Vísbending


Vísbending - 11.01.2016, Blaðsíða 1

Vísbending - 11.01.2016, Blaðsíða 1
ÍSBENDING yikurit um viðskipti og efnahagsmúl 11. janúar 2016 1. tölublað 34. árgangur ISSN 1021-8483 Er gagn að landbúnaðarstyrkjum? Landbúnaðarkerfið á íslandi er flók- ið. Skýringarnar eru margar. Það er margplástrað og tilgangur þess er ekki alltaf ljós. Bændur sjálfir og for- ysta þeirra hafa ekki alltaf gengið í takt. Nýlega birti Guðni Agústsson, íyrrver- andi landbúnaðarráðherra, grein þar sem hann réðist harkalega á forystuna: „Það dregst lon og don að koma á nýjum bú- vörusamningum, þar bera mesta ábyrgð nokkrir forystumenn landbúnaðarins.“ Guðni nefnir tal um „frelsi“ í framleiðslu og telur það stórhættulegt. Sérstaklega hefur hann horn í síðu þeirra sem hann kallar „bankabændur“ sem hafi stækkað kúabúin og „reist sér hurðarás um öxl.“ Guðni aðhyllist greinilega þá kenningu að smátt sé sætt. Greinin sýnir að það er ekki bara ágreiningur um það grundvallaratriði hvort semja eigi um stuðningskerfi við bændur í áratug heldur líka um hvað skuli semja um. Hér á eftir er fjallað um mjólkurfram- leiðsluna fyrst og fremst. Hagfræðistofn- un Háskóla íslands samdi skýrslu fyrir landbúnaðarráðherra um stöðu og horfur í mjólkurframleiðslu á Islandi sumarið 2015 og hér er stuðst við þá skýrslu. Stuðningur er margþættur Bændur njóta margs konar fyrirgreiðslu frá ríkinu. I mjólkurframleiðslu má segja að meginstoðirnar séu fjórar: Lögbundið lágmarksverð, greiðslumark, beingreiðsl- ur og loks tollvernd og bann við eða hömlur á innflutningi. Lágmarksverð hefur verið ákveðið með svipuðum hætti frá árinu 1934 eins og fram kom í grein Sigurðar Jóhannessonar í jólablaði Vís- bendingar árið 2015. Sex manna verð- lagsnefnd ákvarðar bæði lágmarksverð á mjólk til bænda og heildsöluverð á mjólkurvörum í upphafi hvers verðlags- árs og það er auglýst á heimasíðu At- vinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Innflutningskvótar hafa verið mjög til umræðu að undanförnu, en fyrir leyfi til takmarkaðs innflutnings þarf að greiða afar hátt verð. Lítilsháttar stækkun á þeim kvótum sem kynnt var nýlega var stöðvuð meðan samningar ríkisins við landbúnaðarforystuna standa yfir. Greiðslumarkskerfið er eins konar kvótakerfi sem veitir aðgang að lokuðum innanlandsmarkaði þar sem lágmarks- verð gildir og þeir sem eiga greiðslumark fá styrki í formi beingreiðslna. Fyrirfram ákveðinni heildarfjárhæð er skipt í réttu hlutfalli við greiðslumark hvers og eins. Neysla á mjólkurafurðum hefur al- mennt minnkað innanlands á undanförn- um árum, en aukinn fjöldi ferðamanna hefur aftur á móti orðið til þess að eftir- spurn hefur aukist á allra síðustu árum, bæði eftir mjólkurafurðum og nautakjöti. Viðskipti eru heimiluð með greiðslumark og fyrir nokkrum árum var komið upp sérstökum kvótamarkaði. Eftirspurn hefur þó minnkað að undanförnu. Að undan- förnu hefur meira verið selt af mjólk á innlendum markaði en nemur greiðslu- marki. Sama verð hefur fengist fýrir um- frammjólk og mjólk sem framleidd var innan greiðslumarks. Almennt eru viðskipti með kvóta af þessu tagi heppileg til þess að auka hag- kvæmni (nema menn séu sérstaklega á móti bankabændum). Fylgifiskur þeirra er hins vegar sá að ávinningur við stuðnings- kerfið fer fyrst og fremst til fýrrverandi bænda vegna þess að verðið markast af reiknuðum framtíðarávinningi af bein- greiðslum. Þau Erna Bjarnadóttir og Daði Már Kristófersson mátu það svo í grein fyrir nokkrum árum að liðlega þriðjung- ur opinberra styrkja til landbúnaðar rynni til fýrrverandi bænda og fjármálastofnana. Gera má ráð fyrir að þetta hlutfall vaxi jafnt og þétt með tímanum. Ábati nýrra bænda af stuðningi úr ríkissjóði er því lít- ill þegar til langs tíma er litið. Milliliðirnir Stuðningskerfi af ýmsu tagi eru oft talin lenda hjá milliliðum. Bændaforystan hef- ur haldið því fram að smásalar taki of stór- an hluta af verðmætinu og ætli sér stærri hlut. Það sé því falsáróður þegar fulltrúar stórra verslunarkeðja segist bera hagsmuni neytenda fyrir brjósti. Aðrir horfa hins vegar á afurðastöðvar og dreifiaðila á inn- lendum markaði sem hluta vandans. Mjólkursamsalan og Kaupfélag Skag- firðinga hafa ráðandi stöðu í mjólkur- framh. á bls. 2 1 Styrkir til landbúnaðar Er hægt að búa til : ^ Peningar eru farnir að A David Bowie var einhver ^ eru umdeildir, en aðeins landbúnaðarkerfi sem er \ \ J streyma til landsins eins • mest listamaður heims í um fjórða hver styrkkróna hagstætt neytendum og j og fýrir hrun. Þá fór ekki : áratugi. endar hjá bændum. bændum? vel. VÍSBENDING • . T B L. 2 0 16 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.