Austri


Austri - 22.03.1990, Side 2

Austri - 22.03.1990, Side 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 22. mars 1990. Útgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi Skrifstofa Austra Lyngási 1, 700 Egilsstaðir, pósthólf 73 S 97-11984 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson Útgáfustjóri: Broddi Bjarni Bjarnason Auglýsingastjóri: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir Blaðamaður: Guðgeir Ingvarsson Auglýsinga- og áskriftarsími: 97-11984 Áskrift kr. 335.- á mánuði. Lausasöluverð kr. 90.- Prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum S 97-11449 Austri kemur út á fimmtudögum. Aðsent efni þarf að hafa borist fyrir kl. 10:00 á mánudagsmorgnum. Austri er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. álvers Nú hafa þau tíðindi gerst að skrifað hefur verið undir vilj ayfirlýsingu að ganga til samn- inga um byggingu álvers á íslandi, sem ætlunin er að framleiði 200 þúsund tonn árlega. Slíkt fyrirtæki þarf orku Blönduvirkjunar, Fljóts- dalsvirkjunar og Búrfells 2. Nú þýðir ekki þessi undirskrift að málið sé í höfn. Hins vegar þýðir hún að það á að liggja fyrir í septembermánuði, hvort álverið verður byggt eða ekki. Staðsetning álversins er það mál sem mest hefur verið í umræðunni, nú upp á síðkastið. Rætt hefur verið um þrjá staði, Reyðarfjörð, Eyjafjörð og Straumsvík. Það er með öllu útilokað að fallast á það miðað við núverandi stöðu í byggðamálum að byggja slíkt risafyrirtæki á höfuðborgarsvæð- inu. Slíkt mundi geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir landsbyggðina, og allar varn- arlínur myndu bresta. Eðlilegasta staðsetning á slíku fyrirtæki væri við Reyðarfjörð. Þar hníga mörg rök að Meðal annars eru þau þessi: — Með álveri við Reyðarfjörð kæmi öflugur miðkjarni á Austurlandi sambærilegur við Akureyrarsvæðið. Slíkt er ákjósanleg byggðaþróun og nýting á landkostum. — Reyðarfjörður er best staðsetta höfnin gagnvart Evrópu með ákjósanleg hafnar- skilyrði og hafíshætta er nánast ekki fyrir hendi. — Jarðskjálftavirkni er ekki á Austurlandi. — Aðfiutningslína frá Fljótsdalsvirkjun er styst á Reyðarfjörð. Mikið hefur verið gert úr ókostum þess að byggja slíkt orkuver á landsbyggðinni vegna röskunar og mikils aðflutnings vinnuafls sem kallaði á aukakostnað á byggingarstað. Röskun á Austurlandi sem stafar af upp- byggingu atvinnufyrirtækja er miklu þolanlegri en sú röskun sem stafar af fólksflótta úr fjórð- ungnum. Þess vegna eru þessi rök léttvæg. Engin viðhlýtandi athugun hefur farið fram um kostnað við staðsetningu á Reyðarfirði umfram Straumsvík. Það er skýlaus krafa að slík úttekt fari fram þannig að það komi í ljós að staðsetn- ing á Reyðarfirði er besti kosturinn hvernig sem á er litið. J.K. Þingfréttir: Frumvarp til laga um félagslegar íbúðir Frumvarp um breytingu á lögum um Húsnæðisstofnun Ríkisins sem varðar félagslegar íbúðir kom til fyrstu umræðu í efri deild Alþingis í síðustu viku. Frumvarpið er samið af nefnd sem félagsmálaráð- herra skipaði í júlí síðastliðnum. í nefndinni áttu sæti fulltrúar frá verkalýðshreyfingunni, þing- flokkum stjórnarflokkanna, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, samtökunum “Þak yfir höfuðið“ og húsnæðismálastjórn, ásamt embættismönnum. Samkomulag náðist í nefndinni um efni frum- varpsins sem felur í sér allmiklar breytingar og einföldun á félags- lega húsnæðiskerfinu, en til þess teljast byggingarsjóður verka- manna, búseturéttaríbúðir, kaup- leiguíbúðir, íbúðir fyrir fatlaða og aldraða og aðrar íbúðir sem byggja á félagslegum grunni. Ný flokkun Samkvæmt frumvarpinu er félagslegum íbúðum skipt í þrjá flokka sem eru eftirfarandi: 1. Kaupleiguíbúðir. 