Austri


Austri - 22.03.1990, Qupperneq 1

Austri - 22.03.1990, Qupperneq 1
í helgarmatinn á tilboðsverði: India panna (svínakjöt) ............. kr. 680.- kg Kryddaðar hnakkasneiðar (svínakjöt) . kr. 680,- kg Pepsi Cola 2 1...........kr. 146.- Pepsi Cola 1.51..........kr. 135.- Sanitas pilsner 0.51.....kr. 65.- Opið laugardaga frá 10 til 14. Kaupfélag Héraðsbúa matvörudeild - Egilsstöðum Seyðisfjörður: Hlutafélag stofnað um fiskvinnslu og útgerð Egilsstaðir: Prjónastofa s í burðarliðnum? Sunnudaginn 18. mars sl. var haldinn stofnfundur nýs almenn- ingshlutafélags á Seyðisfirði. Hlutafélagið fékk nafnið Flanni hf., en það dregur nafn sitt af samnefndu fjalli við Seyðisfjörð. Að sögn Magnúsar Guðmunds- sonar, sem er varaformaður félagsins, er markmið þess að reka útgerð og fiskverkun og skylda starfsemi á Seyðisfirði og hefur mikil vinna verið lögð í undirbúning að stofnun félagsins. í stjórn félagsins voru kosin Jónas Hallgrímsson formaður, Magnús Guðmundsson varafor- maður, Pórdís Bergsdóttir, Bjarney Emilsdótir og Páll Ágústsson. Á stofnfundinum voru að sögn Magnúsar staðfest hlutafjárfram- lög að upphæð 37.160.000. Er Bæjarsjóður Seyðisfjarðarkaup- staðar þar með 15 milljóna króna hlut og Hafnarsjóður með 5 millj- ónir og einnig eru margir einstakl- ingar með minni hluti. Er algengt að einstaklingar hafi lagt fram 100.000 króna hlut. Magnús Guðmundsson sagði, að vonast væri eftir að álíka upp- hæð til viðbótar bættist við þetta hlutafé á næstunni, en stjórn félagsins hefði heimildir til að auka hlutaféð allt upp í 200 millj- ónir króna. Sagði hann að t.d. væri fastlega vonast til að fyrir- tækið Otto Wathne hf. og Verka- lýðsfélag Seyðisfjarðar og fleiri ættu eftir að leggja fram hlutafé, sem munaði um. Einnig væri reiknað með að Kaupfélag Hér- aðsbúa legði fram hlutafé. Jörundur Ragnarsson kaupfélags- stjóri staðfesti það í samtali við Austra, að Kaupfélag Héraðsbúa myndi verða með í þessu félagi og leggja fram eitthvert hlutafé, en óákveðið væri ennþá, hve mikið það yrði. Magnús Guðmundsson sagði, að aðalverkefni stjórnar hins nýja félags yrðu nú að finna skip, sem félagið ætti, sem myndi leggja grunn að hráefnisöflun fyrir fisk- verkun hjá félaginu ásamt vilyrði um afla frá öðrum útgerðar- mönnum í bænum. Einnig þyrftu þeir að komast yfir aðstöðu í landi til fiskverkunar. Horfa menn þá einkum til fiskverkunar- húss þrotabús Fiskvinnslunnar hf., sem nú er til meðferðar hjá skiptastjóra þrotabúsins. Sagði Magnús, að félagið ætti eins og aðrir möguleika á að reyna með einum eða öðrum hætti að eignast eða leigja eignir þrotabúsins. Einnig þyrfti félagið að ráð fram- kvæmdastjóra og eru menn byrj- aðir að huga að því máli. En aðal- atriðið er að reyna að koma fisk- vinnslunni aftur af stað sem fyrst. Að sögn Magnúsar eru nú um 80 manns atvinnulausir á Seyðis- firði. Báðir togarar Seyðfirðinga, Otto Wathne og Gullver, hafa siglt með allan afla sinn frá ára- mótum og afli minni báta hefur verið seldur óunninn í gámum til útlanda þar sem engin fiskverkun hefur verið á staðnum. Pví er mikið í húfi að þessu