Hvöt - 01.03.1954, Page 9
H V O T
7
ekki að sér, fyrr en þeir liggja hundflatir
fyrir Bakkusi, þannig er saga flestra, því
miður.
Það sem helzt þyrfti að breyta er al-
menningsálitið, mönnum á ekki að líðast
það að ráfa dauðadrukknir á götunum
eða danshúsunum, það er ekki nóg að
lögreglan taki þá, heldur þarf almennings-
álitið að dæma þá það hart, að þeir sjái
sér ekki fært að leika þennan leik aftur.
Það þarf að sýna fólki fram á að það er
síður en svo fínt að drekka, heldur er það
skortur á persónuleika mannsins. Það
þarf að sýna því fram á að það er ekki á
náðir Bakkusar sem það á að leyta þegar
sorgir eða annað steðja að.
Það þarf að leiða fólkið viljugt inn á
braut bindindisins, en ekki að þröngva
því inn á hana, því það held ég að sé ekki
vænlegt til varanlegs árangurs. Með auk-
inni bindindisfræðslu (fyrst og fremst í
skólum), verður með tímanum hægt að
ná takmarkinu, því sé æskan bindindis-
söm kemur hitt af sjálfu sér.
2. Það er' æðimargt sem einkennir nú-
tíma æskumann, en það, sem ég held að
margir reki fyrst augun í, sé hversu hann
er fljóthuga og á erfitt með að stöðvast
við nokkuð.
Eldra fólkið stynur og segir: Já það
var nú munur í mínu ungdæmi, þá vissi
þó unga fólkið, hvað það vildi, en það
gáir ekki að því, að tímarnir hafa breytzt
og þá auðvitað unga fólkið líka.
A uppvaxtarárum eldra fólksins var
ísland afskekt og langt frá hringiðu
heimsins, og þá einkenndi friður og til-
breytingaleysi allt þjóðlífið, en svo komu
tímar, þegar landið færðist inn í hring-
iðuna. Utvarp, sími, flugvélar, rafmagn
og margt fleira var fundið upp og
flutt hingað, og allt þetta ásamt fleiru
breytti þjóðlífinu á svo skömmum tíma
að furðu gegnir. Þjóðlífið sem áður fyrst
og fremst byggðist á sveitunum fór að
breytast og borgarlífið fór að einkenna
það meira. Fólk tók að streyma úr sveit-
unum á „mölina", sem þrátt fyrir sinn
ömurleika hafði upp á meira að bjóða,
bættur skipakostur og svo fór iðnaður að
myndast í kaupstöðum.
Við þessa röskun breyttist friður og
kyrrð þjóðlífsins á ókyrrð og öryggisleysi,
menn spurðu. Hvað kemur næst? Allt
þetta náði hápunkti sínum við heims-
styrjöldina síð^ri. Fjölmenn erlent herlið
dvaldi hér á styrjaldarárunum og hafði
geysileg áhrif á allt þjóðlífið, það útvegaði
mikla atvinnu og allir höfðu nóg að gera,
og fjármálaleg velmegun jókst.
I þessu ölduróti ólst æskan upp og er
ekki að kynja þótt hún einkennist nokkuð
af því.
En það er fleira, sem einkennir æskuna
í dag, hún er djarfari og framsæknari
en áður, þrátt fyrir sitt ístöðuleysi og
óhætt er að segja að hún sé virkari en
hún áður var.
3. Að mínu áliti eiga þéringar tæpast
rétt á sér hér á landi. Það gegnir að „sjálf-
sögðu“ öðru máli í þeim löndum þar
sem yfirstétt ræður, og hún þarf að sýna
va!d sitt og virðingu. En hér á landi er
sem betur fer eklti slíku til að dreifa.
Mér hefur alltaf fundizt þéringar vera
brosleg tilraun til að upphefja svolítið
sjálfan sig.
Ein helzta röksemd þeirra, sem þér-
ingar nota fyrir ágæti þeirra er, að það sé
svo þægilegt að halda því fólki frá sér,
sem það vill ekki kynnast, með þeim. Það
má vera, ég hefi ekki reynt það, en ég
held að það hljóti að vera hægt að nota
Framhald á bls. 21.