Hvöt - 01.03.1954, Blaðsíða 16

Hvöt - 01.03.1954, Blaðsíða 16
asta háð hér í Reykjavík 30. nóvember og 1. desember í haust. A þeim fundi komu fram raddir um, að Samband bindindis- félaga í skólum þyrfti að hafa með hönd- um tvíþætta baráttu gegn áfengisbölinu, það er að segja, öfluga bindindisstarfsemi í framhaldsskólum og hagnýta fram- kvæmd áfengisvarna yfirleitt. Sambandið hugðist með þessu móti geta fært út verk- svið sitt og aðstoðað rikisvaldið í einhverju mesta vandamáli okkar tíma, en það er meðferð og lækning drykkjusjúkra manna. 22. þing Sambands bindindisfélaga í skólum samþykkti því ályktun þess efnis að þar sem ríkisvaldið hefði ár eftir ár brugðizt þeirri skyldu sinni að reisa hæl fyrr ofdrykkjusjúklinga, þrátt fyrir brýna og auðsæja nauðsyn, og þar sem bæði einstaklingar og ýmis félagssamtök myndu vera reiðubúin til þess að hefjast handa í þessu nauðsynjamáli svo það eitt virtist vanta, að einhver yrði til að hefja merkið á loft, að taka að sér forustuna um sinn um byggingu heilsuhælis fyrir áfengis- sjúklinga, meðal annars með því að skipu- leggja og sjá um almenna fjársöfnun í landinu í því skyni. Sambandsþingið samþykkti að kjósa 11 manna ráð til þess að hefja undirbún- ing málsins og skipuleggja frekari fram- kvæmdir. Síðan leið nokkur stund. Alþingi var að störfum og tók í þinglokin snöggt við- bragð og samþykkti rétt fyrir jólin, að ríkið skyldi reisa og reka gæzluvistar- heimili fyrir drykkjusjúkt fólk. Um líkt leyti var áður nefnt 11 manna ráð að leggja síðustu hönd á bréf, sem senda átti til allra skólastjóra á landinu, þar sem þeir voru beðnir að gangast fyrir fjársöfnun hver í sínum skóla og byggðar- lagi. Var það ætlunin, þar eð skólaæskan átti upptökin að máli þessu, að hefja söfn- unina innan skólanna, en færa hana síðan út til allra landsmanna. Nú gæti mörgum virzt að þar sem alþingi hefði samþykkt áðurnefnd lög, sem heimiluðu ríkisstjórninni að reisa og reka gæzluvistarhæli fyrir áfengissj úkl- inga„ þá væri þess engin þörf, að Samband bindindisfélaga í skólum starfaði meira að málinu, það væri komið í hendur þess aðila sem fjárhagslega séð gæti bezt hrundið því í framkvæmd og stæði því næst. Það er alveg rétt, enginn á betra með að hrinda því í framkvæmd og eng- inn stendur því nær heldur en ríkissjóður sem hefur — eftir því sem ég kemst næst — yfir 70 milljónir króna tekjur af áfengissölu árlega. Samband bindindisfélaga í skólum var stofnað til að útbreiða bindindi, og bind- indisboðun er og verður aðalverkefni þess, en því raunhæfari sem starfsemi þess er gegn áfengisbölinu, því betri hljóm- grunn fær það fyrir starfsemi sína. Eftir að alþingi hafði samþykkt þessi lög, þóttist sambandið ekki geta haldið málinu áfram á sama grundvelli, en vildi þó sýna óbreyttan hug til þess með ein- hverjum raunhæfum stuðningi. Sambandið hyggst því ekki, þrátt fyrir samþykkt Alþingis, hætta með öllu við áðurnefnda fjársöfnun, heldur binda hana eingöngu við framhaldsskólana. Sambandið tekur það fram, að með þess- ari fjársöfnun er það á engan hátt að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina né ásaka hana um viljaleysi til framkvæmda í málinu. Heldur vill það sýna ríkisstjórninni og öllum landsmönnum einlægan vilja sinn til alls, sem til góðs mætti verða í þessu viðkvæma máli. Að vísu eru ekki allir

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.