Vísbending - 05.12.2016, Qupperneq 2
Er mikill tekjuójöfnuður á Islandi?
' Sverrir H.
Geirmundsson
* hagfrœðingur
&
Tekjur og tekjuskipting einstak-
linga í samfélaginu er eilíft um-
ræðuefni. Oft byggist umræðan á
persónulegu mati fremur en staðreynd-
um. Um árabil hefur Efnahags- og fram-
farastofnunin, OECD tekið saman töl-
ur um jöfnuð tekna í þeim 35 ríkjum
sem eiga aðild að stofnuninni og borið
saman. Islendingar hafa verið aðilar að
OECD frá stofnun þess á árinu 1961.
Tölur í þessari grein eru teknar upp úr
nýlegri skýrslu frá 5. október 2016 sem
ber heitið „Society at a Glance 2016 -
OECD Social indicators".
Tvær matsaðferðir
Almennt eru tvær aðferðir viðhafðar við
mat á tekjuójöfnuði. Fyrri aðferðafræðin
byggir á því að reikna út svokallaðan
Gini-stuðul. Stuðullinn tekur gildi á bil-
inu 0-1. Núll táknar að enginn tekju-
ójöfnuður sé í samfélaginu þ.e. allir séu
með sömu tekjur. Gildið 1 táknar full-
kominn tekjuójöfnuð þ.e. að einn þegn
landsins fái allar tekjurnar í sinn hlut.
Algengt er að gildið sé á bilinu 0,25 -
0,35 í þróuðum ríkjum þegar um er að
ræða ráðstöfunartekjur, meira um það
síðar.
Síðari aðferðafræðin byggir á að reikna
út mismun á meðaltekjum þeirra sem
hafa 10% hæstu tekjurnar í samfélaginu
og þeirra 10% tekjulægstu. Hlutfallið 10
táknar þannig sem dæmi að meðaltekjur
10% tekjuhæstu einstaklinganna séu tí-
falt hærri en þeirra 10% einstaklinga sem
hafa lægstu meðaltekjurnar.
Hægt er að líta á tekjur einstaklinga
með tvennum hætti þ.e. annars vegar
brúttó tekjur (e. market income) sem
eru launa- og fjármagnstekjur fyrir skatta
og bótagreiðslur. Hins vegar má líta til
ráðstöfunartekna þ.e. eftir að skattar
hafa verið dregnir frá og greiðslum frá
almannatryggingakerfinu bætt við (e.
social transfers).
Minnsti munur
ráðstöfunartekna hér á
landi
Þegar litið er á tölur OECD fyrir árið
2014 (næsta ár sem tiltækt er) kemur í
ljós að Island er með lægsta Gini-stuð-
ulinn af aðildarríkjum OECD eða 0,244
á mælikvarða ráðstöfunartekna. Jafn-
framt er minnstur munur á 10% tekju-
hæstu og -lægstu tekjuhópunum hér á
landi, en hann mældist fimmfaldur á
árinu 2013. Gini-stuðullinn var að með-
altali um 0,32 hjá aðildarríkjum OECD
og munur milli tekjuhæstu og -lægstu
hópanna ríflega nífaldur.
í heildina er minnsti tekjuójöfn-
uðurinn á Norðurlöndum og í ríkjum
Mið- og Vestur-Evrópu. Þannig er Gini
stuðullinn á bilinu 0,25 - 0,26 í Nor-
egi, Danmörku, Finnlandi, Slóveníu og
Tékklandi. Stuðullinn er á bilinu 0,27 -
0,29 í Belgíu, Slóvakíu, Austurríki, Sví-
þjóð, Lúxemborg og Hollandi. I Þýska-
landi, Frakklandi og Sviss er hlutfallið
eilítið hærra eða ríflega 0,29.
Gini-stuðullinn í Bandaríkjunum var
liðlega 0,39 á árinu 2014 og var munur
milli þeirra ríkustu og fátækustu m.t.t.
ráðstöfunartekna hátt í nítjánfaldur. I
þróunarríkjum á borð við Suður-Afríku
og Kólombíu mælast gríðarháir Gini-
stuðlar eða á bilinu 0,55 - 0,65 enda býr
stór hluti íbúa við mikla fátækt í þessum
ríkjum.
Næst minnsti brúttó tekju-
munurinn
Ljóst er að skatta- og bótakerfi hafa
mikil áhrif á tekjujöfnuð í samfélaginu.
Fróðlegt er því að líta á tekjumun í sam-
félaginu út frá brúttó tekjum þ.e. launa-
og fjármagnstekjum fyrir skatta og bóta-
greiðslur (e. market income). Ef þannig
er litið á málin kemur í ljós að tekju-
ójöfnuður á Islandi er sá næst minnsti
meðal OECD ríkjanna. Gini-stuðullinn
mældist tæplega 0,39 hér á landi og var
einungis Suður-Kórea með lægri stuðul
en Island. Sambærilegt hlutfall mældist
0,41 í Noregi, 0,42 í Danmörku, 0,44 í
Svíþjóð og 0,50 í Finnlandi. f Bretlandi
er enn meiri tekjuójöfnuður, en Gini
stuðullinn var 0,53 á árinu 2014 og í
Bandaríkjunum mældist stuðullinn 0,51
m.v. brúttó tekjur.
Virkasta skatta- og bóta-
kerfið á íslandi
Ef horft er á þróunina á árabilinu 2007
- 2014 kemur í ljós að tekjuójöfnuður
jókst í kjölfar alþjóðlegu fjármálakrepp-
unnar á árunum 2007 - 2008 eða um
1,6 prósentustig að meðaltali hjá OECD
„íslendingar virðast
hafa gengið lengst í að
nota skatta- og bóta-
kerfi til að jafna tekjur
í samfélaginu“
ríkjunum á mælikvarða brúttó tekna.
Tekjuójöfnuðurinn jókst mjög mark-
tækt hjá Irum og Eistum eða um liðlega
6 prósentusdg, hjá Grikkjum um tæp 7
prósentustig og hjá Spánverjum um 7,5
prósentustig. f Svíþjóð og Finnlandi jókst
tekjuójöfnuður um 2 prósentustig á þessu
árabili. Hér á landi jókst tekjumunur
óverulega eða um 0,4 prósentustig.
Ef hins vegar er horft til ráðstöf-
unartekna kemur í ljós að á tímabilinu
2 VÍSBENDING • 39.TBL. 2016