Hvöt - 01.03.1954, Blaðsíða 7

Hvöt - 01.03.1954, Blaðsíða 7
H V O T 5 Þá snúum við okkur til Stefáns Gunn- arssonar, Samvinnuskólanum: 1. Þá vil ég fyrst svara, að þeir sem eru að boða bindindi verða að ganga á undan með góðu eftirdæmi, svo verða stúkurnar og bindindisfélögin að afnema hið svo- kallaða tvöfalda heit, svo að unglingar, sem hafa kannske á unga aldri byrjað að reykja, geti leitað aðhalds og styrks gegn áfenginu, í félagsskap bindindis- félaga. 2. Þessu vil ég svara, frjálsmannleg framkoma, hraustlegt útlit og sjálfstæði í hugsunarhætti, en síðast en ekki sízt þrautsegja, sem sést bezt á því að æsku- fólk skuli hafa alla þessa eiginleika, þrátt fyrir sífelldan barlóm eldri kynslóða, um að engin kynslóð hafi verið verri en nú- verandi, uppvaxandi æskufólk. 3. Eg svara já, og rökstyð það með því að þéringar skapa virðingu, gera fólki léttara að tala við ókunnar persónur og jafnframt er hægt að halda þeim frá sér, sem maður vill ekki kynnast. Næst er hér svo Gísli Gunnarsson, Menntaskólanum: 1. a) Algert bann. Þær „röksemdir“, sem einkum eru hafðar til að mótmæla því eru þessar: I. „Ef algeru banni væri komið á lagg- irnar, hlyti áfengisneyzlan að aukast, þar sem „mannlegur veikleiki“ sé að borða ávallt hinn forboðna ávöxt. Þá myndi því mikil smyglverzlun og leynibrugg byrja.“ Þessi „röksemd" sýnir allkynlegar hugmyndir um ríkisvaldið og heldur mikla mannfyrirlitningu. Smyglverzl- un á áfengi þarf ekki að eiga sér stað, ef stjórnarvöldin sýndu örlitla rögg- semi. Sama er að segja um leyni- brugg. Skilyrðið fyrri því er aðeins að fylgja banninu stranglega eftir. Og það er enginn, sem byrjar að drekka á bannárum af því að slíkt sé „sport“. Heiðarlegir þjóðfélagsþegnar hætta þá einnig að drekka. Þá eru aðeins eftir drykkjusjúklingar, sem fremja lögbrot til að flýja raunveruleikann. II. „Afengisbann sé brot á almennum mannréttindum.“ Það er ekkert, sem er eins mikið brot á almennum mannréttindum og að leyfa mönnum að verða drukknir. Það er enginn allsgáður maður, sem kysi að vera í sporum drukkins manns. Sumir sýna þá svo ljóslega alla skapgalla sína, alla eymd og upp- gerðarstórmennsku. Drukkni maður- inn vildi hinsvegar alls ekki vera í sporum annarra en sjálfs síns, meðan hann er undir áhrifum víns. Og hóf- drykkjumaðurinn er engu betri en áfengissjúklingurinn. Hann notar áfengið á flótta undan raunveru- leikanum aðeins öðru hverju, ekki alltaf. Og með áróðri sínum vinnur hann þjóðfélaginu mikið tjón. III. „Afengisbannið hér á Islandi hafði reynzt mjög illa.“ Þegar þetta er haft í huga, verða menn að athuga, að stjórnarvöldin reyndu oftast að gera áfengisbanninu sem mest ógagn. Margvísleg ívilnun var gerð, læknar fengu' ákveðinn áfengisskammt „til lækninga“, leyfður var innflutningur á léttum Spánar- vínum, áfengi var haft frjálst á kaup- skipunum handa „erlendum ferða- mönnum“, o. s. frv., o. s. frv. Fyrsta flokks gróðrarstía fyrir áfengissmygl var þannig sköpuð. Aróður gegn

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.