Framblaðið - 01.05.1932, Qupperneq 3

Framblaðið - 01.05.1932, Qupperneq 3
FRAM — 3 Knattspyrnuráð Reykjavíkur. s&ssn* 1. marz p. á. skipaði í. S. í. pessa menn í Knattspyrnuráð Reykjavíkur til 1. jan. 1935: Frá í. S. í. Guðmund Halldórsson, formann ráðsins. - Fram Kjartan Ðorvarðsson og varam. Ólaf K. porvarðs., Sig. Halldórsson. - K. R. Sigurjón Pétursson - - Sig. Halldórsson, Hans Kragh. Val Jón Sigurðsson - - Axel Gunnars., Pétur Kristinns. - Víking Axel Andrésson - - Pórir Kjartans., Tómas Pétursson. Pórir Kjartansson og Erlendur Pétursson báðust undan pví að verða áfram aðalfulltrúar félaga sinna í ráðinu sökum anna. Hið nýja ráð er pegar tekið til starfa og liggur mikið og vandasamt verkefni fyrir pví, er vér vonum að pví takist að ljúka á sem beztan og hagkvæmastan máta til heilla fyrir alla aðila. Starf pess er oft erfitt og vandasamt og pvi miður lítt metið og oft vanpakkað, en vér treystum pvi að Reykvískir knattspyrnumenn efli og treysti K. R. R., á sem beztan og drengi- legastan hátt og pá mun knattspyrnumálunum vel farnast. Öllum félagsmönnum mun kunnugt að „Fram“ er ekki ríkt félag. Meiri hluti meðlimanna er undir 18 ára aldri og greiðir pví engin tillög til félagsins. Pess- vegna er sjóður „Fram“ venjulega umfangs lítill, og pó ýms önnur félög taki gjöld af yngri deildum slnum hefur stjórn ,,Fram“ hingað til tekist að komast hjá pví að skatt- leggja pær. Mun hún halda peirri stefnu sinni áfram í framtíðinni, pó vitanlegt sé að pað verður erfitt. Aðsókn að knattspyrnukappleikum er nú svo léleg að tekjur af mótum ná varla 100 kr. á félag hvert, yfir árið. Hlutaveltur, sem áður voru stærsti tekjuliður félagsins, er nú ekki hægt að halda lengur. Stjórnin verður pví að skora alvarlega á alla gjaldskilda meðlimi að greiöa fljótt og skilvislega árstillög sin, pví verið er að hrynda í framkvæmd ýmsum merkum og nauðsynlegum málum, er verða munu félaginu, og pá um leið öllum meðlim- úm pess, til gagns og blessunar. Pví fé er líka vel varið, sem veitt er til stuðnings ung- um efnilegum æskumönnum pessa bæjar. — „Fram“ parf ekki að benda meðlimum sínum á skildur peirra gagnvart félagi sínu. Hverj- um Framara er ljúft að leggja fram sinn skerf. ípróttasamtök FYRIR 20 árum síðan, 28. jan. 1912 var f. S. í. stofnað. Stofnendur voru nokkur félög hér í Reykjavík, par á meðal félag vort „Fram“. Með stofnun í. S. í. hafa íslenzkir ípróttamenn stígið stærsta sporið til heilla lík- amsmenningar pjóðar vorrar. Hér er ekki rúm til að rekja allt pað er pessi samtök íprótta- manna hafa unnið að og komið í framkvæmd, sjálfum oss og landi voru til gagns og bless- unar. Félagatala í. S. í. mun nú vera 120, og meðlimatala peirra skiftir púsundum. En Alpjóðasamband ípróttamanna, sem í. S. í. tilheyrir, telur innan vébanda sinna um 60 miljónir karla og kvenna, sem vinna að hinu mikla sameiginlega takmarki ípróttahreyfing- arinnar, aukinni líkamsmenningu pjóðanna. Markmið pessara voldugu samtaka og hvers einstaklings innan peirra er: Heilbrygð sál f heilbrygðum líkama. Mætið vel á æfingum! Æfingatafla ásamt skrá yfir öll mótin í sumar, sækist til félagsstjórnarinnar eða æfingastjóra á æfingum.

x

Framblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.