Vísbending


Vísbending - 13.06.2016, Side 1

Vísbending - 13.06.2016, Side 1
ÍSBENDING Vikurit um viðskipti og efnahagsmál 13 . júní 2016 21 . tölublað 34. árgangur ISSN 1021-8483 Og tíminn stendur í stað Búvörusamningur milli ríkisins og bænda hefur valdið miklum deilum í sam- félaginu. I könnun sem gerð var skömmu eftir að samningarnir voru kynntir kom í ljós að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem afstöðu tók til samninganna var andsnúinn þeim. Nú hafa ýmsir aðilar tjáð sig um efni þeirra við atvinnuveganefnd Alþingis. Fróðlegt er að sjá viðbrögð þeirra sem rýna í einstök atriði og jafnframt hvernig stjórn- málamenn bregðast við þeim ábendingum sem komið hafa fram. Stjórnmálamenn tala Samningurinn sjálfur er gerður af forystu- mönnum stjórnarflokkanna í ríkisstjórn- inni, fjármálaráðherra og núverandi for- sætísráðherra. Því verður að gera ráð fyrir því að flokkarnir standi með samningun- um, þó að einstakir þingmenn þeirra hafi lýst andstöðu við þá. I nýlegu blaðaviðtali segist Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður nefndarinnar, reikna með að nefndin afgreiði málið frá sér á næstu dög- um. Hann telur mikilvægt að um þau skref sem tekin verði næstu ár ríki víðtækari sátt en hann hefur orðið var við. Formaðurinn segir að sú gagnrýni sem kom fram á samningana hafi verið óskil- greind og áttar sig ekki á hvað það var sem að verið var að gagnrýna. Hann tekur fram að samstaða sé í nefndinni um meginmark- mið búvörusamningsins. Landbúnaðarráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, tekur í sama streng: „Eg hef ekki trú á því að þeir sem gerðu þessa samn- inga á sínum tíma hafi verið að semja um eitthvað sem ekki gagnast neytendum og bændum.“ Ekki komi til greina að draga samningana til baka og semja upp á nýtt við Bændasamtökin. Hagsmunir gagn- rýnenda liggi ekkert endilega með hags- munum neytenda eða bænda. Markmiðin Efst á lista við gerð samninganna var eftir- farandi markmið: „Gerður verði langtíma- sóknarsamningur til að minnsta kosti tíu ára um starfsskilyrði bænda sem byggist á fjárstuðningi og tollvernd og ætlað er að efla samkeppnishæfni, auka fjölbreytni, stuðla að nýliðun og vera í sátt við um- hverfið." Það vekur furðu Viðskiptaráðs að mark- mið ráðherra, sem fulltrúa ríkisins í við- ræðum við bændur, hafi kveðið á um: • Að samningana skuli gera til langs tíma, sem bindur hendur skattgreiðenda, • Að byggja samninginn á fjárstuðningi, sem veldur skattgreiðendum kostnaði, • Tollvernd, sem skerðir lífskjör almennings. Viðskiptaráð hefði sýnt því skilning ef þetta hefðu verið samningsmarkmið bænda en telur óskiljanlegt að þetta hafi verið markmið ríkisvaldsins. Stefna af þessu tagi eru einmitt reglan hjá landbúnaðarráðherrum undanfarna áratugi, því að þeir hafa alltaf talið sig fyrst og fremst fulltrúa greinarinnar fremur en neytenda eða skattgreiðenda. Þær breytingar sem þó hafa verið gerðar á reglum um innflutning eru flestar vegna alþjóðlegra samninga sem Island er aðili að. Sjónarmiö neytenda Þrátt fýrir að ráðherrar telji að samningur- inn komi neytendum til góða hafa Neyt- endasamtökin lagst gegn þeim. Þau segja í umsögn um samninginn: „Hugmyndir sem liggja að baki nýjum búvörusamningi ganga gegn hagsmunum neytenda, samn- ingurinn þjónar ekki langtímahagsmunum búvöruframleiðslu, hann styrkir ekki stöðu bænda og engar tryggingar eru fyrir því að hann styrki uppbyggilega byggðaþróun í landinu. Þá vinnur samningurinn gegn ný- sköpun og þar með framtíðarhagsmunum bænda og neytenda. Samningurinn festir búvöruframleiðslu í íhaldssömum farvegi óbreyttrar landbúnaðarstefnu sem löngu er úr sér gengin.“ Svo lýsa samtökin í einstökum atrið- um andstöðu sinni, en ekki síst löngum samningstíma með lítið breyttu kerfi. Samkeppni verði ekki aukin, sérstaklega ekki innan mjólkurframleiðslu. I þessu samhengi er fróðlegt að vitna til umsagnar Kaupfélags Skagfirðinga sem segir: „Kaup- félag Skagfirðinga hefur því með þátttöku í samstarfsverkefni mjólkuriðnaðarins, sem byggt hefur verið á samstarfssamningum um verkskiptingu, fórnað fjölbreytileika í starfseminni og markaðsþátttöku.“ Með öðrum orðum hefur samráð verið stefn- an í landbúnaðarmálum og miðstýring er mikil. Neytendasamtökin enda sína umsögn á orðunum „Það er mat Neytendasam- takanna að nýr búvörusamningur feli í sér óbreytt ástand í landbúnaðarmálum, við- haldi kvótakerfi í landbúnaði, tryggi að fu.ll samkeppni ríki ekki um landbúnaðarvörur, sé fjárhagslega mjög dýr, sé til of langs tíma og gangi þvert gegn hagsmunum neyt- enda.“ Samkeppniseftirlitið Nú er ekki undarlegt þó að bændur séu ekki sammála neytendum. Þeir reyna að sjálfsögðu að hámarka sinn afrakstur, eða það skyldi maður ætla. Fulltrúar þeirra í ráðuneytinu hafa hins vegar lagt mikla áherslu á að sem minnstar breytingar verði á kerfinu. Samkeppniseftirlitinu var kom- ið á fót til þess að tryggja að samkeppni yrði sem allra mest, því að almennt er það talin besta trygging fýrir því að neytendur fá bestar vörur á lægsta verði, en samráð er talið hamla gegn þessum markmiðum. Að vísu benda margar rannsóknir til þess að hagnaður fýrirtækja af samráði sé minni en ætla mætti. Þau verði yrst og fremst löt og nái ekki þeirri hagræðingu í rekstri sem heilbrigð samkeppni kallar á. Til þess að tryggja að almenningur njótí þess ábata sem leiðir af virkri samkeppni byggja íslensk og önnur evrópsk samkeppnislög á þremur meginstoðum: • Reglur sem banna samkeppnishamlandi samráð milli fýrirtækja. • Reglur sem veita heimild til þess að vinna gegn samrunum sem raska samkeppni. • Reglur sem banna alla misnotkun á markaðsráðandi stöðu. framh. d bls. 4 1 Búvörusamningarnir Fyrrverandi seðlabanka- j i ^ Hann greinir vandann ■ A Leiðtogar skipta ekki um i sem nú koma til kasta f \ stjóri Breta hefur skrifað : • J með glöggu auga, en vefst •’ ^ skoðun eins og sokka. Það Alþingis eru ekki bók þar sem hann reynir : tunga um tönn þegar j em framagosarnir sem það framfaraskref. að skýra rætur hrunsins. ■ kemur að lausn. gera. VÍSBENDING • 21.TBL 2016 1

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.