Austri - 12.09.1985, Síða 1
f
Vinnum saman!
Vertu með!
Kaupfélag Héraðsbúa
Um 11000 manns
sigldu með Norrænu
til og frá Seyðisfirði
Stjórnmála-
fundir á
Héraði
HalldórÁsgrímsson, sjáv-
arútvegsráðherra og Jón
Kristjánsson, alþingismað-
ur, hafa að undanförnu
haldið almenna stjórnmála-
fundi á Fljótsdalshéraði og
Borgarfirði eystri. Þeir Ijúka
þessari fundalotu með fundi
á Vopnafirði næstkomandi
sunnudag.
Fundirnir hafa verið ágæt-
lega sóttir, en á Héraðinu
voru haldnir fundir í öllum
sveitarfélögum nema á Eg-
ilsstöðum, en það bíður
þangað til síðar.
Ætlunin er að halda
fundahöldum áfram síðar í
mánuðinum, áður en þing
kemur saman, en það
verður væntanlega 10. októ-
ber.
Landbúnaðarmál hafa
verið innleidd sérstaklega á
fundunum í sveitunum og
hafa umræður snúist um
nýlega lagasetningu í þeim
málaflokki og framkvæmd
laganna sem unnið hefur
verið að síðustu mánuðina.
Einnig hafa markaðsmál
komið til umræðu.
Fundirnir snúast að sjálf-
sögðu um sérmál hvers
byggðarlags og sjávarút-
vegsmál ber mjög á góma
við sjávarsíðuna. J.K.
Nesjahreppur:
Vígsla nýrrar réttar í Nesjahreppi.
Fimmtudaginn 5 sept. sl. var réttað í fyrsta skipti í nýrri lögskilarétt í Nesjahreppi. Að sögn Hákonar
Skírnissonar var gamla réttin komin til ára sinna, illa farin og fúin og því var henni ýtt til hliðar og kveikt
í henni og önnur byggð í hennar stað. Nýja réttin er byggð á steyptum grunni og hin vandaðasta í alla
staði. Bændur í sveitinni skiptu með sér verkum við bygginguna undir stjórn Hreins Eiríkssonar, en
sveitarsjóður stóð straum af kostnaði við efni að mestu leyti.Fjallkóngar voru þeir Sigurður Bjarnason
og Ragnar Jónsson. HS/BV
Eiðaþinghá:
Næturvinna hjá
Vegagerðinni
Norröna siglir inn Seyðisfjörð.
Fimmtudaginn 5. september
síðastliðinn lét Norröna úr höfn á
Seyðisfirði í síðasta sinn á þessu
ári. Jónas Hallgrímsson, fram-
kvæmdastjóri, sagði í viðtali að
skipið hefði farið 14 ferðir í sumar
eða einni ferð færra en í fyrra. Um
11000 manns sigldu með skipinu
til og frá Seyðisfirði og voru heldur
fleiri farþegar í hverri ferð en verið
hafði í fyrra. Um 53000 manns
ferðuðust með skipinu séu allar
leiðir taldar og er það um 12%
aukning frá því í fyrra.
Jónas sagði ennfremur að ná-
lægt 20% farþeganna, sem fóru
um Seyðisfjörð, hefðu verið ís-
lendingar og heföi hlutfall þeirra
vaxið en af útlendu ferðamönn-
unum hefðu Þjóðverjar, Frakkar
og ítalir verið færri en reiknað
hefði verið með. Langflestir far-
þeganna væru fjölskyldufólk með
bíla en einstaklingum, sem treystu
á tvo jafnfljóta til ferðalaga um ís-
land hefði fækkað.
Jónas kvaðst mjög ánægður
með reksturinn f sumar, þetta
hefði gengið ágætlega og nú væri
unnið að því að leigja skipið í
vetur.
SH
bótakrafa yrði lögð fram seinna
þegar tjónið hefði verið metið.
Halldór gat þess einnig að hestar,
sem voru í hólfi þar skammt frá,
hefðu fælst og stokkið á raf-
magnsgirðingu fyrst og síðan á
gaddavírsgirðingu. Hefðu hest-
arnir skrámast dálítið en ekki al-
varlega.
Björn Halldórsson, lögreglu-
varðstjóri á Egilsstöðum, vinnur
nú að rannsókn málsins og hefur
hann skoðað verksummerki.
Hann sagði að oddviti Eiðahrepps
hefði kært Vegagerðina fyrir brot
á úrskurði félagsmálaráðherra
þess efnis að vegarstæði á
þessum slóðum skyldi vera það
sem ákveðið hefði verið með
skipulagsuppdrætti sem hrepps-
nefnd Eiðahrepps samþykkti árið
1977. ME
þá málinu til félagsmálaráðherra
sem úrskurðaði að farið skyldi að
hinni upphaflegu tillögu sveitar-
stjórnar. Sigurður kvaðst hafa
borið fram mótmæli við Vegagerð-
ina vegna sprenginganna.
Halldór Sigurðsson, bóndi á
Hjartarstöðum, sagðist hafa
vaknað þegar klukkan var 15 mfn-
útur yfir 5 á föstudagsmorgun
(7. sept.) við hávaða í loftbor og
Ijósagang. Við sprenginguna buldi
grjóthríð á nýrækt sem hann á
hinum megin Gilsár og er túnið
þar, sem er rúmlega 2,6 hektarar
að stærð, nú undir urð að mestu.
Efri myndin sýnirhvar vegurinn liggur íklifinu og björg sem losnuðu upp við spreng- Halldór kvaðst hafa lagt fram kæru
ingu Vegagerðarinnar. Sú neðrisýnir björgin í ánni og ef hún prentast vel sést túnið á hendur Vegagerðinni og skaða-
á Hjartarstöðum sem liggur niður á árbakkann handan árinnar.
Starfsmenn Vegagerðarinnar
hafa sprengt klett hjá svonefndu
lllaklifi utarlega í Eiðaþinghá. Var
í fyrstu talið að þarna væri unnið
að lítilsháttar lagfæringum því
heimamenn töldu sig vita að vegur
ætti að vera annars staðar. Unnu
vegagerðarmenn að borunum í
næturvinnu og ollu sprengingarn-
ar, sem urðu í morgunljómann,
verulegu tjóni.
Að sögn Sigurðar Guttormsson-
ar, bónda í Hleinagarði, erforsaga
málsins sú að árið 1977 samþykkti
sveitarstjórn tillögu um nýtt vegar-
stæði sem Skipulagsstofnun ríkis-
ins hafnaði. Skaut sveitarstjórn
Helgarskákmót á Djúpavogi
Þrítugasta og fyrsta helgarskákmótið
verður haldið á Djúpavogi dagana 13.-
15. septembern.k. Þettaerfimmta mótið
af þessu tagi sem haldið er á Austur-
landi, en það er Tímaritið Skák og nokkrir
aðilar á Djúpavogi sem standa fyrir mót-
inu. Vonast er til þess að þátttaka verði
góð af Austurlandi því þarna gefst
mönnum kærkomið tækifæri til þess að
keppa við nokkra af bestu skákmönnum
íslendinga.
ME