Hvöt - 01.03.1954, Síða 17

Hvöt - 01.03.1954, Síða 17
H V O T 15 -----------------------------------\ H VÖT ÁRSRIT S. B.S. - 22. ÁRG. 1954 Ritstjóri: HJÖRTUR GUÐMUNDSSON Kennaraskólanum. Alþýðuprentsmiðjan hi. .____________________________________ þannig í sveit settir að þeir geta ekki sent fulltráa á þing þess, því oft er um langa og erfiða leið að ræða. Sambandið telur þó sjálfsagt að senda þeim öllum söfn- unarlista og gefa þeim þannig tækifæri — eigi síður en hinum — til að vera með í söfnuninni. Er það hugmyndin að láta féð renna til sérstaks herbergis í gæzluvistarhælinu, og væri komið fyrir í herberginu töflu með nöfnum þeirra skóla, sem þátt tækju í söfnuninni, en nöfn gefendanna rituð af þeim sjálfum, myndu varðveitt á söfn- unarlistanum, sem bundnir yrðu inn í sérstaka bók og síðan geymdir á hælinu. Hér á landi er lítil reynsla fengin, enn sem komið er, um ákjósanlegustu stað- setningu slíks hælis og allan rekstur þess. Sambandið tekur það fram, nú sem áður, að slíkt mannúðarmál er engum óvið- komandi og hefur því ekki í hyggju að láta staðar numið í stuðningi sínum við málið með þessari fjársöfnun, en mun framvegis fylgjast með viðgangi þess og gagnsemi. Nemendur í framhaldsskólum landsins. Tökum allir þátt í söfnuninni. Leggjum fram skerf sem sýnir að við erum vakandi fyrir menningarmálum þjóðarinnar og erum fúsir til stórra átaka, ryðjum braut- ina svo sem æskufólki sæmir. Bjarni Jónsson er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann er einn af hinum glæsilegu, ungu mönnum, sem skipa hóp ungra listamanna um miðja tuttugustu öld. Hann fékk snemma áhuga á teikningu og síðar á málaralist og hefur feng- ist allmikið við mólun nú á síðari árum. Hann teiknaði forsíðumynd blaðsins, Það er ósk Hvatar, að í náinni framtíð geti hún kynnt sem flesta unga listamenn, því að ís- lenzk list hefur aldrei staðið á hærra stigi en hún stendur í dag. Hjörtur Guðmundsson: Mín fyrsta synd Gegnum daggardropa. drauma minna dreg ég mynd. Mitt Ijóð var forðum dœmt hér til að deyja, þá dó mín synd. Eg lagði upp af landi héðan burtu um langa slóð. Söng þá alltaf sífellt eyrum mínum saþlaust Ijóð. Það Ijóð, sem forðum dcemt var til að deyja og dó.

x

Hvöt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.