nýja fyrir- tæki takist að koma fiskverkun- inni af stað aftur sem fyrst. G.I. Á vegum Bæjarstjórnar Egils- staða standa nú yfir athuganir á því hvort vænlegt þyki að endur- reisa prjónaiðnaðinn í bænum. í því sambandi er horft til tækja og húsnæðis Prjónastofunnar Dyngju sem starfrækt var á Egils- stöðum um árabil. Rekstur Prjónastofunnar Dyngju h/f lognaðist útaf fyrir um tveimur árum samfara verkefna- skorti og lágu heimsmarkaðsverði á prjónaflíkum. Skömmu áður en prjónastofan hætti rekstri unnu 30 manns hjá fyrirtækinu og eignað- ist Iðnlánasjóður tæki og húsnæði Dyngju í kjölfar gjaldþrots fyrir- tækisins. Nú eru uppi hugmyndir um að leita samninga við sjóðinn um kaup eða leigu þrotabúsins. Fari svo að fýsilegt þyki að setja á laggirnar prjónastofu á Egilsstöðum að nýju mun að lík- indum verða stofnað nýtt hluta- félag um reksturinn og er hug- myndin sú að byrja í mjög smáum stíl. Gert er ráð fyrir að til að byrja með muni fjöldi starfs- manna aðeins verða þrír til fimm. Þegar hafa verið gerðar lauslegar rekstrar- og markaðsathuganir og gefa niðurstöður þeirra nokkra ástæðu til bjartsýni. Mál þetta ætti að skýrast á næstu dögum og vikum, en miðað við þær upplýs- ingar sem fyrir liggja í dag gætir bjartsýni á að prjónastofu verði komið á laggirnar á ný á Egils- stöðum. B. Fj árhagsáætlun Vopnafj arðarhrepps: Heildartekjur Egilsstaðir: Aflamiðlun fyrir Austurland Fyrirtækið Mark hf. á Egils- stöðum tekið að sér að annast aflamiðlun fyrir sjómenn, útgerðar- menn og fiskverkendur á Austur- landi og jafnvel víðar. Að sögn Asmundar Richards- sonar hjá Mark hf. felst þessi aflamiðlun í því, að væntanlegir kaupendur leggja fram banka- tryggingu fyrir væntanlegum kaupum fyrir ákveðið tímabil, t.d. hálfan mánuð í senn. Mark hf. mun síðan leita eftir fiski til sölu, er þá einkum leitað eftir afla, sem annars yrði væntanlega seldur óunninn til útlanda. Mark hf. miðlar svo upplýsingum um þetta til þeirra, sem vilja kaupa og hafa lagt fram bankatryggingu. Er það aðallega gert með síma- faxi. Einnig geta sjómenn eða útgerðarmenn haft samband við Mark hf. og boðið afla til sölu og miðlar fyrirtækið þá upplýsingum um það til hugsanlegra kaupenda. Kaupandi sækir síðan fiskinn, ef af kaupum verður, þangað sem honum er landað, eða á þann stað sem kaupandi og seljandi koma sér saman um. Ásmundur sagði, að frum- kvæðið að þessari aflamiðlun hefði komið frá útgerðarmönnum og framleiðendum fiskafurða. Hann sagði, að með þesari afla- miðlun væri einkum stefnt að því að ná í þann fisk, sem selja ætti úr landi óunninn, þannig að mönnum gæfist kostur á að bjóða í hann, án þess að á nokkurn hátt væru skertir möguleikar útgerð- armanna eða sjómanna til að selja fisk erlendis. Hann kvaðst búast við að aflamiðlunin færi hægt af stað, enda hefði verð á fiski verið nokkuð hátt erlendis að undan- förnu. Menn ættu einnig eftir að kynnast þeim nýju möguleikum sem þessi aflamiðlun býður upp á. Reiknað er með að byrjað verði að selja fisk í gegnum afla- miðlunina í þessari viku. Eins og fyrr segir, er upplýsingum miðlað með faxi og einnig