Hvöt - 01.03.1954, Side 10
8
H V O T
Þorvarður Örnólfsson
Heiðursfélagi S.B.S.
I mörgum félögum hvílir félagsstarfið
árum saman á herðum sömu manna .1
S. B. S. er þessu öðru vísi háttað. Þar
starfar sami maður oftast aðeins örfá ár.
Þá hverfur hann út fyrir starfshring félags-
ins, en nýir menn koma í staðinn. Þetta
styrkir sambandið að vissu leyti. Sam-
bandið stirðnar ekki í föstum skorðum.
Arlega kemur nýtt blóð. Jafnframt er í
því fólgin sú hætta, að starfið verði nokkuð
samhengislítið. Þess vegna er sambandinu
mikilvægt, að einhver fáist til að fylgjast
með og taka þátt í starfi þess um lengri
tíma og vera þannig tengiliður milli
þeirra sem fara frá og hinna, sem við
taka, hverju sinni.
Þegar samþykkt var að kjósa samband-
inu eftirlitsmann, var það einmitt þetta,
sem fyrir mönnum vakti.
Starf eftirlitsmannsins er áhugastarf,
ólaunað með öllu.
Núverandi eftirlitsmaður er Þorvarður
Ornólfsson. Hvernig honum hefur farizt
þetta starf úr hendi sést bezt á því, að á
s.l. sambandsþingi var hann kjörinn
heiðursfélagi S. B. S.
Þykir Hvöt því rétt að kynna hann
lítillega fyrir þeim, sem ekki hafa átt
þess kost að starfa með honum. Þetta á
ekki að vera nein minningar- eða afmælis-
grein, aðeins kynning.
Þorvarður Ornólfsson er fæddur 14.
ágúst 1927 á Suðureyri við Súgandafjörð.
Hann fluttist til Reykjavíkur árið 1945.
Þá hafði hann þegar stundað nám í
Þorvarður
Ornólfss.
Reykjavík í nokkur ár, fyrst í Gagnfræða-
skóla Vesturbæjar, (Ágústarskólanum)
og síðar í Menntaskólanum. Hann varð
stúdent 1947 úr stærðfræðideild og varð
efstur í deildinni. Að loknu stúdentsprófi
var Þorvarður einn vetur í Háskólanum
en varð að hætta námi vegna heilsubrests.
Haustið 1948 bauðst honum kennsla í
Kvennaskólanum. Þarf ekki að geta þess
að hann þá boðið, sennilega með þökk-
um og síðan hefur hann kennt þar stærð-
fræði og eðlisfræði.
Á námsárum sínum í Gagnfræðaskól-
anum og Menntaskólanum tók Þorvarður
engan virkan þátt í störfum S. B. S. En
árið 1948—49 tók hann sæti í ritnefnd
Hvatar fyrir áeggjan Ingólfs Þorkelssonar
og var í henni tvö ár og var kosinn vara-
formaður sambandsins síðara árið. Árið
1950 varð hann eftirlitsmaður sambands-
ins og hefur gegnt því starfi síðan.
Þorvarður hefur sinnt ýmsum öðrum
félagsmálum. Hann starfar mikið innan
Góðtemplarareglunnar og segist vera
„fæddur í Regluna11. Hann er í náttúru-
lækningafélaginu, og er hráæta. Helztu