Þróun - 15.12.1951, Blaðsíða 10

Þróun - 15.12.1951, Blaðsíða 10
10 ÞKÓUN svo hamingjusöm! Hún hélt stöð- ugt föstu taki um pakkann, en faldi andlitið í annari hendinni hún gat ekki haldið grátinum leng- ur í skefjum. „Annie“, hvíslaði hann og tók utan um hana — „Annie, hefur þér virkilega þótt svona vænt um mig?“ Hún kinkaði ákaft kolli. „Já, en, Anna! þar sem þú vilt endilega varðveita minning- una um þennan tíma, þá, þá þykir þér kannske ennþá vænt um mig?“ Hún lagði höfuðið á öxl hans og kinkaði aftur kolli. „Já en, hversvegna viltu þá skilja við mig?“ „Er það ég?“ hrópaði hún og horfði ásakandi á hann. „Já, ekki var það ég, sem byrjaði“, sagði hann ákaf- ur, en þá litu þau hvort á annað og brustu í hlátur. „Annie“, sagði hann blíðlega og tók þéttar utan um hana. „Látum okkur þetta að kenningu verða. Við höfum gengið helzt til langt, er það ekki?“ „Jú, jú“ sagði hún og endurgalt kossa hans. „Hugsa sér, hvað það hefði verið hræðilegt ef við hefðum skil- ið. Ég held að við hefðum orðið hræðilega óhamingjusöm bæði tvö“, sagði hann og horfði alvar- legur í augu hennar. „Ég held það ekki“, sagði hún ég veit það“. „Það hefði orðið hræðilegt ef við hefð- um ekki fundið þessar gömlu minn- ingar og farið að deila um þær“, sagði hann. Stuttu síðar var Walter byrjaður að taka upp smáhluti, sem hann hafði látið í ferðatösku. Hann þurfti líka að koma bókum sínum aftur fyrir í bókaskápnuin, leggja skrifpappír Annies og aðra smá- hluti aftur í skrifborðsskúffuna. 1 borðstofunni sat Annie fyrir fram- an eldinn, sem brann glatt í arn- inum. Þegar hún heyrði að Walter gekk inn í baðherbergið til að snyrta sig, kastaði hún pakkanum með ljósrauða silkibandinu inn 1 eldinn. Með leyndardómsfullu og ham- ingjusömu brosi horfði hún á alta gömlu reikningana brenna. Zano þýddi. * Kennarinn: Geturðu nefnt mér eina af þeim stjörnum sem hafa minnst rúmmál. Óli: Sennilega er það Shirley Temple. GLEÐÍLEG J Ó L! FARSÆLT NÝIT AK! Póst,- vöru- og farþegaflutningur um Isaf jarðardjúp og Vestfirði. Útgerð: M.s. Fagranes. H.F. DJÚPBÁTURINN — ÍSAFIRÐI Sími 155 — Box 127. GLEÐILEG JÓL! GOTT NtTT AR! Ilreystin, eflir hagsæld bezt, / heill og gleði varðar. Sækið böð og syndið mest í Sundhöll ísafjarðar. ALLIR VITA A Ð STJÖRNUSMJÖRLÍKIÐ ER BRAGÐBEZTA SMJÖRLIKIÐ M. BERNHARÐSSON Skipasmíðastöð h.f. Skipabrautin, Isafirði. óskar starfsfólki sínu og viðskiptavinum GLEÐILEGRA JÓLA OG GÖÐS NÝARS.

x

Þróun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróun
https://timarit.is/publication/1475

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.