2. Félagslegar eignaríbúðir. 3. Félagslegar leiguíbúðir. 4. fbúðir í verkamannabústöðum. Sveitarfélag ber ábyrgð á félags- legu húsnæði á þess vegum, ber fjárhagslega ábyrgð á framkvæmd- um. Skylt er að húsnæðisnefnd sé starfandi í hverju sveitarfélagi með 400 íbúa og þar yfir og kemur sú stjórn í stað stjórnar verka- mannabústaða. í stjórninni skulu sitja þrír fulltrúar frá sveitarstjórn og tveir tilnefndir af stærstu laun- þegasamtökum í sveitarfélaginu. Lánstími og lánshlutfall Lán til félagslegra kaupleigu- íbúða, skulu nema 90% með 50 ára lánstíma, til félagslegra eignar- íbúða 90% með 43 ára lánstíma og til félagslegra leiguíbúða 90% með 50 ára lánstíma. Lán til almennra kaupleiguíbúða verði 70% og 20% og lánstími 43 ár. Vaxtakjör Sú breyting er gerð á vaxtatöku að endurskoðun vaxtakjara fer fram að 8 árum liðnum frá kaup- samningi og á fimm ára fresti upp úr því. Leiði sú endurskoðun í ljós að tekjur kaupanda séu yfir þeim tekjumörkum sem gilda hverju sinni skal breyta vöxtum þannig að þeir verði hinir sömu og gilda um lán til almennra kaupleiguíbúða. Frumvarpið hefur fjölmargar aðrar breytingar í för með sér og hér er aðeins getið hinna helstu. Nefndin skilaði einnig frá sér til- lögum að endurskipulagningu Húsnæðisstofnunar ríkisins sem fela það í sér að þjónusta stofnun- arinnar flyst út á landsbyggðina. Það mál kemur ekki í frumvarps- formi fyrir þetta þing sem nú situr en málið er eigi að síður mjög brýnt að slík endurskoðun fari fram. J.K. Áfengisneysla minni í Noregi en á íslandi Neysla áfengis hefur lengst af á þessari öld verið minni á íslandi en í öðrum Evr- ópulöndum. Úr áfengis- neyslu dró nokkuð milli áranna 1987 og 1988 og var talið stafa af rýrnandi kaup- mætti almenn- ings. Að öllu óbreyttu hefði mátt gera ráð fyrir að úr henni drægi enn milli áranna 1988 og 1989. Svo fór ekki sem kunnugt er heldur jókst sala áfengis frá ÁTVR um 23% miðað við hreinan vín- anda á mann 15 ára og eldri. Því olli sú breyting á áfeng- islögum að sala áfengis bjórs var leyfð. í Noregi minnkaði kaup- máttur almennings milli þess- ara ára. Þar dró og lítið eitt úr áfengissölu. Nú er svo komið að Norð- mönnum fellur sá heiður í skaut að skipa neðsta sæti skrár um drykkju Norður- landabúa og þá einnig Evróp- uþjóða allra. Sala hreins vínanda á mann 15 ára og eldri er 5.12 lítrar í Noregi en 5.51 lítri á íslandi. Frá Áfengisvarnarráði. Nú hafa íslend- ingar náð Norð- mönnum í drykkju áfengra drykkja. HENTU EKKI BILUÐUM HLUTUM - SPURÐU OKKUR FYRST Viljum leysa vanda þinn velkominn sértu vinurinn RENNISMÍÐI - FRÆSIVINNA - SLÍPUN - VÉLAVIÐGERÐIR • Endurbyggjum bensín- og díselvélar. • Slípum sveifarása, borum blokkir. • Réttum af höfuðlegusæti í blokkum. • Lögum legusæti og kambása í heddum. • Breytum og endurnýjum drifsköft. • Plönum hedd, blokkir o.fl. • Rennum ventla og ventilsæti. • Lögum legu- og slitfleti með stál-, kopar- keramikefnum o.fl. • Margs konar nýsmíði. Allt þetta og margt fleira. VÉLA VERKSTÆÐIÐ EGILL HF. SMIÐJUVEGI 9A KÓPAVOGI. SÍMI: 91-44445 EGILSSTAÐABÆR AUGLÝSING UM KJÖRSKRÁ Kjörskrá vegna bæjarstjórnarkosninga í Egilsstaðabæ, sem fram eiga að fara 26. maí 1990, liggurframmi almenningi til sýnis á bæjarskrifstof- unni á Egilsstöðum á venjulegum skrifstofutíma frá og með 25. mars til og með 22. apríl sbr. 1. málsgr. 19. gr. laga nr. 80/1987. Kærufrestur til bæjarstjórnar vegna kjörskrár er til og með 11. maí 1990 og skulu kærur hafa borist til bæjarstjórnar eigi síðar en þann dag. Bæjarstjórn mun úrskurða um kærur eigi síðar en 18. maí n.k. Bæjarstjóri.

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.