i gegnum síma, en seljendur aflans greiða kostnað, sem af aflamiðluninni hlýst. Ekki er þó um neinn sér- stakan stofnkostnað að ræða í þessu sambandi. g.i. Á þessari mynd sést eldra hús Hjálparsveitar skáta á Fljótsdals- héraði, sem Grétar Brynjólfsson og Þórunn Sigurðardóttir á Skipalæk í Fellum keyptu af Hjálparsveitinni. Hyggjast þau nýta húsið fyrir gistingu ferðamanna í tengslum við ferðaþjónustu bænda, sem þau reka á Skipalæk. Trésmiðja Fljótsdalshéraðs mun innrétta húsið en það verður staðsett við tjaldstæðið í Fellahreppi. Átta til tíu manns munu geta gist í húsinu en þar verður setustofa með sjónvarpi, baðaðstaða og eldhúsaðstaða, rafmagn og líklega heitt vatn. Húsið er 64 m2 og með þessari viðbót geta þau Pórunn og Grétar tekið á móti 40 til 50 manns í gistingu í sumarhúsum og/ eða svefnpokaplássum. Með breytingum og lagfæringum á húsinu er hér um að ræða fjárfestingu upp á hátt í tvær milljónir króna. 83.2 milljónir í síðustu viku var fjárhags- áætlun Vopnafjarðarhrepps afgreidd til síðari umræðu. Að sögn Sveins Guðmundsson- ar, sveitarstjóra á Vopnafirði, eru heildartekjur sveitarfélagsins á þessu ári áætlaðar samtals 83.2 milljónir króna. Helstu tekjurliðir eru útsvör, sem áætluð eru 44.5 milljónir króna, aðstöðugjöld 9.7 milljónir, fasteignaskattar 10.2 milljónir og framlag úr jöfnunarsjóði sveitar- félag er áætlað 14.8 milljónir króna. Helstu gjaldaliðir eru fræðslumál (rekstur grunnskóla, tónlistarskóla, íþróttahúss o.fl.) 15.5 milljónir, þar af er rekstur grunnskóla áætlaður um 9.5 millj- ónir króna. Til gatnagerðar og vegamála eru áætlaðar 7.5 millj- ónir, til yfirstjórnar sveitarfélags- ins og reksturs hreppsskrifstofu 7.3 milljónir og til greiðslu vaxta og afborgana af lánum er áætlað að verja um 9.0 milljónum króna. Til félags- og menningarmála á að verja 3.5 milljónum. Til eignabreytinga er síðan gert ráð fyrir samtals 27.6 milljónum króna. Má þar nefna, að gert er ráð fyrir 7 milljón króna framlagi til fyrirtækjanna Tanga hf. og Kolbeinstanga hf. Pví til viðbótar er svo gert ráð fyrir að taka lán til aðstoðar þessum fyrirtækjum. Pá er gert ráð fyrir að halda áfram byggingu leikskóla. Er áætlað að verja til þess 5 milljónum króna og stefnt að því að gera hann fok- heldan á þessu ári. Einnig verður unnið við endurbætur á grunn- skólanum fyrir 6 milljónir króna. Til gangstéttagerðar og frá- gangs fara 3 milljónir króna og til að ljúka við gerð malarvallar fyrir íþróttir verður varið 2.5 millj- ónum króna. Sveitarfélagið verður hins vegar ekki með neinar íbúðir í byggingu á sínum vegum á þessu ári. Að sögn Sveins Guðmundssonar sveitar- stjóra eru þeir með byggingar- hæfar lóðir tilbúnar, en engin eftirspurn er nú eftir lóðum á Vopnafirði. Sveinn Guðmundsson taldi, að breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga, sem koma til framkvæmda á þessu ári, væru til verulegra bóta frá því sem áður var. Menn sæju nú fram á betri tíð, enda væri þetta allt önnur staða nú eftir þessar breyt- ingar. G.I. Vj5I, hjá brunaliðinu?

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.