Austri - 12.09.1985, Síða 7
Egilsstöðum, 12. september 1985.
AUSTRI
7
Námskeið í
verkstjórnun
Námskeið í verkstjórnar-
fræðum verður haldið í Nes-
kaupstað dagana 1. -4. október
1985.
Að sögn Guðjóns Marteins-
sonar formanns Verkstjórnarfél-
ags Austurlands er námskeiðið
haldið á vegum „Verkstjórnar-
fræðslunnar" en sá aðili býður um
þessar mundir upp á fjölþætt
námskeið í verkstjórnarfræðum.
Um er að ræða fimm áfanga
námskeið þar sem fyrir eru teknir
þættir á borð við skipulagstækni
og áætlanagerð, vinnuum-
hverfismál, vinnurannsóknir og
stjórnun.
Fyrsti áfanginn, sem fjallar um
undirstöðuatriði í stjórnun og
mannlegum samskiptum er við-
fangsefnið á fyrrgreindu nám-
skeiði.
Félagssvæði Verkstjórafélags
Austurlands spannar yfir svæði
og tilkynna sem fyrst til „Verk-
stjórnarfræðslunnar", Iðntækni-
stofnun íslands, Keldnaholti í
Reykjavík en þar eru símar
687000 og 687009.
Sams konar námskeið og hér
hefur verið rætt um verður haldið
á Höfn í Hornafirði vorið 1986.
Verkstjórafélag Austurlands var
stofnað árið 1959 og auk mennt-
unarmála fer félagið með öll þau
mál er snerta hagsmuni stéttar-
innar svo sem kjaramál.
Félagið er aðili að öflugum
sjúkrasjóði og orlofsheimilasjóði
og á nú þrjú orlofshús í Gilsár-
stekkslandi í Breiðdal.
Eins og fyrr segir eru félagar um
120 og er þess vænst, að verk-
stjórar í fjórðungnum, sem enn
standa utan félagsins gangi til liðs
við það, en það er forsenda meiri-
háttar átaka í þágu stéttarinnar.
Stjórn Verkstjórafélags Austur-
Myndin er tekin á verkstjómarnámskeiði, sem haldið var í Neskaupstað árið 1982.
Lengst til hægri er Guðjón Marteinsson form. Verkstj.f. Austurlands.
frá Raufarhöfn til Hafnar í Horna-
firði og eru félagsmenn um 120.
Aðspurður sagði Guðjón, að
þátttaka í námskeiðinu væri ekki
einvörðungu bundin við félags-
menn. Það væri opið öllum sem
áhuga hefðu á verkstjórnun. Vildi
hann hvetja sem flesta til þátttöku
lands skipa þeir Guðjón Marteins-
son Neskaupstað formaður, Ás-
geir Ámundason Seyðisfirði vara-
formaður, Óskar Þórarinsson
Seyðisfirði ritari, Steinar Guð-
mundsson Stöðvarfirði gjaldkeri
og Kristján Björgvinsson Reyðar-
firði meðstjórnandi. q s.
Egilsstaðakirkja
Sunnudaginn 15. september.
Messa kl. 11.00.
Atvinna
Starfsfólk vantar til
afgreiðslustarfa á
Pósthúsinu Egilsstöðum.
Einnig vantar bréfbera í
hálft starf.
Upplýsingar í síma 97-1101
Stöðvarstjóri.
Frá Eskifirði.
Frá lesendum:
Léleg útvarpsskilyrði
Einar Kristjánsson á Eskifirði
hafði samband við blaðið og
vildi koma á framfæri óánægju
sinni með útvarpsmál þeirra
Eskfirðinga. Kvað Einar FM rás
varla nást á öllum stöðum í
bænum og einnig væri mjög
erfitt að eiga við FM í bíltækj-
um. Eins heyrðist rás 2 mjög illa
þarna.
Austri hafði samband við
Harald Sigurðsson, yfirtækni-
fræðing Pósts & síma, en sú
stofnun hefur með dreifingu
sjónvarps- og útvarpsefnis að
gera. Haraldur kvað allveru-
legar bætur í vændum á árinu
1986 og yrði unnið að endur-
bótum um Austfirði á því og
síðan áfram eins og fjármagn
væri til. Annars yrði alltaf erfitt
að þjóna fjörðunum svo mjög
gott yrði vegna þess hve
þröngir þeir væru og endur-
varpsstöðvarnar þyrftu að vera
svo margar og fullkomnar. Har-
aldur kvað eldri FM búnað sem
settur hefði verið upp fyrir
nokkrum árum einnig vera í
endurnýjun og miðaði þessum
framkvæmdum því alltaf í rétta
átt.
Eskifjörður:
Bónusverk-
fall hafið
Loðnuveiðar hófust 15. ágúst
síðastliðinn og var loðnan þá við
Jan Mayen. Um 14200 tonn hafa
borist á land á Eskifirði og hefur
aflinn verið bræddur jafnóðum.
Guðrún Þorkelsdóttir, sem er eign
hraðfrystihússins, hefur lagt hér
upp allan sinn afla en 18 - 20 skip
eru farin á loðnuveiðar af þeim 48
sem fá úthlutað loðnukvóta. Jón
Kjartansson var á rækjuveiðum og
á að breyta honum yfir á loðnu.
Bónusverkfall hófst í dag (9.
sept.) í frystihúsinu og nær það til
um70manns. Ekki er fyllilega Ijóst
svona á fyrsta degi hver áhrif þess
verða að þó liggur í augum uppi að
verulega mun draga úr afköstum.
Auk þess mun kaupfélagið hætta
að taka á móti afla vegna slátrun-
ar. Ekki er vitað að svo stöddu
hvort togararnir verða látnir sigla
með aflann.
ET
Hornafjörður:
Flugvéla-
kaup
Mikil gróska er í nýstofn-
uðum flugklúbb á Hornafirði.
í honum eru 17 einstaklingar
og hafa 8 þeirra nú fest kaup
áflugvélinniTF-KLG, sem er
Cessna 152, tveggja sæta,
árgerð 1978.
[ sumar hefur Gísli Sigur-
jónsson, flugkennari, verið
á staðnum með þessa vél og
kennt Hornfirðingum að
fljúga og eru 6 klúbbfélagar
nú komnir með sólópróf og
nokkrir að auki eru rétt að
ná því takmarki.
MÞ
Orðsending til bænda í
Múlasýslum
Frá og með 1. september 1985 verður
viðtalstími við bændur vegna undirbún-
ings bygginga í sveitum á mánudögum
og þriðjudögum frá kl. 9.00 - 12.00 á
skrifstofunni að Selási 15.
Skipulagsstofa Austurlands
Þórhallur Pálsson
Veiðarfærí
Verkfærí
/ Vinnufatnaður
Hvers vegna að leita langt yfir
skammt?
VIÐ HÖFUM:
Veiðarfæri fyrir togara jafnt sem trillur.
Verkfæri og alls kyns útgerðarvörur.
Vinnufatnað fyrir sjómenn og landverkafólk.
Eflum austfirskt atvinnulíf.
Verslun SÚN
NESKAUPSTAÐ