Vísbending


Vísbending - 24.06.2016, Side 1

Vísbending - 24.06.2016, Side 1
ÍSBENDING Vikurit um viðskipti og efnahagsmál 24 . júní 2016 22 . tölublað 34. árgangur ISSN 1021-8483 Sjálfsprottnar reglur Eitt af því sem margir minnast frá því fyrir hrun er hve mikil áhrif Viðskiptaráð hafi haft á stefnu stjórnvalda. Árið 2006 gaf ráðið út að Alþingi hafi farið að tillögum þess í 90% tilvika. Ráðið telur umsagnir um lagafrumvörp og þingsályktunartillögur eitt af sínum mikilvægusm hlutverkum. Tillögur ráðsins á Viðskiptaþingi vorið 2007 voru settar fram undir yfirskriftinni: Hvernig verður Island best í heimi? Ein af hugmyndunum sem þar komu fram var um svonefndar sjálfsprottnar reglur. Hugmyndin var skýrð svona: „Höftum og íþyngjandi reglum verði aflétt af öllum atvinnuvegum og viðskiptalífinu verði í auknum mæli gefinn kostur á að setja sér sjálft reglur.“ Eftir hrun hafa efasemdir um eigið eftirlit fyrirtækja verið miklar og hugmyndir af þessu tagi verið nefndar sem dæmi um á hve miklum villigötum atvinnulífið hafi verið. Eftirlit hefiir stóraukist á ýmsum sviðum og reglur hertar af löggjafanum. Þetta gerist ekki bara á íslandi heldur víða um heim. Ráða menn við sjálfa sig? I stjóm FL Group kom upp sérstæð staða fyrir hrun. Þegar Inga Jóna Þórðardóttir sagði sig úr stjórn fyrirtækisins í júlí 2005 tiltók hún að í ársskýrslu félagsins kæmi fram að stjórnin legði sérstaka áherslu á að viðhalda góðum stjórnunarháttum, og þar væru leiðbeiningar Kauphallarinnar, SA og VI um stjórnunarhætti tilgreindar sérstak- lega. Hún sagði í ræðu á hluthafafundi: „í veigamiklum atriðum er misbrestur á að farið sé eftir þeim reglum, sem í gildi eru.“ Enginn fjölmiðill sýndi þessu máli sérstakan, a.m.k. ekki nægan að minnsta kosti til þess að fylgja því eftir. Löngu síðar var Hannes Smárason ákærður fyrir að hafa fært fé ftá félaginu, en hann hafði þá gleymt málinu og var á endanum sýknaður. Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnar- formaður FL Group, staðfesti í janúar 2006 að samið hefði verið um laun við forstjóra fé- lagsins án atbeina starfskjaranefndar á vegum stjórnar. I leiðbeiningum Kauphallar Islands, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um stjórnarhætti fyrirtækja var kveðið á um að stjórn skipi starfskjaranefnd, þar sem meiri- hluti nefndarmanna sé óháður félaginu, til að semja um laun við framkvæmdastjórann og aðra stjórnendur. Skarphéðinn Berg sagði að samningurinn við forstjórann - sem kvað á um 48 milljóna árslaun, sem geta hækkað í 192 milljónir - væri í samræmi við lög. LeiS- beinandi tilmœli varu einmitt leiðbeinandi! Rök gegn opinberu valdi Viðskiptaráð setti sumarið 2006 fram skoðun um sjálfsprottnar reglur þannig að þingið vorið 2007 var ekki í fyrsta sinn þar sem þessi hugmynd kom fram. I skoðun ráðsins sagði: „Röksemdir gegn opinberri reglusetningu og eftirliti á fjármagnsmarkaði eru meira sannfærandi en röksemdir með slíkum opin- berum afskiptum. Miklu skynsamlegra væri að láta markaðsaðilum það eftir að setja sér eigin reglur og framfylgja þeim. Besta leiðin til að meta hvort rétt sé að gefa fjármagns- markaðnum aukið frelsi til að setja sér reglur er að kanna hvernig reynsla hefur verið af slíku frelsi hingað til, hérlendis og erlendis. ... Þar sem reynsla þessi er góð eru vandséð að nokkuð sé að vanbúnaði að halda áfram á þeirri braut.