Vísbending - 13.06.2016, Page 3
2. Mikil óvissa lýsir því ástandi þegar ekki
er hægt að lýsa mögulegri útkomu með
þekktum niðurstöðum. I hagfræðinni
er gert ráð íýrir því að skynsamt fólk
geti vegið og metið kostina, en það sé
ómögulegt. Flest af því sem við teljum
nú sjálfsagt var óhugsandi fyrir eitt
eða tvöhundruð árum, jafnvel miklu
skemmri tíma. Tölvur, margs konar lyf
og flugvélar eru dæmi um þetta. Fáum
hefði dottið í hug að tölvur sem hefði
meiri reiknigetu en stærstu skýrsluvélar
heims árið 1970 kæmust fyrir og væri í
jakkavösum flestra Islendinga árið 2016.
3. Þversögn fangans felur í sér þann vanda
að það sem er best fyrir heildina er ekki
endilega fyrsta val allra. Hugsunin er
sú að tveir fangar f einangrun fái hvor
um sig tilboð saksóknara um sýknu,
ef þeir gefa upplýsingar sem nægja til
þess að sakfella hinn. En verði hinn á
undan að koma með upplýsingar, fái
sá sem þagði þungan dóm. Ef báðir
þegja verður hvorugur sakfelldur. Þess
vegna er best að þegja, en spurningin er
hvort menn treysta hinum. Samsvörun
í hagfræðinni er til dæmis verndartollar
sem lönd setja á til þess að verja sína
framleiðslu. Ef allir gera það dregur það
úr velsæld í heiminum og sérhvert land
er verr sett en áður.
4. Traust er grundvallaratriði í nútíma
hagkerfi. A hverjum degi treystum við
ókunnugum í umferðinni, borðum mat
sem einhver ókunnugur hefur búið til
og tökum við peningum, sem eru ekki
einu sinni á pappír lengur. Peningar
eru einskis virði án trausts. Það sama
gildir um samfélagið allt. Ef traustið á
stofnunum ríkisins hverfur þá er ríkið
sjálft orðið valt.
Grunnurinn að farsælu hagkerfi er að
nútíminn og framtíðin tengist með eðli-
legum hætti. Við spörum (og tökum síður
lán) ef vextir eru háir. Öfugt ætti að gilda ef
vextir eru lægri. Þá teljum við að framtíðar-
ávinningur af því að taka lán sé meiri en
að geyma peningana. Með öðrum orðum
reiknum við með því að arðurinn af íjár-
festingunni verði meiri en vextirnir. Hag-
vöxtur er grundvallaratriði í nútímahag-
kerfi. Til þess að einhver vilji eyða þarf
annar að vilja spara, en þó að útlánsvextir
séu lágir eru fjárfestingar víða í lágmarki
(nema á fslandi þar sem vextir eru tiltölu-
lega háir í alþjóðlegum samanburði). Fólk
hegðar sér ekki í samræmi við hagfræðilög-
málin og því er von að spurt sé hvort þörf er
á nýjum lögmálum.
Skýringin kann að vera sú að brennt
barn forðast eldinn. Fyrirtæki og fólk vilja
ekki steypa sér í skuldir eftir vandann sem
þau lentu í vegna hrunsins þcgar allt of
margir voru skuldsettir upp fýrir rjáfur.
Óvissan er of mikil og traustið vantar.
Guðir á stalli
Seðlabankastjórinn víkur að deilunum milli
áhangenda Keynes sem vildi að ríkið gripi
inn í þegar hagkerfið hefði hægt á sér og
austurríska skólans sem taldi að peninga-
stefnan væri lykilatriði. Hagfræðingar hafi
verið svo uppteknir af því að halda með
„sínu liði“ að þeir hafi ekki áttað sig á því að
báðir gætu haft rangt fýrir sér. Flottar stærð-
fræðiformúlur, risastór gagnasöfn og snjöll-
ustu sérfræðingar gátu ekki komið í veg
fýrir að Vesturlönd — og reyndar heimurinn
allur - lentu í dýpstu kreppu í nærri heila
öld. Þess vegna eigi menn að hugsa dæmið
upp á nýtt en ekki leita skýringa í biblíum
gamalla spámanna.
