Hvöt - 01.03.1954, Blaðsíða 22

Hvöt - 01.03.1954, Blaðsíða 22
20 H V O T Frá þingi S. B. S. 22. þing Sambands bindindisfélaga í skólum var háð í Samvinnuskólanum dagana 30. nóvember og 1. desember s.l. Forsed þingsins var kosinn Orlygur Hálfdánarson, Samvinnuskólanum, en þingritarar þau Rúna Magnúsdóttir, Kvennaskólanum og Hjörtur Guðmunds- son, Kennaraskólanum. Fráfarandi stjórn lagði fram skýrslu yfir störf sambandsins á liðnu starfsári. 1. febrúar á hátíðisdegi bindindssamtakanna gekkst S. B. S. fyrir erindaflutningi ásamt Stórstúku Islands í ýmsum skólum lands- ins. Aðallega í Reykjavík og nágrenni. Einnig sá S. B.S. um útvarpsþátt 1. febrúar. Málgagn sambandsins, Hvöt, kom út eins og undanfarin ár. Á s.l. ári gekkst ritstjórn blaðsins fyrir þeim breytingum, að blaðinu var breytt í ársrit. Blaðið þótti ,vel úr garði gert, fjölbreytt og vandað. Það var sent í alla framhaldsskóla lands- ins, og þar sem tilraun var gerð með sölu þess, tókst hún ágætlega. Blaðið fékk almennt góðar viðtökur. Einnig gaf sam- bandið út dreifirit eftir prófessor Níels Dungal, um tóbaksnautn og heilsu og framkvæmdi skoðanakönnun í skólum um bindindismál. Allmörg félög eru nú í sambandinu, bæði í Reykjavík og út um land. Helzta samþykkt þingsins að þessu sinni var sú, að það hyggst gangast fyrir fjársöfnun meðal skólafólks til þess að koma upp drykkjumannahæli. Þessari samþykkt fylgir allítarleg greinargerð, sem getið er hér á öðrum stað í blaðinu. Þá má geta þess að á undanförnum árum hefur S. B.S. notið ríkisstyrks, en á s.l. ári sýndu valdhafarnir stuðning sinn við sambandið með því að svipta það styrk þeim, er því ber. I stjórn sambandsins voru kjörnir: For- maður: Árni Stefánsson, Háskólanum. Varaformaður: Hjörtur Guðmundsson, Kennaraskólanum. Meðstjórnendur: Rúna Magnúsdóttir, Kvennaskólanum; Ásgeir Sigurgeirsson, Kennaraskólanum og Höskuldur Jónsson, Menntaskólanum. Þingið gerði Þorvarð Ornólfsson kenn- ara og eftirlitsmann sambandsins að heiðursfélaga þess. Um Goethe Eins og kunnugt er, þá mun ætt þessa mikla skálds og vísindamanns vera út- dauð. Þýzkur læknir ritaði bók um Goethe, og færði sterkar sönnur fyrir því, að áfengisnautn ætti sök á þessu. Goethe átti fimm börn, og dóu þau öll mjög ung, nema elzti sonur hans, Agúst, sem dó rúmlega fertugur. Við líkskoðun kom í ljós, að hann hafði dáið vegna áfengis- eitrunar. Börn þessa manns voru sífellt þjáð af sjúkdómum, og dó ættin út með þeim. En þó Goethe drykki sjálfur áfengi, þá viðurkenndi hann skaðleg áhrif þess. Það sést bezt á skrifum hans. Þannig skrifar hann í bréfi einu 1772: „Hinir heilögu guðir gáfu mér dýrlegt kvöld, ég hafði ekkert vín drukkið, og augu mín gátu þess vegna ótrufluð notið náttúrunnar. I sannleika dýrðlegt kvöld.“ 1780 segir hann: „Ef ég gæti rekið áfengið burtu úr heiminum þá væri ég sæll. Ég drekk sem stendur ekkert af víni, og fer daglega fram í skarpskygni og vinnu- þreki.“

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.