Vísbending


Vísbending - 28.11.2016, Síða 2

Vísbending - 28.11.2016, Síða 2
Eru aukin útgjöld lausn á vanda heilbrigðiskerfisins? H J. Xl; Sverrir H. Geirmundsson, hagfraðingur ■eilbrigðismálin hafa verið eitt heitasta pólitíska þrætueplið á Is- ■landi síðustu ár. Umræðan hefur iðulega snúist um að ekki sé nægjanlegur pólitískur vilji til að leggja heilbrigðiskerf- inu til það fé sem heilbrigðisstofnanir og starfsfólk þeirra telja að þurfi til að halda úti „óskertri þjónustu og tryggja öryggi sjúklinga" eins og gjarnan er haft á orði. Af fréttaflutningi síðustu missera mætti ætla að Island hafi dregist verulega aftur úr öðrum vestrænum þjóðum á sviði heilbrigðismála sökum mikils og langvarandi íjársveltis í málaflokknum. En er það raunin? ísland liðlega 7% yfir meðal- tali OECD Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) gerir reglulega úttektir á stöðu heilbrigðis- mála meðal þeirra 35 ríkja sem eiga aðild að stofnuninni. Nýjasta skýrsla stofnunar- innar kom út þann 5. október síðasdiðinn og ber heitið Society at a Glance 2016 - OECD Social Indicators. Tölur í skýrsl- unni um heilbrigðismál eru frá árinu 2015. Þær taka til „endanlegrar neyslu“ (e. final consumption) á heilbrigðisþjónustu sem greidd er bæði af hinu opinbera og einka- aðilum (einstaklingum og fýrirtækjum) svo sem vegna lyfjakostnaðar, almennrar heilsugæsluþjónustu o.s.frv. Fjárfesting er undanskilin í tölunum. Að meðaltali nema útgjöld OECD ríkj- anna um 3.740 Bandaríkjadölum á hvern landsmann á ári vegna heilbrigðismála eins og sjá má á mynd 1. Er þá miðað við jafn- virðisgengi (PPP) sem felur í sér að mismun í verðlagi hefur verið útrýmt milli landanna til að gera tölur samanburðarhæfar. Af einstökum ríkjum verja Bandaríkja- menn langmestum fjármunum vegna heil- brigðisútgjalda eða um 9.450 dollurum á mann. Það eru um 2,5-falt meiri útgjöld en í OECD ríkjunum að meðaltali. Næst- ir koma Svisslendingar með tæpa 7.000 dollara, Norðmenn með liðlega 6.500 dollara og Hollendingar með um 5.300 dollara á mann. Islendingar verja að meðaltali liðlega 4.000 dollurum á mann vegna heilbrigðis- útgjalda sem er um 7,3% meira en meðal- tal OECD ríkjanna. Utgjöldin á mann eru ámóta og í Bretlandi, en hins vegar um 19% minni en í Danmörku og liðlega 23% minni en í Svíþjóð að meðaltali. A hinn bóginn eru útgjöld Islendinga liðlega 7% meiri en hjá Finnum. Útgjöld aukist um 0,4% á ári hér á landi OECD tók einnig saman þróunina frá ár- inu 2009. Að meðtaltali hafa heilbrigðis- útgjöld innan OECD aukist um 1,1% á mann á ári að raungildi á þessu níu ára tímabili. Þetta er nokkuð hægari vöxtur en t.d. á árunum 2005 - 2009 þegar út- gjöldin jukust um 3,4% að meðaltali á sama mælikvarða. Utgjaldavöxturinn hér á landi nemur 0,4% á mann á ári frá 2009 - 2015 og erum við í lægri kantinum að þessu leiti ásamt þjóðum eins og Bretum, Kanadamönnum, Frökkum, Belgum og Austurríkismönnum. Hjá Dönum dróg- ust árleg útgjöld á mann saman um 0,4% á tímabilinu. Svíar og Finnar juku hins vegar út- gjöld sín um 1,5% á mann á ári og út- gjöld Norðmanna jukust um 2% á mann á árabilinu 2009 - 2015. Heilt yfir benda gögn OECD til þess að hægt hafi talsvert á útgjaldavexti vegna heilbrigðismála síðustu ár meðal annars vegna aukins aðhalds í ríkisfjármálum og alþjóðlegu fjármálakreppunnar á árunum 2007 - 2008. íslendingar eru því ekki ein- ir á báti í þeirri viðleitni að stemma stigu við útgjaldavexti í málaflokknum. Greiðsluþátttaka einkaaðila lág hér á landi Mikið hefur einnig verið rætt um greiðslu- þátttöku í heilbrigðiskerfinu hér á landi og sýnist sitt hverjum í þeim efnum. Greiðsluþátttaka einkaaðila er hlutfallslega há í Bandaríkjunum eða tæplega 51% þar sem sjúktratryggingar og heilbrigðisþjón- usta eru að verulegi leiti á höndum einka- geirans. Engu að síður leggur bandaríska ríkið fram mikla fjármuni vegna mála- flokksins í dollurum talið eða sem nemur liðlega 4.600 dollurum á mann á ári sem er hæsta fjárhæðin innan OECD að Norð- mönnum og Svisslendingum undanskild- um. Hér á landi nemur greiðsluþátttaka einkaaðila rétt liðlega 18% í kostnaði vegna heilbrigðismála á ári hverju. Þetta hlutfall er tiltölulega lágt meðal OECD ríkjanna þar sem meðaltalið var liðlega 26% á árinu 2015. Samsvarandi hlutfall í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er örlídð lægra eða á bilinu 15 - 16%. í Finnlandi greiða einkaaðilar hins vegar fjórðung kostnaðarins og í Bretlandi og Frakklandi er hlutfallið í kringum 21%. Hér er bæði um að ræða útgjöld einstaklinga og fyrir- tækja vegna sjúkrakostnaðar, lyfja o.þ.h. Um 7% afVLF fer til heilbrigðismála Útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála hér á landi námu liðlega 7% af vergri lands- framleiðslu árið 2015 og hefur hlutfallið heldur þokast upp á við síðustu fimm ár. Island var í 16. sæti að þessu leiti af 35 að- ilarþjóðum OECD. Hlutfall Norðmanna var um 8,5% á sama tíma, hjá Dönum var hlutfallið 8,9% og um 9,3% hjá Svíum. Þessar Norðurlandaþjóðir verja því um 1 - 2 prósentustigum meira til heilbrigðis- mála í hlutfalli við landsframleiðsluna en við Islendingar. Þó ber að hafa í huga að þessar þjóðir eru á topplista OECD yfir þær þjóðir sem verja mestum fjármunum til þessa málaflokks. Finnar eru hins vegar 2 VÍSBENDING • 38.TBL. 2016

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.