Þróun - 15.12.1951, Blaðsíða 6

Þróun - 15.12.1951, Blaðsíða 6
6 ÞRÓUM Markmið mitt með þessari grein er ekki að skýra, hvað jazz er, hann skýrir sig bezt sjálfur, heldur að- eins að segja í stuttu máli frá þró- un hans og helztu brautryðjendum hans og þeim aðalstefnum er fram hafa komið í jazz. New Orleans í Bandaríkjunum er fæðingarstaður jazzins. Negrarnir, sem fyrstir urðu til að leika hann, um aldamótin 1900, kunnu ekki að lesa nótur og urðu því að bæta inn í lögin ef þeir kunnu þau ekki öll. Þetta, sem þeir bættu inn í lagið frá sjálfum sér, varð fyrsti vísir þess, er hlotið hef- ur nafnið „Improvisering". Einkenni jazzins er einmitt þessi svokallaða „Improvisering“ og svo takturinn eða „rythminn“. Upphafsmaður jazzins er ætíð íalinn negri, Buddy Bolden að nafni. Hafði hann hljómsveit í Orleans og var alls staðar ómiss- andi með hljómsveit sina, þar sem eitthvað var um að vera. Þessi fyrsti jazz sem leikinn hafði verið undir nöfnum eins og í.d. „ragtime musik, blue o.fl." fékk seinna nafnið „Dixieland jazz“. Margir skínandi góðir jazzleikar- ar komu fram næstu árin, en Louis Armstrong, tropetleikari bar höfuð og herðar yfir aðra, og enn í dag er hann kallaður konungur trompet- leikaranna. Dixieland jazzinn var fljótur að vinna hylli fjöldans, og strax fyrir 1920 höfðu jazzhljómsveitir leikið i Evrópu, við hrifningu og góðan skilning Evrópubúa. Um 1935 kemur Benny Good- man, klarinetleikari fram með hljómsveit og veldur hún byltingu í jazzmúsikinni. Hún lék jazz í svo- nefndum „swing stíl“, og er swing stíllinn töluvert frólirugðinn Dixie- land stílnum, sem er ekki eins. formfastur. Ekki er hægt að komast hjá að minnast á hljómsveit Fletcher Hendersons, þegar minnst er á swing stílinn, því að um 1924 var Henderson byrjaður að leika þenn- an stíl, sem Goodman byrjaði á 1935. Henderson var því rúmum 10 árum á undan samtíð sinni. Nú tók jazzinn fjörkipp. Liílar og stórar hljómsveitir þutu upp. Helzt- ar þessara hljómsveita má nefna King Cole tríóið, hljómsveit Lion- els Hamptons vibrafónleikara, hljómsveit Gene Krupa trommu- leikara o.fl. Jazzinn breiddist út um Evrópu og víðar. 1 Svíþjóð, Englandi o.fh löndum risu upp góðar jazzhljóm- sveitir, sem unnu að því að láta fleiri og fleiri njóta þessarar dá- samlegu tónlistar. Um og eftir 1940 fer að bera á nýrri og sérstæðri stefnu í jazz- músik. Þar mátti heyra sérstæðar „Improviseringar“, sem fylgdu ekki alltaf laglínunni og vildu stundum brjóta reglur hinnar ævagömlu hljómfræði. Margir hafa verið að malda í móinn og sagt að það, sem bryti í bág við hljómfræðina, væri ekki tónlist, en það hefur fallið um sjálft sig, því að margir hinna klass- BÓKASAFNI0 Útlán bóka fer fram alla virka daga nema fimmtudaga og laugardaga kl. 4—Sy2 e.h. Lestrarsalur er opinn: Alla daga vikunnar kl. 1—3 e.h. Þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 8—10 e.h. Fimmtudaga og laugardaga kl. 4—7 e.h. Böm yngri en 14 ára fá ekki aðgang að lestrarsal kl. 8 á kvöldin. Bókavörður. ;:iiiiiiiliii!!iiiiiiiiiiiiiiiiiili!liimii!iiiiiiiiiiiiiii!i!iiiiiiiiniiiiiii!ii!!iiiiiiiiiiiiii!iiiiiii::i;!iiii![iiiiiimiiii3iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii! » Gagnfræðaskólanemendur fljúga mefi 1 VESTFIRÐINGl. | I L.oftleiðir. | ' iimiiitiiiiiiiiiiiiiiimimimimiiiiiiiiiimimiiiiiiimimimiiMmiiiimiiiiiiimimiiiimiiuiiiiiiimimimimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiii - GLEÐILEG JÓL! GOTT NÝTT AR! Útvegsbanki lslands. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII|ll||||||||||lll||||||li||||||||||||||||||||!l||||||||||||||||||||H:

x

Þróun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróun
https://timarit.is/publication/1475

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.