Vísbending


Vísbending - 26.01.2016, Page 2

Vísbending - 26.01.2016, Page 2
VíSBENDING "V Kína og hlutabréfalækkunin Einhver kynni að telja frálein að spyrja hvort Kína, fjölmennasta ríki heims og næst stærsta hagkerfið, skipti máli. Nóbelsverðlaunahafinn Robert J. Shiller skrifaði í New York Times (22. jan. 2016) um það hvernig sögur hafa miklu meiri áhrif en raunveruleikinn. Sögur af mistökum Kín- verja á ýmsum sviðum, af hagkerfi sem reisir borgir sem enginn býr í og allir kaupa hluta- bréf, leiða til þess að viðbrögðin við minni vexti en búist var við í Kína verða offnetin. Bandríkin flytji aðeins 0,6% af útflutningi sínum til Kína og jafnvel þó að innflutningur sé fjórum sinnum meiri, sé hann samt að- eins lítið brot af innflutningi Bandaríkjanna. Shiller gefúr í skyn að ekki sé ástæða til þess að fara á taugum yfir Kína, en aðrar ástæð- ur kunni að skýra hvers vegna markaðsverð hlutabréfa eigi að lækka. Hlutabréf og áhætta Auðvitað er það einfóldun að segja að vand- raeðin í Kína skipti ekki máli. Samt þarf að gæta þess að horfá á hagkerfíð sjálft en ekki bara hlutabréfamarkaðinn. Hann hefur sveiflast miklu meira en flestir aðrir markað- ir með verðbréf undanfarin ár. Skýringarnar eru margar. Mikil markaðsmisnotkun er í gangi af hálfú hins opinbera og ekki kæmi á óvart að fleiri stunduðu þann leik. Alls eru yfir 200 milljón verðbréfareikningar til í Kína. Gamall brandari í New Yorker sýndi kínverskan diplómat að spjalli við banda- rískan starfsbróður sinn. Sá fýrrnefndi sc-gir: Tafla: Útflutningur Kína 2014 1 and Hlurfall Bandaríkin 17,0 Hong Kong 15,5 Japan 6,4 Suður-Kórea 4,3 Þýskaland 3,1 Holland 2,8 Víetnam 2,7 Bretland 2,4J Indland 2,3 Rússland 2,3 Alls 58,8 Heimild: CIA World Factbook 2015. „Satt að segja þekkjum við núna öll leyndarmál ykkar nema hvemig maður getur grætt milljón dollara án þess að hætta neinu til sjálfúr.“ Almenningur hefúr undanfarin ár streymt inn á markaðinn eins og keðjubréfagróði sé í vændum og það er einmitt það sem gerst hefúr. Þeir sem síðast komu inn sitja uppi með verðlida pappíra og miklar skuldir. Kín- verskur hagfiæðingur, Wu Jinglian, segir þó að ósanngjarnt sé að líkja kínverska hluta- bréfamarkaðinum við spilavíti. I spilavíd gildi að minnsta kosti ákveðnar reglur. Hverjir kaupa frá Kína? Þó að Shiller geri lítíð úr beinum áhrif- um Kína á Bandaríkin nam útflutningur þeirra um 300 þúsund milljörðum króna (300 billjónir) árið 2014, sem jafngildir 150 landsframleiðslum Islands eða rúmlega 80% af landsframleiðslu Þýskalands. Þetta var talið vera um 13% af milliríkjaviðskipt- um heims þetta ár. Þau tíu lönd sem mest fluttu inn ffá Kína árið 2014 sjást í meðfýlgj- andi töflu. Um helmingur útflutnings er tíl Asíulanda, um 20% dl Norður-Ameríku og 19% til Evrópu. Athygli vekur hve mikið er flutt tíl Hollands, en bæði Holland og Hong Kong em áfangastaðir og selja vörur áfram annað. Hvað er Shiller að hugsa? Nú er Shiller fjarri því að vera einhver kjáni. Þó að dálkar Krugmans í New York Times sýni að það fer alls ekki endilega saman að vera góður hagfræðingur og að hafa rétt fýr- ir sér sem bloggari, þá er líklegt að Shiller sé fýrst og fremst að leiða athygli að V/H-hlut- falli sfnu, en hann hefúr um árabil reiknað hlutfall hagnaðar af verðmæti hlutabréfa í Bandaríkjunum. Það hlutfall er núna 24,1 eða langt yfir langtímameðaltali sem er 16,7. Skýringin á svo háu hlutfalli er aflaust lágt vaxtastig, en þegar skuldabréf gefa lítið af sér sætta menn sig við minni ávöxtun á hlutabréfúm en ella. Nú eru vextir farnir að hækka og þá er rökrétt að hlutabréfaverð lækki. Ö framh. afbls. 1 Ákvörðun um Landsdóm yfir Geir Haarde (og atkvæðagreiðsla um þrjá aðra ráðherra) var enn eitt dæmið um mis- notkun á pólitísku valdi þar sem laga- grein sem snýst um landráð var beitt í allt öðrum aðstæðum. Dómurinn yfir honum fýrir að halda ekki fúnd var svo aftur dæmi um að dómskerfið beitti „málamiðlun“ í stað þess að ná rökréttri lagalegri niðurstöðu. Ihlutun fýrrverandi dómsmála- ráðherra í rannsókn á undirmanni sínum er óvenjulegt dæmi frá síðari árum þar sem stjórnmálamaður sá ekki hvar vald- svið hans átti að enda. Fleiri dæmi má nefna, en þetta nægir til þess að sýna að pólitísk misbeiting valds var komin til áður en Island fékk síðustu einkunn fýrir spillingu. Hættan Meðan ríkið á einn, svo ekki sé talað um tvo, banka, er hætt við að gagnrýni á ákvarðanir verði mikil, ef ekki er kapp- kostað að nota jafnan opin feril og gagnsæ vinnubrögð. En þetta á ekki bara við um ríkisbanka. Allir þeir sem fara með al- mannafé, hvort sem það eru ríkisbankar eða aðrar fjármálastofnanir, verða að gæta sín á því að gefa ekki það sem þeir ekki eiga. Nú er talað um rannsókn á sölu á Borgun. Henni ber að fagna. En nær væri að vinna að rannsókn á vinnulagi bankanna almennt eftir hrun. Buðu þeir almennt upp á opið söluferli? Vel má rök- styðja að það eigi ef til vill ekki alltaf við, en er ekki rétt að sá rökstuðningur komi fram? Rökleysur eru fremur regla en undan- tekning í stjórnmálum. Sumir sjá ekken að því að krefjast þess einn daginn að fjár- málaráðherra skipti sér ekkert af rekstri ríkisbanka, en þann næsta á hann að ám- inna bankamennina, sem ekki heyra beint undir hann, fýrir ákveðinn gjörning. Sam- félagsbanki er orðaleppur sem kominn er upp til þess að fela áform stjórnmála- manna um að viðhalda pólitískum áhrif- um á bankakerfið til frambúðar. Þeir sem hæst tala um að fjármálaráðherrann eigi alls ekki að skipta sér af bankarekstri, telja að hann eigi að skipa samfélagsbankanum að lækka vexti. Allt er þetta tilkomið vegna þess að menn horfa á einkenni sjúkdómsins en ekki orsök hans. Spilling er misnotkun á aðstöðu og besta leiðin til þess að koma í veg fýrir að stjórnmálamenn séu spilltir er að þeir hafi ekki aðstöðu tii þess. f stjórn- kerfinu öllu þarf gegnsæi, skýrar reglur og eftirlit, áður er mistökin eru gerð. Ö 2 VÍSBENDING • 3.TBI. 2016

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.