Of stórir bankar
í upphafi voru bankarnir fýrst og fremst
þjónustustofnanir, en smám saman hættu
þeir að þjóna og vildu gera. Líklega er það
álíka hættulegt að bankamenn verði virkir
í rekstri og stjórnmálamenn. Þeir hætta að
vera ábyrgir og áhættufælnir og velja þess í
stað ágirndarinnar og óvissuna. Bankakerfi
höfðu vaxið hagkerfunum langt yfir höfuð.
King nefnir Island sem dæmi um þjóðfélag
með allt of stóra banka, en eignir banka-
kerfisins voru taldar meira en tíu landsfram-
leiðslur fslands skömmu fýrir hrun. Enginn
vafi var á því að kerfið var óstöðugt og hlaut
að hrynja fýrr eða seinna. Þegar það gerð-
ist var það vegna þess að traustið vantaði.
Bankar lána til langs tíma en fjármagna sig
með innlánum og öðrum skammtímalán-
um. Hagvöxtur var drifinn áfram af lántöku
sem gat ekki haldið áfram endalaust. Lán
Kínverja til Bandaríkjanna eru dæmi um
slík lán sern sífellt byggjast upp og halda
uppi gengi dollarans, en einhvern tíma
kemur að skuldadögum.
Smám saman fóru bankarnir að falla
árið 2007 og þeir sem höfðu vit til að lesa
úr skriftinni á veggnum sluppu. Hinir sem
héldu áfram sukku dýpra í kviksyndið. Það
var ekki bara á ísland þar sem eftirlitsaðilar
töldu að allt væri lagi. Þeir litu á efnahags-
reikninginn og sáu að eiginfjárhlutfallið
virtist vera í góðu lagi. Vandinn fólst hins
vegar í lélegri lausafjárstöðu. Hún er yfir-
leitt lagfærð á millibankamarkaði en þegar
Lehman Brothers bankinn féll kipptu allir
að sér hendinni. Allir voru sannfærðir um
að „hinir“ væru að fara á hausinn og seðla-
bankarnir urðu lánveitendur til þrautavara.
ÍSBENDING
I 'ksC
MERVYN
KING
THEENDOF
Allt of fáir veitt því athygli að Seðlabanki Is-
lands fór í broddi fýlkingar og byrjaði strax
haustið 2005 að veita bönkunum skamm-
tímalán til langs tíma. Stór hluti þeirra lána
tapaðist í hruninu.
Bankastjórinn telur að bankarnir sem
njón í raun óbeinnar ríkisábyrgðar borgi
alls ekki það sem þeir ættu að gera tíl rík-
isins. Þess í stað hafi peningum verðið veitt
í himinháa bónusa til starfsmanna. Pening-
um sem í fýrsta lagi hafi ekki verið raun-
verulegur hagnaður nema að hluta og í öðru
lagi hafl skapast af óbeinni ríkisábyrgð.
Niðurstaða
Bókin er prýðilega skrifuð og King á auð-
velt með að greina vandann. Þegar kemur
að því að finna lausn vandast málið aftur
á móti. Hann talar á víxl um að yfirþjóð-
legar stofnanir geti ekki leyst vandann og að
þjóðir leysi hann ekki einar. Gengi eigi ekki
að festa og evruna eigi að leysa upp. Grikk-
ir þurfi skuldauppgjöf. Reyndar virðast
margir hagfræðingar ekki átta sig á því að
hinir lágu vextir sem eru á skuldum Grikkja
jafngilda skuldaniðurfellingu. Rétt eins og
margir hagfræðingar átta sig ekki á því að
þegar bankarnir íslensku fóru á hausinn og
hættu að greiða skuldir sínar gufuðu lán
til íslenskra einstaklinga og fýrirtækja ekki
upp heldur jukust þvert á móti. Gengis- og
verðtryggð lán lúta öðrum lögmálum en
þeir eiga að venjast.
Satt að segja virðist lokakaflinn vera sá eini
þar sem King er litaður af eigin reynslu sem
oft hefur verið bitur. Þar er meira um hjal og
minna um lausnir en bókin gaf væntingar
um. Hann er svartsýnn. Hann segir að
einstaklingar, stofnanir og fræðin hafi öll
brugðist. Hann klykkir út með að nú verði
næsta kynslóð að leysa vandann, því það
verði hún sem situr í súpunni ella. Þetta er
auðvitað rétt, en gaman hefði verið að sjá
glitta í lausn hjá þessum reynslubolta. Q
VÍSBENDING 21. TBt. 2016 3