Hvöt - 01.03.1954, Blaðsíða 14
12
H V O T
Ávörp flutt í útvarpið 1. febrúar s.l.
Reimar Charlesson, Sam-
vinnuskólanum:
A öllum öldum hefir áfengið verið eitt
helzta vandamál þjóðanna, það mál, sem
mest hefir verið rætt um, og ekki hvað
sízt á hinum seinni árum, enda full
ástæða til. Ef við lítum til baka og virð-
um fyrir okkur ástandið, eins og það
hefir verið á ýmsum tímum, hittum við
allsstaðar fyrir lýsingar á hinum versta
óvini mannkynsins, áfenginu, og þeim
hörmungum er af því hefir leitt.
I Sverris sögu er þess getið t. d., að Þjóð-
verjar hafi flutt til 'Björgvina mikið og
ódýrt vín, er leiddi til drykkjuskapar og
ýmis konar ófriðar. Nokkru síðar er sagt,
að Sverrir konungur hafi haft þing í bæn-
um og sagði hann þá meðal annars þessi
vísdómsorð: „Það er hið fyrsta, er minnst
er að telja, að sá er ofdrykkjuna þýðist,
þá fyrirlætur hann allan fjáraflann og
tekur þar í móti ofdrykkjuna og hennar
andvirði, týnir öllu fénu og glatar, því að
sá maður, er áður var fullsæll af fénu, þá
verður hann vesæll og válaður og fátækur,
ef hann fyrirlætur hana eigi. Sá er annar
löstur ofdrykkjunnar, að hún týnir öllu
minninu, gleymir og því öllu, er honum
væri skylt að muna. Það er hið þriðja, að
þá girnist hann alla hina röngu hlutina,
hræðist þá ekki að taka fé með röngu og
svo konur. Sá er hinn fjórði hlutur of-
drykkjunnar, að hún eggjar manninn að
þola engan hlut, hvorki orð né verk,
gjalda öllu í móti hálfu meira illt en til
sé ógert, og þar umfram eggjar hún þess
að leita lastmæla á þá, er óvaldir eru.
Þessi hlutur fylgir og ofdrykkj unni, að
maðurinn þreytir líkamann sinn, sem
hann má, að þola vandræði, mæðast af
vökunum, týna blóðinu í öllum liðum
og spilla blóðinu til vanheilindis og þar
með týna allri heilsunni. Og þá er svo
þunglega komið að fyrirfarið er af of-
drykkju allri eigunni og heilsunni. —
Sömu sögu er að finna á spillingaröld
Rómverja. ■— En hversu vandlega sem við
leitum í sögu þjóðanna, fyrirfinnum við
hvergi þvílíkar hörmungar sem nú eiga
sér stað. Margir hinna hryllilegustu glæpa
eru framdir í ölæði, og margur góður
drengur hefir týnt æru sinni og jafnvel
lífi, undir áhrifum áfengis.
Þegar við nú hugleiðum ástandið, eins
og það er í dag, komumst við að raun um,
hversu hryggilegt það er.
Ungir og efnilegir menn, er eiga sér
góða og ástríka foreldra, fara að heiman
með vikulaun sín í vasanum, er þeir á
einu kvöldi fleygja í svall, og draga um
leið sjálfa sig og félaga sína ofan í svaðið.
Það er hörmulegt að vita efnilega ung-
linga svo ofurselda víninu. Það er alltof
algeng sjón að sjá unga pilta og stúlkur,
er drekka frá sér ráð og rænu, fara með
illum látum og óhljóðum, um götur
höfuðstaðarins og með framferði sínu
leggja framtíð sína og sálarlíf foreldra
sinna, sem bíða þeirra fullir angistar og
kvíða, í rústir.
Frá mínum ágæta skóla, Samvinnu-
skólanum, kemst ég ekki hjá því að sjá
þá vorkunnarverðu sjúku menn og konur,
sem dag eftir dag, hvernig sem viðrar,
sitja á timburhlaða bak við áfengisverzl-