Vísbending - 05.10.2016, Qupperneq 1
ÍSBENDING
Vikurit um viðskipti og efnahagsmdl
5. október 2016
33 . tölublað
34. árgangur
ISSN 1021-8483
Nóbelsverðlaunin í hagfræði 2016
Sverrir H. Geirmundsson, hagfrœðingur
agfraeðingarnir Oliver Hart, pró-
fessor í hagfræði við Harvard
háskólann og Bengt Holström,
prófessor í hagfræði við Tækniháskólann
í Massachusetts (MIT) skipta á milli sín
Nóbelsverðlaununum í hagfræði í ár. Verð-
launin fá þeir fyrir rannsóknir á sviði samn-
ingafræði (e. contract theory).
Oliver Hart
Oliver Hart fæddist á Bretlandseyjum
þann 9. október 1948 og er því 68 ára
gamall. Faðir hans starfaði við rannsókn-
ir í læknisfræði og móðir hans var kven-
sjúkdómalæknir. Olivei lauk BA-prófi í
stærðfræði frá Kings College í Cambridge
og MA-prófi í hagfræði frá Háskólanum
í Warwick árið 1972. Hann hélt síðan til
Bandaríkjanna og lauk doktorsprófi í hag-
fræði frá Princeton háskóla í New Jersey.
Sérsvið hans eru á sviði samningafræði,
kenninga um fyrirtækið (theory of the
firm), fjármál fyrirtækja (corporate finance)
og réttarhagfræði (law and economics).
Oliver var prófessor við London School
of Economics, en á árinu 1984 snéri hann
aftur til Bandaríkjanna og sinnti kennslu í
MIT og síðar Harvard. Hann var skipaður
prófessor í hagfræði við Harvard háskólann
á árinu 1997 og var deildarforseti á árun-
um 2000 - 2003. Eiginkona hans er Rita
B. Goldberg, prófessor í bókmenntum við
Harvard háskóla og eiga þau tvo syni.
Bengt Holström
Bengt Holström er finnskur hagfræðing-
ur sem fæddist í Helsinki þann 18. apríl
1949. Hann er því 67 ára gamall. Hann
lauk BS-prófi í stærðfræði frá Háskólanum
í Helsinki og MS-prófi í aðgerðagreiningu
(e. operations research) frá Stanford há-
skóla í Bandaríkjunum árið 1975. Hann
lauk síðan doktorsprófi frá Stanford árið
1978.
Bengt var aðstoðarprófessor við Kellog
viðskiptaháskólann í Illinois og prófessor
við Yale háskóla í New Haven í Connect-
icut ríki í Bandaríkjunum fram til ársins
1994 þegar hann réði sig til MIT. Hann var
deildarforseti hagfræðiskorar MIT á árun-
um 2003 - 2006. Bengt er þekktastur fyrir
rannsóknir á sviði umboðskenninga (e. pr-
incipal-agent theory). Eiginkona hans er
Anneli Kuusakoski og eiga þau einn upp-
komin son.
Framlag til samningafræda
I tilkynningu sænsku nóbelsverð-
launanefndarinnar segir að Oliver og Bengt
fái verðlaunin fyrir „framlag þeirra til
samningafræði“. Nútíma hagkerfi grund-
vallast á margvíslegum samningum milli
hinna ýmsu stofnana (e. institutions). Að
mati nefndarinnar gegna þau fræðilegu tól
sem Oliver og Bengt hafa þróað mikilvægu
hlutverki til að skilja betur þessa samninga
og stofnanir ásamt þeim gildrum (e. pit-
falls) sem geta verið fyrir hendi í samninga-
gerðinni.
Sem dæmi má nefna samningatengsl
milli hluthafa og yfirstjórna fyrirtækja,
tryggingafélaga og bifreiðaeigenda eða
opinberra aðila og þeirra sem selja ríkinu
þjónustu. Til að koma í veg fyrir hags-
munaárekstra þarf að hanna samninga
þannig að báðir hafi ávinning af ákvörðun-
um. Samningafræðin mynda ramma til að
greina ýmis ólík viðfangsefni í tengslum
við samningagerðina og -tengslin. Sem
dæmi má nefna árangurstengd laun til yf-
irstjórnenda fyrirtækja og einkavæðingu
verkefna sem áður var sinnt af opinberum
aðilum. Bengt hefur eins og áður segir ein-
beitt sér að umboðskenningum og samspili
áhættu og hvata. Oliver hefur hefur hins
vegar fjallað um ófullkomna samninga (e.
incomplete contracts) þar sem skilgreint
er hvor samningsaðilinn hafi heimild til
að taka ákvörðun um einstök efni og við
hvaða aðstæður. Þessi fræðilegu tól gagnast
t.d. við sameiningu fyrirtækja, ákvörðun
um hagkvæmustu samsetningu lánsfjár-
magns og hlutafjár hjá fyrirtækjum o.fl.
Samanlagt hljóta þeir 8 milljónir
sænskra króna eða jafnvirði liðlega 100
m.kr. sem þeir skipta á milli sín. Q
IOliver Hart og Bengt
Holström hljóta
Nóbelsverðlaunin í
hagfræði
Húsnæðisliður
neysluverðsvísitölunnar
er eilíft þrætuepli í
umræðunni
3: Við afnám hafta þarf
• að draga úr leitni
• fjármagns úr landi
4Geta umboðskenningar
skýrt hina margumtöluðu
gjá milli þings og þjóðar?
VÍSBENDING • 33. TBL. 2016 1