Framblaðið - 01.05.1932, Síða 4

Framblaðið - 01.05.1932, Síða 4
4 PRAM — Til foreldranna. Ollum öðrum betur pekkið pið drengina ykkar. Allir heilbrygðir drengir hafa ein- hver áhugamál, eitthvað sem peir vilja koma í framkvæmd og vinna að, með þeim áhuga og kappi er einkennir æskuna. Auðvitað ætla peir sér að verða miklir menn á pví sviði er peim finst hugur og hæfileikar beinast til. En pið vitið að undirstaða framtiðar peirra er að peir séu hraustir og heilbrygðir og hafi áhuga, vilja og drengskap að bakhjalli, er peir taka að ryðja sér braut í lífinu. Dessvegna er hverjum ungum dreng, sem ætlar sér að ná takmarki sínu, nauðsynlegt að stunda vinnu sína með áhuga og trúmennsku oð jafnframt að iðka ípróttir. Vinnan er öllum óhjákvæmileg nauðsyn, án hennar er lífið lítilsvirði, en pað atriði purfum við ekki að skíra fyrir ykkur, pið pekkið pað sennilega betur en við. Hitt, proskagildi ípróttaiðkana og pá sérstaklega knattspyrnu vildum við skíra í nokkrum orðum. í félagi okkar „Fram“ er aðaláhersla lögð á fimleika á vetrum og knattspyrnu á sumrun. Sjálfstæðar fimleika æfingar hefnr félagið haft s. 1. 2 vetur og mun verða lögð sérstök áhersla á að sem flestir félagsmenn taki pátt í peim framvegis. Hingað til hafa peir flestir æft fimleika hjá öðrum félögum og er eigi nema gott eitt að peir haldi pví áfram. En við purf- um að ná til peirra, einnig á veturna, pegar fullkomnað hefur verið fimleikakerfi pað, er nota skal með sérstöku tilliti til knattspyrnu- æfinga á sumrin. Verður pví mikil áhersla lögð á fimleika og aðra sérstaka undirbúnings pjálf- un innan húss á vetrum. Allir ungir drengir hafa löngun til að „gera eitthvað“ að afloknum vinnutíma. Sumir sækja kaffihús, aðrir bió, eða pær skemtanir sem völ er á, nokkrir „ganga á rúntinum“; en mikill hluti ungra manna og drengja hér í bænum sækir ípróttaæfingar og pá sérstaklega knattspyrnuæfingar. Starfslöngun, kapp, félags- lyndi og hrifning æskunnar fyrir áhugamálum sínum verður einhverstaðar að fá tækifæri til að brjótast út. Að öðrum stöðum ólöstuðum er pað vel farið er pessir æskumenn sækja ípróttavellina. Dar fá peir tækifæri til að reyna með sér og um leið til að proska líkama sinn. Dar eiga peir sitt annað heimili. Við spyrjum engan dreng að pví hvort hann sé ríkur eða fátækur, eða hvaða stjórnmála- skoðanir hann eða foreldrar hans hafi. Dað, sem skeður er venjulega eitthvað á pessa leið: „ Dig langar til ag æfa knattspyrnu hjá okkur í „Fram“? „Já“ Hefurðu verið, eða ertu í nokkru öðru knattspyrnufélagi? „Nei“. Hvað heitirðu? „N. N“. Hvar heima? „Njálsg. nr“. Hvað gamall? „13 ára“. „Jæja góði“. Skrif- aðu nafn pftt undir inntökubeiðnina, hérna. Allt í lagi. Nú ertu Framari og tilheyrir 3. flokki. Dað er æfing hjá peim núna á gamla vellinum. Farðu nú inn í búningsklefann og skiftu um föt og stígvél. Svo skaltu gefa pig fram við æfingastjórann og byrja að æfa, og pú átt að fara eftir pví sem hann segir pér bæði viðvíkiandi knattspyrnu og öðru. — Drengurinn er horfinn á svipstundu, — dreng- ir hafa ekki tíma til að bíða, og eftir nokkrar mínútur má sjá hann hlaupa, sparka og skalla á æfingasvæðinu, alvarlegan og kappsaman, pví drengir líta ekki á knattspyrnu eins og kvikmynd eða gamanleik. Knattspyrnuna taka peir alvarlega, eins og hermaður undirbúnings- æfingarnar, áður en hann leggur af stað til orustuvallarins. Æfingastjórinn (einn maður sér um hvern flokk) segir drengjunum til eins og hægt er. Kennir peim að sparka og skalla, og skírir fyrir peim lög og reglur leiksins og pað annað sem nauðsynlegt er. En fyrst og fremst krefst hann hlíðni, drengskapar og reglusemi. Blóts- yrði og hverskonar ósæmileg framkoma veldur brottrekstri. — Félagið leggur drengjunum til

x

Framblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.