Vísbending


Vísbending - 13.06.2016, Page 4

Vísbending - 13.06.2016, Page 4
VíSBENDING framh. afbls. 1 Allar þessar reglur eru hunsaðar í um- hverfi landbúnaðarins og samkvæmt um- sögn Samkeppniseftirlitsins virðast undan- þágur frá samkeppnislögum festar í sessi með nýju búvörusamningunum. I umsögn Samkeppniseftirlitsins eru fjölmargar aðfinnslur við lagafrumvarpið. Það er „eindregið mat Samkeppniseftirlits- ins að frumvarpið muni að óbreyttu skaða bæði hagsmuni neytenda og bænda. Hvet- ur Samkeppniseftirlitið til þess að frum- varpið verði endurskoðað." I framhaldinu segir: „Raunar virðist ljóst að frumvarpið, verði það óbreytt að lögum, kemur í veg fyrir eða takmarkar beitingu banns á misnotkun á markaðs- ráðandi stöðu gagnvart afurðastöðvum í mjólkuriðnaði. Verður þá stigið enn stærra skref í að undanþiggja mjólkuriðnaðinn samkeppnislögum.“ Síðar segir: „Til þess að minni keppi- nautar MS nái að eflast er þeim nauðug- ur kostur að hefja eigin mjólkursöfnun en eiga augljóslega erfitt um vik þar sem Auð- humla, móðurfélag MS, hafi gert samninga við bændur, aðra en þá sem leggja inn hjá KS, um að selja fyrirtækinu alla framleiðslu sína. Kvörtun vegna þessa er til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu. I frumvarpinu er ekki að finna neina greiningu eða rök til stuðnings því að regluverk sem gildir um náttúrulega ein- okun sé með þessum hætti tekið upp á mjólkurmarkaði. ... Samkeppniseftirlitið þekkir engin fordæmi fyrir þessari tillögu frumvarpsins enda er meginreglan sú í ná- grannalöndum að almennar samkeppnis- reglur taka til markaðsráðandi afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Kaupfélag Skagfirðinga gerir aftur á móti „kröfu um það að það liggi ljóst fyr- ir með staðfestum hætti hver réttarstaða er varðandi starfsgrundvöll mjólkursamlags félagsins að teknu tilliti til fyrirhugaðra breytinga með lagafrumvarpi. Jafnframt að það sé ekki ásættanlegt að það sé túlkunar- atriði stjórnsýslu eða framkvæmdavalds eft- ir á hver réttarstaðan er.“ Kaupfélagið vill vera öruggt um að ekki verði hróflað við núverandi ástandi. Ekki allt neikvætt Samtök atvinnulífsins (SA) segja bæði kost og löst á samningunum. SA telja „ekki óeðlilegt að íslenskur landbúnaður njóti opinbers stuðnings“. I framhaldinu segja samtökin brýnt er að stuðningurinn hvetji til hagræðingar og aukinnar samkeppni innan greinarinnar. Þau fagna því að í nýundirrituðum búvörusamningum „er að finna ákvæði um aukinna fjölbreytni í stuðningi við bændur. Losað verður um styrkjafyrirkomulagið og greiðslur til bænda verða ekki bundnar við framleiðslu á mjólk eða kjöti eins og verið hefur. Stefnt er að því að leggja af framleiðslutengda styrki, svo kallað kvótakerfi, bæði í mjólk- urframleiðslu og í sauðf)árrækt.“ Skrefin í þessa átt séu aftur á móti „bæði óljós og engan veginn nægjanleg í ljósi þess að samningarnir gilda til næstu 10 ára. Sauðfjársamningnum er ætlað að hvetja til aukinnar framleiðslu samanbor- ið við núverandi samning. Þar má nefna breytt styrkjafyrirkomulag á seinni hluta tímabilsins og þá nýbreytni að ekki verða beingreiðslur greiddar til þeirra sem halda undir 100 vetrarfóðruðum ám.