Framblaðið - 01.05.1932, Síða 6

Framblaðið - 01.05.1932, Síða 6
6 FRAM — cPpi/rnan fOcíie n'ic'Z'./ DAÐ sem hér fer á eftir nær aðeins til spyrnunnar sjálfrar — hvernig hún skal fram- kvæmd. En eins og öllum knattspyrnumönn- um er kunnugt, verður að athuga vel stöður með- og mótleikmanna á vellinum áöur en sjálf spyrnan ferfram, til pess að sá er spyrn- una tekur í hvert sinn viti hvert spyrna skal. Spyrna er pað pegar knöttur er sendur með fótunum, og eru nokkrar sérstakar að- ferðir, sem eru notaðar til pess. Sérhver spyrna er notuð eftir pví sem bezt á við í pað og skiftið, og allar eru gerðar með augun á knettinum um leið og spyrnt er. 1. Spyrna með tánni. Tá-spyrna er algerlega komin úr notkun. í gamladaga var sú aðferð notuð, en hún er ónothæf nú á dögum, vegna pess að hún hækkar knöttinn altof mikið, og einnig verður ekki nærri eins mikil nákvæmni í hina ætl- uðu steínu, eins og með peim aðferðum sem nú eru teknar fram yfir tá-spyrnur. Einnig er hætt við að menn hitti ekki knöttinn pegar spyrnt er með stígvélatánni og pó menn hitti eru pau ónákvæm. 2. Spyrna með ristinni. Löng skot og hörð eru framkvæmd með ristinni, einnig er í flesium tilfellum bezt að skjóta á mark með ristinni. 3. Spyrna innan og utanfótar. Dessar spyrnureru nokkuð linar (hægar) og mjög linar (hægar), notaðar aðallega við „centringar" og hæg spörk á mark, pegar maður er nálægt pví. í leiknum milli „tríós- ins“ hjá framherjum, er pessi spyrnu aðferð mjög áríðandi, og eykur mikið öryggið í samleiknum. Með æfingu er pó hægt að ná mikilli sparklengd innan- og utanfótar og slík spyrna er mjög nákvæm - hægt að spyrna á ákveðinn stað. 4. Snerti eða stýrispyrna. Dessar spyrnur eru frekar líkar innan- og utanfótarspyrnum, en pær eru ekki eigin- lega spyrnur. Knettinum er lofað að hrökkva af fætinum, sem er notaður til að stýra knett- inum dálítið í aðra stefnu, en hann kemur úr eða er á leið til. Dessi spyrna er aðallega notuð pegar maður tekur á móti „centringu" og sér að pað er betra færi fyrir annan með- leikara að taka á móti knettinum. Til dæmis: (pegar meðleikari er rétt hjá með betri að- stöðu til að skjóta í mark.) í staðinn fyrir að stöðva knöttinn fyrst og „centra“ svo, er knettinum stýrt með snertingu til pess með- leikara, sem betri hefur aðstöðu til framhalds- leiks. (Betra er að spyrna of hart en of hægt.) Dessar spyrnur geta oft verið mikilsvirði til að koma leikmönnum mótflokksins á óvart. 5. Hælspyrna. „Centring" afturábak; knettinum er ýtt eða spyrnt með hælnum, — getur oft komið að góðum notum. (Til dæmis: framherji getur gefið knöttinn til framvarðar á pennan hátt, og gagnkvæmt. — Til pess að petta takist vel með hvorum hælnum sem er, parf mikla æfingu. — Byrjendum hættir aðallega við að lifta fætinum of hátt, og nota of mikinn kraft par sem bara parf hæga spyrnu afturábak. Og hælspyrna á lofti ætti helzt aldrei að not- ast, að minsta kosti ekki nálægt marki, nema sem síðasta úrræði til að bjarga markinu. 6. Yljarspyrna. Dessi tegund af spyrnum er ekki notuð mikið, og pað parf tölvert mikla æfingu til að ná árangri. Ef of lítið er prýst á knöttinn, verður enginn árangur, og ef of mikið, getur pað valdið ónákvæmri stefnu. — Dessar spyrnur eru oftast notaðar fyrir mjög stuttar og hægar „centringar". 0. p.

x

Framblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.