Vísbending - 19.01.2016, Side 3
Verðfall og óljósar horfur
Mynd: Hlutabréfaverð á íslandi og
í Bandaríkjunum 2015-16.
.jy .jy .jy jy jy „o%
nv ^ ^ & cp fe'O' A\a & <p <p' ^
-fsiand
Bandaríki
Heimildir: Kauphöll íslands ogyahoo.com.
r
slendingar hegða sér stundum eins og
þeir séu lokaðir inni í glerkúlu óháð-
ir öllum þeim straumum sem leika
um önnur lönd í heiminum. Svo breyta
þeir um gír og hegða sér eins og þeir séu í
hringiðu atburðanna á taflborði umheims-
ins. Dag eftir dag hafa fréttir borist af
vandræðum á hlutabréfamörkuðum í Kína
þar sem bréf höfðu hækkað mikið í verði
en lækka svo aftur, þrátt fyrir meiri hátt-
ar markaðsmisnotkun af hálfu stjórnvalda
sem setja reglur sem draga úr skilvirkni
markaða.
Bandaríki í óvissu
I Bandaríkjunum töldu menn að hag-
kerflð hefði rétt svo vel úr kútnum að
óhætt væri að hækka vexti á ný eftir frost
frá hruni. Vaxtahækkunin var svo marg-
boðuð að gengi dollarsins fór að styrkjast
löngu áður en loks kom að henni. Fjár-
magn leitar þangað sem vexdr eru hæstir
eins og Islendingar komust að fyrir hrun
og lenda reyndar aftur í núna, án þess að
hafa undirbúið gagnaðgerðir sérstaklega
að því að séð verður. Auknu innflæði fjár-
magns fylgir svo sterkara gengi.
í kjölfarið verður staða útflutnings-
fyrirtækja lakari en áður, því að kostnaður
helst óbreyttur en verð lækkar. Hætta er á
að hagkerfið hægi á sér og lendi í kreppu ef
neytendur taka ekki við sér með auknum
útgjöldum. Þess vegna óttast fjárfestar að
rekstur fyrirtækja gangi verr og verð fellur
á mörkuðum.
í raun hafa engar slæmar fréttir borist
af hagkerfinu í Bandaríkjunum. Þvert á
móti hefur atvinnuleysi minnkað og er nú
um 5,5% sem er rétt rúmlega helmingur
þess sem mest var eftir hrun. Að þessu
leyti hafa aðgerðir stjórnvalda virkað vel og
sjálfstæði seðlabankans varðveitt.
Einbjörn í Tvíbjörn...
Á grafinu sést hvernig hlutabréfamark-
aðurinn þróaðist undanfarið ár, annars
vegar á ísland (OMXI8) og hins vegar í
Bandaríkjunum (S&P 500). Auðvitað er
ólíku saman að jafna þegar hérlendis eru
bara örfá hlutafélög á bakvið vísitöluna,
þannig að ekki er allt of mikið upp úr því
leggjandi að vísitölurnar hegði sér hvor
með sínum hætti. Samt er engin skýring
önnur á verðfallinu á íslenska hlutabréfa-
markaðinum en verðfall á mörkuðum í
Bandaríkjunum. Sumir kynnu að segja að
eina skýringin á verðfalli á bandarískum
mörkuðum sé kreppan í Kína. Óttinn er
sem sé sá að kreppan í einu landi breiðist
út til annars lands, sem er auðvitað ekki
órökrétt í heimi þar sem viðskipti eru mik-
il milli landa.
Til eru þeir sem óttast að yfirvofandi sé
ný kreppa af sömu stærðargráðu og sú sem
skall á heimsbyggðinni árin 2008-9. Dami-
an McBride var ráðgjafi Gordon Brown,
fjármálaráðherra og síðar forsætisráðherra
Breta á árunum 2003 til 2009. Hann hef-
ur skrifað greinar í Guardian um að búast
megi við því að hagkerfi heimsins hrynji
aftur vegna þess að menn hafi ekkert lært
af mistökunum. I nýlegri grein hans kem-
ur það honum mest á óvart að þrátt fyrir
að dómsdagur blasi við hafi vinstrimenn
ekki náð eyrum almennings. Á það ber
auðvitað að líta að bæði Jeremy Corbyn,
formaður Verkamannaflokksins breska og
Bernie Sanders, forsetaframbjóðandi í for-
vali demókrata, hafa náð stöðu sem enginn
hefði búist við fyrir ári, en báðir eru taldir
ólíklegir til þess að verða þjóðarleiðtogar.
Að undanförnu hefur gengi pundsins
lækkað nokkuð, meðal annars vegna ótta
um að Bretar gangi úr Evrópusambandinu,
en úrsögn þeirra myndi hafa mikil pólitísk
og efnahagsleg áhrif, bæði utan sambands-
ins og innan. Ekki er að efa að niðurstaða
úr viðræðum þeirra um sérskilmála og
þjóðaratkvæðagreiðslan í kjölfarið muni
setja svip sinn á umræðuna á Islandi.
Heimsendir, heimsendir
Auðvitað vilja margir vera í hlutverki þess
sem sá nýtt hrun fyrir. Greiningardeild
Royal Bank of Scotland ráðlagði fjárfest-
um fyrir skömmu að selja öll sín hlutabréf
því að svipuð teikn væru á lofti nú og árið
2008. Mbl.is ræddi við Ásgeir Jónsson hag-
fræðing sem taldi ólíklegt að íslenski mark-
aðurinn tæki kollsteypu: „[Árið 2008]
vorum við aðallega með fjármálafyrirtæki
skráð á markað og bæði félögin sjálf og
eigendur þeirra voru mjög skuldsett. f
dag eru þetta allt saman rekstrarfélög, sem
eru tiltölulega lítið skuldsett, flest eru að
greiða mikinn arð og með sterkt eigið fé.
Mörg þeirra eru einnig í frekar stöðugum
rekstri innanlands."
Verðfall á íslenskum mörkuðum hélt
þó áfram í nokkra daga og rauði liturinn
sem táknar lækkun var ráðandi á töflum
Kauphallarinnar. Á þriðjudagsmorgni
19.1. hækkuðu hlutabréf í verði um 2%
við opnun evrópskra markaða og íslensk
hlutabréf fylgdu í kjölfarið.
Spurningin er hvers vegna markaðir á
íslandi elta nú heimsmarkaðinn en gerðu
það alls ekki síðastliðið sumar? Eins og
Ásgeir Jónsson benti á í framangreindu
viðtali eru fyrirtækin á íslenska markaðin-
um tiltölulega vel sett, með hátt eiginfjár-
hlutfall og fremur lítið skuldsett. Fregnir af
rekstri þeirra hafa verið jákvæðar að mestu
framh. á bls. 4
VÍSBENDING -2. T B1 . 2016 3