“ Viðskiptaumhverfi í mjólkuriðnaði verður að mestu óbreytt á samningstím- anum og Mjólkursamsalan undanþegin samkeppnislögum. SA mótmæla því að færa eigi magn- tolla á mjólkur- og undanrennudufti og ostum aftur til sama raunverðs og gilti í júní 1995, þegar GATT-samningurinn tók gildi hér á landi, en um er að ræða um 150% hækkun á magntollum. Innlendir súkkulaðiframleiðendur þurfa að greiða allt að 170% hærra verð fyrir mjólkurduft heldur en samkeppnisaðilar innan ESB og Kjörís hf. notar einnig mjólkurduft í sína framleiðslu. Fyrirtækin verða að bregðast við með aukinni hagræðingu og fram- leiðni. Innflutningur aukinn Bændasamtökin fengu því framgengt að ekki hefúr verið staðfestur samning milli Islands og ESB um ívilnanir í viðskiptum með landbúnaðarvörur sem áritaður var 17. september 2015. Samkvæmt þeim samningi mun tollfrjáls innflutningur á ostum frá ESB-löndum aukast úr 100 tonnum á ári í 610 tonn á 4 árum. Innflutningur á landbúnaðarvörum hefur verið háður kvótum sem seldir hafa verið á uppboði á háu verði sem hefur tryggt að samkeppni frá erlendri vöru er lítil. SA telja að samhliða auknum beinum styrkjum til landbúnaðar verði stjórnvöld að marka skýra stefnu um hvernig draga megi úr tollvernd. Bændaforustan segir brýnt að sam- þykkja samningana óbreytta. Formaður þeirra sagði í blaðaviðtali: „Samningarnir eiga að taka gildi um næstu áramót. Það að þetta skuli ekki þegar vera frágengið veldur mikilli óvissu fyrir bændur því menn þurfa í löngum framleiðsluferlum að fara að taka ákvarðanir fyrir næsta ár.“ Ekki er að efa að margar atvinnugreinar myndu gjarnan vilja eyða óvissu um reksturinn næstu tíu árin. U Aörir sálmar Leiditamir leiðtogar agt er að breski stjórnmálamaðurinn Disraeli hafi sagt: „Eg verð að elta þjóðina. Er ég ekki leiðtogi hennar?“ Þetta viðhorf er algengt hjá stjórnmálamönnum nú til dags og kannski alltaf. Fjölmargir pólitíkusar segja eitt í dag og annað á morgun, allt eftir því hvernig vindarnir blása. Islendingar geta séð dæmi um þetta hjá nánast öllum sínum stjórnmálamönn- um. Auðvitað er ekkert að því að menn skipti um skoðun ef þeir fá nýjar upplýs- ingar. Það er hygginna manna háttur. En það er lítið varið í pólitísku kamelljónin sem velja sér skoðun eftir sínum nætur- stað. Einn þeirra sem nýlega hefur skipt um skoðun með eftirminnilegum hætti er Boris Johnson. Johnson var fyrir skömmu eindreginn stuðningsmaður Evrópusam- bandsaðildar. Vikuna áður en hann ákvað hvaða afstöðu hann ætti að taka til þess hvort Bretar gengju úr sambandinu hafði hann skrifað tvær greinar sem hann hafði tilbúnar: Aðra með áframhaldandi aðild, hina með úrsögn. Árið 2012 sagði hann í viðtali við BBC að hann sæi ekki þörfina á þjóðaratkvæða- greiðslu um málið, því úrsögn Breta væri ekki heillandi. „Hvað myndi gerast ef við gengjum úr Evrópusambandinu? Við þyrftum samt að hafa hóp sem fylgdist með því sem gerðist í sambandinu, við værum bara ekki í stjórn þess, hefðum ekki atkvæðisrétt. Það finnst mér ekki lík- legt að sé heillandi staða.“ I febrúar 2016, tveimur vikum áður en hann ákvað að berjast gegn aðild skrif- aði Johnson: „Sameiginlegur markaður er mjög mikilvægur fyrir mörg bresk fyrir- tæki og neytendur og úrsögn mynd valda a.m.k. sumum fyrirtækjum óvissu og festa ríkisstjórnina í nokkur ár í samning- um um nýja stöðu Breta og taka þannig athyglina frá raunverulegum vandamálum þjóðarinnar.“ Vinur Johnsons, Somes lávarður, sagði strax og Johnson lýst andstöðu við veru Bretlands í Evrópusambandinu að það væri sama hvað menn segðu. Boris væri ekki á móti veru Bretlands í Evrópusam- bandinu. Afi lávarðarins, Winston Churchill sagði einmitt einu sinni: „Þjóðin mun eiga mjög erfitt með að líta upp til leiðtoga sem sífellt leggur eyrað að jörðinni.“ bj Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgcíandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Netfang: benedikt@heimur.is. Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök. Öil réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4 VÍSBENDING • 21.TB1. 2016

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.