Vísbending


Vísbending - 14.07.2016, Side 3

Vísbending - 14.07.2016, Side 3
hækka laun þeirra allra um 30% eða svo. I upphafi tímabilsins eru laun allra þessara aðila á bilinu 850 til 1.000 þús- und króna að meðaltali. Alþingismenn eru í miðjunni með um 969 þúsund krón- ur í laun. I lokin hafa hinir hóparnir all- ir hækkað í liðlega 1.300 þúsund krónur meðan alþingismenn eru enn með um 962 þúsund. Þessi launaþróun er dæmi um þá hræsni sem ríkir í launamálum á Islandi og er auðvitað afleiðing af lagasetningu þings- ins eftir hrun. Þegar einn hópur er skil- inn eftir með þessum hætti eru allar líkur á því að hann þurfi einn góðan veðurdag að hækka um tugi prósenta. Sú hækkun er eflaust í vændum á kjördag með fyrirsjáan- legu uppnámi í þjóðfélaginu. Misjafnt gengi sérfræðinga Þó að hrunið hafi almennt ekki haft góð áhrif á laun landsmanna vekur það þó athygli að samkvæmt listum Frjálsrar versl- unar bötnuðu kjör lögfræðinga og endur- skoðenda almennt ekki. I fljótu bragði hefði virst svo að þessar stéttir hefðu haft ærinn starfa af því að vinna við uppgjör þrotabúa. Líklega hafa þær tekjur farið á fáa einstaklinga og í flestum tilvikum verið greiddar út sem arður úr einkahlutafélög- um. Lækkun í tekjum árið 2010 kann að benda til þess að þá hafi „hrunverkefnin“ farið að hverfa. Sérfræðingar sem hér eru skoðaðir (sjá mynd 5) hafa allir hækkað í launum á tímabilinu nema endurskoðendur sem standa nánast í stað í krónum talið. Jöfnust er hækkunin hjá flugmönnum, en kjör þeirra hafa batnað mjög mikið samkvæmt þessum tölum. Skýringarinnar er eflaust að lita í góðu gengi í ferðaþjónustu og því að þeir eru í alþjóðlegu umhverfi og hafa því fremur viðmið við erlenda kollega fremur en margar aðrar íslenskar stéttir Skólamönnum gengur bærilega Að lokum skoðum við afkomu nokkurra hópa á mynd 6. Samkvæmt myndinni hafa aðilar í auglýsingaþjónustu, listamenn og íþróttamenn átt á brattann að sækja. Með fyrsttalda hópinn er auðvelt að skiija að þegar stærstu viðskiptavinirnir hverfa af yfirborði jarðar hafi það mikil áhrif á fyr- irtækin. Fjármálafyrirtækin voru ekki bara stór heldur lögðu eigendur margra þeirra mikið upp úr jákvæðri ímyndarsmíð. Þeir höfðu persónulega ráðgjafa sem höfðu það helsta verkefni að viðhalda ákveðinni áru. Önnur fyrirtæki drógu mjög úr auglýsing- um og kynningum strax í kjölfar hrunsins. Svipað má segja um fjölmiðlun. Hún átti mjög í vök að verjast vegna minni ÍSBENDING Mynd 5: Breyting á launum nokkurra stétta sérfræðinga 2008-2015 Mynd 6: Breyting á launum nokkurra hópa 2008-2015 auglýsinga- og áskriftartekna. Þetta gerðist á sama tíma og fjölmiðlun breyttist mjög mikið. Lestur dagblaða minnkaði og áhorf og hlustun á ljósvakamiðla færðist yfir á netið. Því vekur það athygli að á seinni hluta tímabilsins batnar hagur fjölmiðlamanna á ný. Listamenn og íþróttamenn eru með minni tekjur en hinir hóparnir. Tekjur beggja hópa haldast stöðugar allt tímabilið. Rétt er að leggja áherslu á að hér er litið á íþróttamenn sem búa á Islandi og atvinnumenn erlendis koma ekki inn í þessa mynd. Listsköpun varð að mörgu leyti ein leið margra út úr kreppunni og kannski varð hún svið þar sem margir fundu sér farveg þegar þeir hættu eða drógu úr störfum á öðrum sviðum. Tölurnar benda þó ekki til þess að tekjur listamanna hafi aukist á tímabilinu og kaupmáttur þeirra hefur versnað á tímabilinu. Kennarar og skólafólk ná nokkurn veginn að halda í horfinu á þessu tímabili. Af einhverjum ástæðum dala laun þeirra árið 2013, en það kann að tengjast hópnum sem skoðaður er fremur en stéttinni í heild. Eflaust vekur það einnig athygli margra hve há laun þeirra eru. Meðaltöl og háar tölur Rétt er að vekja enn og aftur athygli á því að hér eru um að ræða hópa fólks sem æda má að séu almennt með hærri laun en ger- ist og gengur í þeirra stéttum. Oft er um að ræða fólk sem ber ábyrgð vegna þess að það sinnir viðamiklum verkefnum eða er hrein- lega valið vegna þess að það skarar framúr. A baksíðu er vikið að því hvaða áhrif það jramh á bls. 4 VÍSBENDING 2 5 T B L 2016 3

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.