Vísbending - 19.01.2016, Síða 4
Aðrir sálmar
lcyti og á þessari stundu ekki sérlega líklegt
að tilkynnt verði um áföll þegar ársreikn-
ingar þeirra verða birtir á næstu vikum.
A grafinu sést að bandaríski markaður-
inn féll í ágúst síðastliðnum álíka mikið og
nú án þess að það virðist hafa valdið nema
örlitlum hiksta á Islandi. Hvers vegna
bregðast menn svona skart við alþjóðleg-
um hreyfingum núna? Skýringin kann að
vera sú að fjárfestar hafi talið að hin mikla
hækkun í fyrra hafi verið leiðrétting eft-
ir svartsýni áranna eftir hrun og nú eigi
markaðurinn að fylgja alþjóðlegum hreyf-
ingum eftir að hann er orðinn „réttur“.
Miklar hækkanir á markaðinum í fyrra eru
augljóslega ekki mögulegar mörg ár í röð,
þó að hlegið hafi verið að þeim sem bentu
á slíkt fyrir hrun. Fáir eru jafngleymnir og
peningamenn og hjörðin hefur oft sérstak-
an áhuga á því að láta sem allt sé í himna-
lagi. Svo er líka hugsanlegt að fjárfestar á
íslandi hafi flestir verið í sumarfríi í ágúst
og ekki tekið eftir hreyfingum erlendis.
Útlitið
Á íslandi er aðalhættan fólgin í því að
samkeppnishæfni fyrirtækja minnki vegna
styrkingar krónunnar og mikilla launa-
hækkana. Enn sem komið er eru verð-
hækkanir tiltölulega litlar að meðaltali, en
þess ber að geta að innfluttar vörur hafa
lækkað um 3% á 12 mánuðum sem vegur
gegn innlendum verðhækkunum í verð-
bólgumælingum. Olíuverð heldur áfram
að lækka og Islendingar njóta þess eins
og flestar aðrar vestrænar þjóðir. Sú lækk-
un ætti að virka hvetjandi á atvinnulífið.
Satt að segja er vandséð að ytri aðstæður
ógni íslensku atvinnulífi. Eins og margoft
hefur verið bent á eru hættumerkin fyrst
og fremst heimatilbúin. Ríkið hefur verið
í fararbroddi í óraunsæjum launahækkun-
um. Vinnudeilan í Straumsvík er komin í
þann hnút að hugsanlegt er að verksmiðj-
unni verði lokað, að því er virðist vegna
þrjósku verkalýðsleiðtoga sem ekki vilja
missa spón úr aski sínum.
Ríkið mun væntanlega grynnka mikið
á skuldum sínum þegar gert verður upp
við slitabúin. Augljóst er þó að erfitt kann
að reynast að hefja söluferli bankanna
vegna mikillar tortryggni eftir einkavæð-
inguna fyrri. Enn hafa ekki verið settar
skorður við hve stóran eignarhlut hver og
einn má eiga í bönkum. Um aldamótin
sýndi Davíð Oddsson mikla framsýni
þegar hann vildi setja skorður við því hve
mikið einn aðili mætti eiga í banka, þó að
hann sneri seinna við blaðinu, því að ein
aðalástæða hrunsins var einmitt hve stóran
hlut svonefndir kjölfestufjárfestar fengu,
jafnframt því sem bankarnir urðu gerend-
ur í stað þess að vera þjónustustofnanir. Sú
hætta er fyrir hendi að bankarnir verði aft-
ur ríki í ríkinu.
Krónan er áfram óstöðug í eðli sínu.
Fróðlegt var að heyra forsætisráðherra fjalla
annars vegar um verðtryggðu krónuna sem
stöðugasta gjaldmiðil í heimi og skömmu
síðar leggja til að hún yrði afnumin í
þjóðaratkvæðagreiðslu. Engin stefnumót-
un um stöðugleika hefur komið frá for-
sætisráðuneytinu meðan fjármálaráðherra
hefur oft talað um nauðsyn þess að ísland
nái jafnvægi til frambúðar í hagstjórn. Q
Um heimskuna
r
Inýlegu riti Hins íslenska bókmennta-
félags, Fangelsisbréfin eftir Dietrich
Bonhoeffer, segir: „Heimskan er háska-
legri óvinur hins góða heldur en illskan.
Hinu illa má mótmæla, það verður auð-
veldlega afhjúpað, ef í hart fer er hægt að
stemma stigu við því með valdi, hið illa
felur alltaf í sér sjálfseyðileggingu með
því að það skilur ávallt eftir sig vanlíðun
meðal fólks. Gegn heimskunni erum
við varnarlaus. Gegn henni duga hvorki
mótmæli né vald; ástæður skipta engu
máli; staðreyndum, sem eru andstæðar
eigin fordómum, þarf einfaldlega ekki
að trúa — í slíkum tilvikum verður hinn
heimski meira að segja gagnrýninn - og
svo er hægt að víkja þeim til hliðar sem
þýðingarlitlum undantekningartilvikum
þegar þær eru óhjákvæmilegar. Þannig
er hinn heimski, andstætt hinum illa,
ávallt ánægður með sjálfan sig; já, hann
er meira að segja hættulegur vegna þess
að auðvelt er að vekja hann til árása. Þess
vegna er mikilvægt að hafa meiri gát á sér
í samskiptum við hinn heimska en hinn
illa. Aldrei framar munum við reyna að
sannfæra hinn heimska, það er tilgangs-
laust og hættulegt.
Til þess að vita hvernig við komumst
hjá heimskunni verðum við að reyna
að skilja eðli hennar. Svo mikið er víst
að hún er ekki brestur í gáfnafari held-
ur er hún mannlegur veikleikir. Það er
til fólk sem skortir ekki gáfur en það er
samt heimskt og svo er það sem skortir
gáfur en fjarri því að vera heimskt. Þessa
uppgötvun gerum við okkur til undrun-
ar við ákveðnar aðstæður. Þá fær maður
það síður á tilfinninguna að heimska sé
meðfæddur ágalli heldur en að ákveðnar
aðstæður geri fólk heimskt. ...
Hinn heimski er oft þrjóskur, en það
leynir samt ekki ósjálfstæði hans. Þvert
á móti finnur maður það í samtali við
hann að maður er ekki að tala við hann
sjálfan, við hann persónulega, heldur
við slagorð, yfirlýsingar o.s.frv. sem hafa
náð valdi yfir honum. Honum er ekki
sjálfrátt, hann er blindaður, í reynd hef-
ur hann verið misnotaður, honum hef-
ur verið misþyrmt. Þegar hinn heimski
hefur þannig verið gerður að viljalausu
verkfæri er hann einnig fær um að vinna
illvirki og jafnframt ófær um að skynja
hið illa.“ bj
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson
Crgehindi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík.
Sími: 512 7575.
Netfang: benedikt@heimur.is.
Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita
án leyfis útgefanda.
4 VÍSBENDING • 2 , T B L . 2016