Vísbending - 05.10.2016, Síða 3
ÍSBENDING
Bein erlend fjárfesting og
afnám hafta
Kröfluvirkjun á norðurlandi. Mikil sérhæfðþekking er hér á landi á virkjun jarðvarma, svo sem í Kröflu-
virkjun, þaðan sem raforkuframleiðsla er m.a. nýtt af Becromal á Akureyri. Becromal er dœmi um beina
erlenda fjárfestingu hér á landi. Mynd höfundar (2013).
Tengsl þess hvernig kenningar fræðimanna á tíma-
bilinu 2001 til 2008 skýra beina erlenda fjárfestingu.
Foreign Direct Investment FDI
Bein erlend fjárfesting BEF
Carr. Markusen, Maskus (2001)
✓
/ Davies (2010)
Skilli-Skíllj
mannauður í upprunalandi -
Við afnám þeirra hafta sem verið hafa
frá hruni er mikilvægt að draga úr
leitni fjármagns úr landi til að stuðla
að því að langtímajafnvægi náist, þannig að
útflæði fjármagns verði ekki meira en inn-
flæði til langs tíma. Þar getur innflæði beinn-
ar erlendrar fjárfestingar spilað mikilvægt
hlutverk, því í henni felst langtíma skuld-
binding erlendra fjárfesta hér á landi. Annað
hvort gemr verið um að ræða nýja, beina er-
lenda fjárfestingu eða kvika fjárfestingu yfir
í langtímaeign sem stuðlar að langtímajafn-
vægi, sem þörf er á til að aflétta höftum. Al-
mennt er talað um að bein erlend fjárfesting
í álverum sé a.m.k. til 40 ára, svo eitthvað sé
nefnt. Vegna þess að bein erlend fjárfesting
(e. foreign direct investment) sem felur í sér
10% eða meiri eignaraðild í rekstri kallast
hún kjölfestufjárfesting og felur hún því í
sér meiri bindingu og er almennt til lengri
tíma en hefðbundin fjárfesting í hlutabréf-
um (e. portfolio investment) sem er undir
10% eignaraðild. Bein erlend fjárfesting er
því ekki eins kvik og hefðbundin hlutabréfa-
eign því í henni felst meiri binding. Auk þess
sem almennt þarf ekki að greiða vexti út úr
landinu af beinni erlendri fjárfestingu, líkt
og greiða þarf af erlendu lánsfé. Þá er ótalin
sú þekkingaryfirfærsla sem talið er að fáist
með erlendri fjárfestingu inn í ýmsar grein-
ar, þar sem sérhæft starfsfólk erlendis frá ber
með sér þekkingu (e. skills) og mannauð.
Bein erlend fjárfesting og
mannauður
í hagfræði er oft rætt um mikilvægi þess að
þjóðir ráði yfir auðlindum (e. resources).
Olía og málmar eru hefðbundar auðlindir,
en mannauður er einnig auðlind. Vegna þess
að mannauður er sú auðlind sem allar þjóðir
búa yfir í einhverjum mæli og alþjóðamæl-
ingar ná yfir, þá er hægt að bera þjóðir saman
á grundvelli mannauðs (e. skilled labor).
Mælingar mannauðs þjóða ná t.d. yfir hlut-
fall stjórnenda sem og menntunarstig. Þegar
verið er að mæla áhrif auðlinda á beina er-
lenda fjárfestingu heftír mannauður gjarna
verið notaður. Innan alþjóðahagfræði hefur
mannauður verið tengdur þeim fjárfestingar-
kostnaði og viðskiptakostnaði, sem fjárfestar
standa frammi fyrir við að fara úr einu landi í
Horizontal Mix of
FDI Horizontal and
vertical FDI
annað. Þekkingarlíkan (e. Knowledge-Capi-
tal Model) þar sem mannauður leikur aðal-
hlutverk gefur vísbendingu um hvenær skipt
er yfir í láréttra (e. horizontal) fjárfestingu,
frekar en lóðréttra (e. vertical) fjárfestingu.
Líkanið gefur þar með vísbendingu um,
hvort um fjárfestingu innan iðngreina (e.
intra industry) er að ræða, frekar en fjár-
festingu milli iðngreina (e. inter industry).
Lárétt fjárfesting heftír mælst mest þegar
upprunaland og móttökuland eru áþekk
þegar kemur að mannauði. Ymis fallform
hafa verið þróuð og reynd í þessu sambandi,
til þess að ná að skýta tilhneingu til fjár-
festinga við mismunandi rekstrarskilyrði.
Aukiö framboð mannauðs
Ahrif aukins framboðs mannauðs á beina
erlenda fjárfestingu hafa verið mæld hér á
landi, þar sem athuganir hafa verið settar í
samhengi við rannsóknir sem leitast við að
mannauður f móttökulandi
........•v................
Vertical
FDI
greina þátt vinnuafls í hagkvæmni af stað-
setningu starfsstöðva fjölþjóðafýrirtækja.
Jafnframt hefur þáttur menningar verið
greindur í þessu samhengi.
Lagt heftír verið mat á áhrif auðlinda, í
formi mannauðs, á umfang beinnar erlendr-
ar fjárfestingar hér á landi. Rannsóknir hafa
leitast við að skýra að hvaða marki bein er-
lend fjárfesting eykst, miðað við þann mun
sem er á þekkingarstigi í upprunalandi og
viðtökulandi fjárfestingar, sem og áhrif af
markaðsstærð þeirra og hve auðug löndin
eru.
Rannsóknir sem stuðst hafa við þekk-
ingarlíkanið hafa bent til þess, að tengsl
mannauðs og beinnar erlendrar fjárfestingar
hér á landi séu ekki endilega með sama móti
og erlendis. Eins hafa rannsóknir gefið vís-
bendingu um að ólíkir þættir hafi áhrif á
fjárfestingu í einstökum atvinnugreinum hér
landi. Ö
VÍSBENDING 33.TBL. 2016 3