Loki - 15.12.1931, Page 4
LAUFABRAUB .
Jólin eru að nálgast. Þau koma með gleði og hátíðlegar ^
tilfinningar til allra. Hvort sem menn eru trúaðir eða ekki, ])á
eiga þeir hugstæðar^og iilýjar bernsk-uminningar í sambandi við
jolin. Þeir muna jólagjafir og jólatré, jólasögur og jólagleði,
jolakerti og jólabrauð.
Frá æsku minni er eg vanur þessu öllu. Það ^vekur hjá
mér undursamlega ljúfar tilfinningar, ]oegar jólin nálgast, jafn-
vel þótt eg sé f jarri bernskustöðvum mínunu ÞÓ skorti eitt á.
Það var laufabrauðið. Eg sá .það aldrei í^átthögum mínum. En^eg
'neyrði' sagt frá því og las um það í fjölmörgum jólasögum. Mer
fannst það eitthvað dásamlegt og heillandi. Það va,r líkt og
álfagull eða suðrænar töfrajurtir. Við þær hugmyndir óx eg upp.
^Svo var það einu sinni, að eg var^í annari sveit rétt
fyrir jólin. Þar var farið að baka til jólanna. Auðvitað,var
kyrjað á laufabrauðinu, þvx að þar var laufabrauð., Allt fólkið
vann að því af alúð og kappi. _Þar voru margir hnífar á lofti
við að skera laufaskurðinn’ í kökurnar. Verkið var allmisjafnt.
Sumir reyndu að ná sem mestri snilld^í handbragði og fögrum
frágangi, en aðrir lögðu meira kapp á að sýna frumleik í nýjum
hugmyndum og sérkennilegu útliti á skurðinum.
Svona hefir verið unnið á íslandi á hverjum jólum í
mörg hunaruð ár. Laufabrauðið hefir fremur öllu öðru orðið
sérkenni jólamatarins íslenzka. En annaðhvort hefir það aldrei
breiðzt um land allt, eða það hefir lagzt niður í sumum sveitum.
En hvort sem er, þá fara þær sveitir nokkurs á mis.
Þegar noklcuð af laufabrauðinu var orðið bakað, gengu
allir í eldhúsið til þess að skoða, hvernig verk þeirra litu
út, þegar þau komu úr^suðunni og til þess að bragðaýsrauðið.
Fólkið var kátt^og hló allt í kringum mig. En eg hló ekki. Eg
tók þögull og hátíðlegur við laufabrauðinu, Þsð var fyrsta
lauf abrauðið, sem eg bragðaði á æfi minni. Eg neytti þess eins
og trúaður maður altarissakramentis. Eg gleymdi^bæði stað og
stund og fannst, að eg sæi jólagleði íslending'a öld af Öld,
Eg sá inn í ^höfðingj asetur og hreysi fátæklinga. Alstaðar var
laufabrauð á borðum á jólunum. Það hafði tvinnast svo jóla-
helginni og ióladýrðinni, að það var orðið ríkur þáttur íótal
jólasögum. I meðvitund íslenzkrar æsku hafði það orðið^eins-
konar undrahlutur á vegum jólabarnsins, líkt og kertaljósin cg
jólastjarnan.
Eg fann naumast bragðið af brauðinu. En eg skildi
sakramenti betur en nokkru sinni fyrr. Eg^varð fyrir sterkum
áhrifum af lífi fólksins^í landinu míni, fólksins, sem er og
var. - Eg nærðist af jólafögnuði heillar þjoðar.
JÓLASVEIOT.