Framblaðið - 01.05.1932, Síða 7
— FRAM
7
tA'naííspi/rnu-ÆvíÆmz/ncíín.
Er stjórn „Fram“ réðist í pað að fá hingað
knattspyrnu-kvikmynd, fyrir félegið, má
segja að hafi verið stigið einna stærsta
sporið í rétta átt til pess að koma knattspyrnu-
æfingunum á réttan grundvöll í „Fram“. —
Dað hefur verið núverandi stjórn ljóst síðan
hún tók við störfum, að ekki hefur verið æft,
svo sem vera skyldi. Varð hún fljótt vör við
hversu erfitt pað var að koma mönnum í
skylning um, hvernig réttast væri að iðka
knattspytnuípróttina. — pað vildu flestir halda
við hina gömlu venju hérna, að skifta liði
eingöngu, og hamast svo, hver sem betur
gat, svo að segja hugsunarlaust. — pað voru
pví skjót ráð dýr, ef bjarga átti íramtíð félags-
ins. „Og par sem sjón er sögu ríkari“, pá
var álitið að kvikmynd myndi koma að beztu
gagni; og var pví drifið í pví að leita að
góðri kvikmynd, og gekk pað framar öllum
vonum, par sem við fengum hina ágætu mynd
frá Svípjóð. Hún var sýnd í fjögur skifti, bæði
fyrir yngri og eldri meðlimi félagsins. Og pað
hefur sýnt sig, að kvikmyndin varð okkur að
ómetanlegu gagni, pví nú skilja menn fyrst
verulega hvað knattspyrnan er; peir eru búnir
að sjá með eigin augum, að pað er ekki nóg
að vera duglegur og kappsamur, pað parf
mikið meira, hugurinn verður að vera með
óskiftur. Og fyrst og fremst parf hver maður
að læra rétta meðferð knöttsins, hvaða aðferð
á að nota, pegar spyrnt er á mark, „centrað“
skallað, knötturinn stoppaður o. sv. frv. —
Og svo kemur samleikurinn og heildar leikur
liðsins. Allt petta sýndi myndin ágætlega. Og
nú parf ekki kennarinn lengur að vera að biðja
menn um, að nota heldur pessar einu réttu
aðferðir. Nú koma þeir hver af öörum og
biðja hann endilega um að kenna sér hinar
ýmsu œfingar, sem sýndar voru í kvikmynd-
inni. Hvílík áhrif, hversu mikils má ekki
vænta af pessum áhuga í framtíðinni. — Pið
ungu Framarar, notið ykkur nú allir vel petta
ágæta tækifæri, sem pið hafið fengið; æfið rétt,
vel og dyggilega, svo pið getið orðið „Fram“
og íslandi til sóma, pegar kallið kemur til að
mæta öðrum félögum eða erlendum sveitum á
knattspyrnuvellinum. Setið ykkur markið hátt,
og keppið að pví með heilum hug. Og pá er
sigurinn vís. „Þyi enginn efast um það leng-
ur, að félag framans það er „Fratn“.
Einnig er vert að geta pess að „Fram“
er fyrsta félagið hér á landi, sem fengið hefur
knattspyrnu-kvikmynd. Og við höfum líka látið
hin knattspyrnufélögin hér njóta góðs af, og
sýnt fyrir pau myndina. Má segja að „Fram“
hafi gert sitt til pess, að knattspyrnuípróttjn
hér á landi geti náð sem mestum proska
í framtíðinni. 0. 5E p.
F7li/ív TFéla c/a r,
PEIR sem ætla sér að ganga í félagið,
ættu að gefa sig fram sem fyrst við einhvern
úr stjórninni. í stjórn eru:
Ólafur K■ Þorvarðsson, formaður
Skothúsveg 7, — Sími 522.
Guðmundur Halldórsson, gjaldkeri
Laugaveg 130, — Símar 1813 og 1103.
Kjartan Þorvarðsson, ritari
Skothúsveg 7, — Sími 522.
Lúðvík Þorgeirsson, varaformaður
Njálsgötn 50, — Simi 2064.
Harry Frederiksen, bréfritari
Öldugötu 55
Aðalfundur
Knattspyrnufélagsins „Fram“ verður haldinn
priðjudaginn 3. maí kl. 81/2 e. h. í varð-
arhúsinu.
Dagskrá samkvæmt félagslögunum.
Áriðandi að allir félagsmenn mœti á fundin-
um. STJÓRNIN.