Hvöt - 01.03.1954, Blaðsíða 20

Hvöt - 01.03.1954, Blaðsíða 20
18 H V O T ekki að spyrja um, til hvaða byggingar menn lögðu helzt leið sína. Vinna við turninn þann hinn fræga, hófst árið 1174, en var ekki lokið fyrr en um 1300. Hann er 55 m. á hæð og er hallinn efst á 4. m. frá lóðréttu. Það er líkt og með Bláa hellinn, að segja má að óslitinn ferða- mannatsraumur liggi til þessa staðar — eins og enda líka til Pompej — og margar eru minjagripasölurnar. Margar af hin- um fögru byggingum í Písa eru illa út- leiknar eftir síðustu styrjöld. Þráfaldlega i sögunni hefur innrásarher suður eftir Italíu norðan frá, en aldrei að sunnan fyrr en núna síðast, að bandamenn settu þar her á land. 'Stjórnmálamenn og her- foringjar höfðu fram að þeim tíma haldið því fram að ekki væri hægt að komast í ítalska stígvélið nema ofanfrá eins og aðra skó. Þetta tókst bandamönnum þó, en 20 mánuði tók það. Næsti áfangi skipsins var hálfs sólar- hrings ferð til Savona á Norður-ltalíu, lítillar borgar, á heimsmælikvarða. Sjálf- sagt þótti að taka sér far með strætis- vagni, til Genúa sem er nokkru austar við ströndina, og skoða þar m. a. kirkjugarð- inn. Nokkur hluti hans er einskonar grafhvelfingar, langir gangar yfir gröfun- um, en til hliða mjög fagrar standmyndir úr hvítum marmara. Eru þær ýmist af hinum látnu, eða syrgjandi ástvinum eða þá myndir trúarlegs efnis. Italir halda því mjög á lofti að Genúa er fæðingarstaður Kólumbusar, og þar er enn til sýnis húsið, sem hann fæddist í á 15. öld. Margskonar farartæki sáust á götunum í Genúa. Sumir rafmagnsvagn- anna runnu á spori en aðrir ekki, og einnig voru þarna venjulegir bensín- knúðir bílar af öllum stærðum og gerð- um og auk þess hestvagnar. Þannig virð- ist það vera í hverri borg þarna; meira og minna af hestvögnum ,praktisérandi“ til fólksflutninga, þótt enginn skortur sé á leigubílum. 1 Savona gengum við tveir saman inn í kirkju, sem stóð opin. Þar virtist sem einhver helgiathöfn stæði yfir, því að skrýddur maður stóð innan við gráturnar og tónaði eitthvað, lágum rómi. Þessu höfðum við ekki búizt við, því að þarna var fólk alltaf á gangi út og inn. Allt gekk það þó hljóðlega og kyrrlátlega um, og áður en konurnar gengu út, difu þær fingrunum niður í skál með vígðu vatni og signdu sig. Nú leið að því að við kveddum Ítalíu, þegar búið var að tæma skipið útflutnings- vörunni: saltfiskinum. Meginhluti farms- ins heim, voru svo 1500 tonn af salti frá Ibiza, og auk þess ávextir sem teknir voru í tveim borgum á meginlandi Spánar. Trjágróðurinn fegrar þær borgir mjög, ekki síður en aðrar borgir við Miðjarðar- haf. Hvað fólkinu viðvíkur, virtist meiri hluti þess búa við allgóð kjör, en miklu er misskipting jarðneskra gæða meiri þarna syðra, en hér á landi. Raunar er ekkert hægt um þetta að segja nema að athuga það nánar og á annan hátt en við gerðum. Þarna fást allskonar víntegundir alveg frjálst, og er það sama tilhögun og ýmsir vilja koma á hér á landi. Þá er að athuga fyrst, hvernig Islendingar bregðast við, þegar þeir komast í þessa aðstöðu. Eg skal játa, að ég sá í ferðinni aðeins einn mann, sem var mjög áberandi undir áhrifum áfengis. En það athyglisverða er, að þessi maður var íslendingur, sem kom í þessu ástandi niður að höfn til að fagna lönd- um sínum. Framhald á hls. 21.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.