veita aukna möguleika til þess að hagnast á rekstrínum. Vörur, sem keyptar eru til að hagnast á þeim, kosta kaupmann í rauninni ekki neitt, sökum þess, að sala þcírra endurgreiðir kaupverðið og meira til. Sama má segja um auglýsingar. Ef þær eru vel gerðar, auka þær mjög hagnaðinn. 3, Skemmtanir. Þetta er líklegast almennasta óskin. Ef vörur þínar eða starf auka gleði fólksins, eða ef þú starfrækir skennntistað eða veitingahús, þá er starf þitt á þvi sviði, sem eftirspurnin er mest. Það er verzlun með skemmtanir, þegar fólkinu er seldur aðgangur að leikhúsum eða bió- sýningum, sömuleiðis sala á bókum, leikföng- um, bilum. víni o. s. frv. Þeir, sem verzla með skemmtanir, ættu að auglýsa þær og tala um þær, þvi að fólkið er reiðubú'ð að eyða fé fyrir aukna gleði. 2. Sparnaður. Fæstir óska eftir að spara, en margir eru neyddir til þess. Fæstir liafa getu ti) að kaupa allt, sem þá langar til. Þessvegna á kaupmaðurinn að selja eins ó- dýrt og hann getur. Ve.rð hlutanna hefir það niikið að segja, að 85°/o at' fólkinu verður að haga kaupum sinum samkvæmt þvi. Ef vefnaðarvörukaupmaður getur iækkað vöru- verðið uin 20°/o, tvöfaldast salan. 5. Þægindi. 4. Tízkan. Flestar stúlkur og margir karlmenn vilja fylgja tiskunni eftir megni. Ef vörurnar eru eftir nýjustu tízku, seljast þær með hærra vcrði og.betur en ella. Allur vinnusparnaður í heimilum, kemur und- ir þennan lið. Allar þvottavélar, þvottahús, ryksugur, rafboltaiyaf- og gaseldavélar, sem sagt allt, sem léttir húsverkin. Hægindastólar auka þægindí, sama má segja um góða skó og föt, miðstöðvarhitun, bila o. s. frv. Sérstaklega er eldra fólk reiðubúlð til að borga mikið fyrir aukin þægindi. 6. Heilsa. Fátt er tiðara umtalsefni en heilsan og skemmtanir. Fólk segir „Góð heilsa er aldrei of dýru verði keypt“. Það fer til lækna, kaupir meðöl og t'erðast. Veikur mað- ur er reiðubúinn til þess að gefa aleigu sina fyrir heilsuna.

x

Iðnaður og tízka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaður og tízka
https://timarit.is/publication/1461

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.