Hvöt - 01.03.1954, Page 11
9
H V Ö T
Gísli Gunnarsson, Menntaskólanum:
Gefið og yður mun
gefið verða
- SMÁSAGA -
Ég er að flýta mér, því að ég er að safna
peningum handa fátæku fólki fyrir jólin.
Söfnunin hefur gengið ljómandi vel í
dag. Það er svo gott að safna peningum
í þessum braggahverfum, fólkið tekur
manni svo vel. Göturnar eru forugar og
' moldugt regnvatnið seitlar niður þær.
Þetta er nefnilega í desember og hann
er hlýr;
Ég stefni nú á hús með fjórum glugg-
um. Fallegur grasblettur er fyrir framan
það. Þar bíða fölnuð grösin næsta sumars.
Ég þakka guði fyrir gæzku sína í garð
áhugamál hans auk félagsmála eru tón-
list, rökfræði og stjórnmál. Gandhi og
Tolstoy eru þeir menn sögunnar, sem
hann metur mest, að eigin sögn.
Þorvarður er einlægur hugsjónamaður.
Hann vinnur að áhugamálum sínum af
festu og dugnaði og hefur þann hæfileika
að geta hrifið aðra með sér. Ahugi hans
og bjartsýni létta samstarfsmönnum hans
öll störf. I starfi sínu fyrir S. B. S. hefur
hann kynnzt mörgum og hann hefur
orðið góðvinur þeirra allra. Það er gæfa
S .B. S. að njóta starfskrafta slíks manns
sem Þorvarður Örnólfsson er. Vonandi á
hann eftir að vinna með stjórn sambands-
ins um mörg ókomin ár. A. S.
okkar mannanna og kný á dyr. Út kemur
stór kona og tvö börn hanga í svuntu
hennar. Þau eru að vísu dálítið fölleit, en
ljóshærð og bláeygð. Kvenmaðurinn er
hinn snotrasti. Ég flýtti mér strax inn-
fyrir. A móti mér leggur fúkkalykt.
„Hér sé guðs friður'V segi ég.
Konan svarar engu, en starir aðeins
undrandi á mig. Að innan heyrðist í út-
varpi. Þar er kvenmaður að tala. Hún
segir að við ættum að hjálpa þeim fátæku
fyrir jólin. „Gefið og yður mun gefið
verða“, segir hún og lýkur með því máli
sínu. Ég get alveg séð hana fyrir mér,
blessaða frúna, feita og sællega, uppljóm-
aða af kristilegum kærleika. Að sjálfsögðu
er hún með geislabaug í kringum höfuðið,
þótt engin mannleg vera sjái það. Nú
sný ég mér að konunni, sem fyrir framan
mig stendur og segi:
„Ég er kominn hingað á vegum Vetrar-
hjálparinnar, og ég bið þig að láta eitt-
hvað af hendi rakna handa öllu veslings
fátæka og einmana fólkinu."
„Já, það er nóg til af fátæku fólki í
heiminum“, segir konan.