Framblaðið - 01.05.1932, Síða 5
— FRAM
5
æfingavelli, knetti, búningsklefa og kennara.
Ef mögulegt er, líka peysur og stígvél, en pað
er pví miður altof sjaldan, sem pað er hægt-
Drengir undir 18 ára aldri greiða engin gjöld
til félagsins, en hafa öll réttindi sem fullgildir
meðlimir.
Nokkru fyrir hvern kappleik leggur æfinga-
stjórinn fram lista með nöfnum 11 manna og
5 varamanna er keppa skulu af félagsins hálfu.
í kappliði eru altaf valdir fræknustu menn-
irnir. Ef pað væri ekki gert væri engin von
um sigur; par keppa pví hlið við hlið synir
ráðherra, verkamanna, kaupmanna og ping-
manna, fátæklingar, efnamenn o. s. frv. E>ví
á ipróttavellinum eru aðeins peir er fremstir
standa og fræknastir eru, meðal hinna útvöldu
kappliðsmanna. Og petta hefur gefist prýðilega
Drengirnir eru vinir og félagar, vinna saman,
hjálpa hver öðrum, segja hver öðrum til, allir
sameinaðir urn pað að sigra flokk mótstöðu-
mannanna.
Peir, sem knattspyrnu iðka læra margt.
Deir læra að hafa fullkomið vald yfir líkama
sínum, vera fljótir að hugsa og ákveða hvað
gera skal, hafa glöggt auga, koma drengilega
og prúðmannlega fram, hlíða umsvifalaust for-
ingja sínum, og temja skap sitt. Pað er lítið
gagn að peim mönnum er reiðin hleypur með
í gönur, og slíkir menn hverfa líka fljótlega
úr tölu knattspyrnukeppenda, eða læra að stilla
sig. Knattspyrnumenn eru við æfingar flest kvöld
sumarsins, pegar peim er mest gagn að útiver-
unni og pessvegna verða peir polnir, hraustir
og heilbrygðir. Allt petta er hverjum manni
og hverjum dreng mikils virði.
Við lítum ekkf á knattspyrnuna sem skemt-
un eða „grín“. Dað er gaman að iðka knatt-
spyrnu, en öllu gamni fylgir nokkur alvara.
Knattspyrnukappleikir eru harðir og karlmann-
legir, jafnframt pví að vera skemtilegir og
drengilegir. Æfingarnar eru erfiðar og kröfu-
harðar um leið og pær eru okkur til gleði og
ánægju. Mikil ábyrgð fylgir pví að kenna ung-
um drengjum hvort, sem pað er knattspyrna
eða annað sem kennt er. Og að leiðbeina og
líta eftir yfir tuttugu drengjum, sem hlaupa
fram og aftur á knattspyrnuvellinum er oft
erfitt. Við erum vinir drengjanna og félagar
og berum ábyrgð á pví að peir hegði sér og
komi ávalt fram eins og góðum drengjum
sæmir. Enginn knattspyrnukennaranna, með-
limir stjórnar félagsins, eða aðrir meðlimir pess
fá borgun fyrir starf sitt í págu félagsins. í
„Fram“ eru eingöngu áhugamenn. Allir erum
við sannfærðir um gagnsemi knattspyrnuíprótt-
arinnar, er við álítum mlkilsvert menningar
meðal til aukinnar líkamsmenntunar íslendinga.
Ungu drengir. Sækið ekki knattspyrnu-
æfingar hjá okkur ef foreldrum ykkar er pað
á móti skapi. Við viljum á allan hátt samvinnu
peirra, en ekki baka peim erfiði og fyrirhöfn.
Dið eruð ávalt velkomnir til að iðka knatt-
spyrnu í „Fram“, en ekki gegn vilja foreldra
ykkar. — Við höfum hér að ofan skirt í stuttu
máli fyrir peim að við álítum að pið hafið gagn
og gleði af pví að sækja knattspyrnuæfingar
hjá okkur, og nú verða peir að ákveða fyrir
ykkar hönd hvort svo skal verða framvegis.
Vinsamlegast, Stjórn knattspyrnufél. „Fram“
Prakkarar.
SMÁSTEINN liggur á rniðri gagnstéttinni.
Kvennmaðurinn víkur til hliðar og heldur
áfram leið sinni. Karlmaðurinn spyrnir stein-
inum burtu og heldur síðan áfram léttari í
skapi. Dennan eiginleika karlmanna pekkja
enskir drengir vel og nota hann sér til skemt-
unar. Deir leggja gamlan brenglaðann harðan
hatt á miðja gangstéttina. Dað er freistandi að
sparka gömlum hörðum hatti, sem lengst í
burt. Og flestir falla fyrir freistingunni. Ungir
og gamlir, verkamenn og burgeisar og peir
með pípuhattinn á höfðinu. Um leið og peir
sjá pennan gamla hatt, bregður fyrir glampa
í augunum, fæti er lyft og til baka og á
miðjum gamla harða hattinum dynur sparkið
— sársauka óp heyrist — sá sem sparkaði
dansar um á einum fæti, drengirnir streyma
að hlæjandi og flissandi pað var myndar-
legasti steinn innan í sakleysislega gamla
harða hattinum.