“ Þessi tilvitnun virkar eins og öfugmæli eftir að í ljós kom að fjármálakerfið fór á bakvið opinber lög og reglur með ýmsum hætti fyrir hrun eins og margir dómar vima um. Alþekkt er að þær tilraunir sem gerðar vom til þess að hafa eftirlit mættu mikilli mótspyrnu og bankarnir hegðuðu sér eins og ríki í ríkinu. Ekki virðast sérstakar líkur á því að virðingin hefði orðið meiri þó að reglurnar hefðu verið sjálfsprottnar. „ÞRÓUNIN EKKINÓGU GÓГ Viðskiptaráðið hélt áfram með ofangreindri fyrirsögn: ,A síðustu áratugum hefúr höft- um og bönnum verið aflétt af viðskiptalífi, og fjármagnsmarkaði vestrænna ríkja, sem hefúr skapað því víðara svigrúm til athafna en áður hefúr þekkst. Þetta svigrúm hefúr viðskiptalífið notað til að vaxa og þróast þrátt fyrir að ríkisvaldið hafi enn töluverða stjórn á viðskiptum með margvíslegri íhlutun og íþyngjandi reglusemingu. I raun hefúr regluverk viðskiptalífs og fjármagnsmarkaðar aldrei verið flóknara og viðameira. Aukin tækni og framþróun virðist hafa einfaldað allt líf manna nema reglurnar sem þeir búa við. Fyrirfram hefði mátt búast við því að aukin framþróun sem einfaldar líf og viðskipti myndi einnig einfalda lög og reglur. Reynslan hefúr verið þveröfúg.“ Skoðun Viðskiptaráðs er mjög svipuð og mótbárur andstæðinga Evrópusambands- aðildar Breta. Auðvitað eru ónauðsynlegar reglur afleitar, en ekki er betra að afnumdar séu reglur sem eru til góðs, til dæmis til þess að skapa staðla eða tryggja öryggi neytenda. Viðskiptaráðið heldur áfram: „Sjálfiprottnar reglur em rcglur sem em ekki sett af ríkisvaldi heldur þeim sem ædað er að fára efúr þeim. Þannig teljast sjálfsprottnar teglur á verðbréfamarkaði, reglur sem verðbiéfamarkað- ur, markaðsaðilar eða fúlltrúar þeirra setja fyrir verðbrcfamarkaðinn." Löggjíifinn sé í eðli sínu regluglaður og því sé heppilegra að viðskiptalífið setjir sín- ar eigin reglur. „Viðskiptalífið hefúr sýnt að því er treystandi“, segir ráðið í skoðun sinni. Þessi setning er ekki eins sannfærandi nú og þegar hún var sett fram fyrir réttum tíu árum. I álitinu sagði: „Ef félögum gæfist til dæmis aukið svigrúm til að móta inntak sitt með samþykkmm gætu samtök fyrirtækja í landinu mótað viðmiðunarreglur um atriði sem nú er kveðið á um í hlutafélagalögum. Félög gætu þannig vísað til þess í samþykkt- um sínum að slíkar viðmiðunarreglur giltu. Ef það væri gert gætu fjárfestar, kröfúhafar og aðrir haghafar treyst því að viðmiðunar- reglurnar væm skuldbindandi fyrir viðkom- andi félag.“ Hugsunin er sú að farsælast sé að menn séu heiðarlegir og að ríkið þurfi ekki að leiðbeina mönnum með það. Reynslan bendir samt til þess að ekki liði á löngu áður en einhver stjórnarformað- urinn benti á að „viðmiðunarreglur væru bara til viðmiðunar.“ GS 1 Viðskiptaráð kemur oft A Fyrirgreiðslupólitík Bretar ákváðu að ganga A Orðum og ákvörðunum X með þarfar ábendingar, var einu sinni talin yj úr Evrópusambandinu fylgir ábyrgð. Nema ef en fyrir hrun gekk það vænleg til vinnings í og heimsbyggðin er í menn eru á móti öllu, þá býsna langt. stjórnmálum. vanda. : skiptir ekken máli. VÍSBENDING • 22. TBL 2016 1

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.