Austri


Austri - 22.03.1990, Side 3

Austri - 22.03.1990, Side 3
Egilsstöðum, 22. mars 1990. AUSTRI 3 Egilsstaðir: Frönsk myndasýning Síðastliðinn föstudag var menningarfulltrúi við franska sendiráðið í Reykjavík, Philip Gererd, í heimsókn í Mennta- skólanum á Egilsstöðum. Sýndi hann þar skuggamyndir af nokkrum helstu mannvirkjum, sem Frakkar hafa reist og tekin hafa verið í notkun í París eftir 1980. Hann sýndi fyrst kort af París er sýndi staðsetningu þess- ara bygginga, og gat um þær helstu, en sagði síðan nánar frá fjórum byggingum og sýndi myndir af þeim. Par má fyrst nefna stækkun Louvre-safnsins, en byggð var við það píramída- laga bygging, sem er mjög til- komumikil. Aðeins er þó 1/3 hluti byggingarinnar ofanjarðar, en 2/3 hlutar eru neðanjarðar og er þar safn. Pá voru sýndar myndir frá mikilli menningarmiðstöð araba- ríkja, sem Frakkar hafa reist, en 20 arabaríki standa að þeirri stofnun. Starfsemi hennar er bæði menningar- og tæknilegs eðlis. Hafa tengsl Frakka við mörg arabaríki verið mikil á liðnum öldum, bæði pólitískt og menn- ingarlega, enda voru mörg þeirra áður annað hvort verndarríki Frakka eða nýlendur. Einnig voru sýndar myndir af nýju óperuhúsi, sem verið er að taka í notkun í Paris um þessar mundir og nýjum sigurboga svo það helsta sé nefnt. Frönskukennari skólans, Petrína Rós Karlsdóttir, hafði frumkvæði að þessari sýningu, en hún kom heim frá námi í Frakk- landi á síðasta ári eftir 13 ára dvöl þar. Hún kvaðst vilja reyna að stuðla að meiri kynnum Frakka og íslendinga og kynna franska menningu hér. Kvaðst hún eiga von á nokkrum 16 mm frönskum myndum á næstunni, sem mein- ingin er að sýna hér, en franski menningarfulltrúinn var einnig hér á frönsku menningarkvöldi í Menntaskólanum í október síð- astliðnum. G.I. Skýring við frétt af fundi um sveitarstjórnarmál á Héraði í frétt af fundi um sveitarstjórn- armál á Héraði í Austra þann 4.03. sl. er m.a. eftir mér haft að “engin rök væru fyrir því að fækka sveitarfélögum og væri það bein- línis háskalegt." Petta finnst mér gefa villandi mynd af málflutningi mínum. í framsöguræðu minni taldi ég fram kosti og galla sameiningar, en niðurstaða mín var sú að gallarnir væru þyngri á metunum og kost- unum mætti ná fram með endur- bótum á samstarfi. Hins vegar deildi ég hart á stjórnvöld fyrir þann langvinna þrýsting sem haldið er uppi á sveit- arhreppa um að þeir eigi að sam- einast. Ég vil að þetta sé mál þeirra sem í strjálbýlinu búa og sagðist ekki sjá á hvern hátt við stæðum í vegi fyrir velfarnaði þétt- býlisbúa. Um leið og ég bið Austra fyrir þessa skýringu vil ég þakka stjórn Framfarafélagsins fyrir að gangast fyrir umræddum fundi. Ég tel að þar hafi farið fram mjög gagnleg skoðanaskipti. En því miður var aðsókn af einhverjum ástæðum í lágmarki. Með þökk fyrir birtinguna. Sævar Sigbjarnarson. Húsgagnabólstrun Klæðningar og viðgerðir á húsgögnum og bílstólum. Roccoco stólar á lager. Bólstrun Ásgríms Þ. Ásgrímssonar Laugavöllum 13, 700 Egilsstöðum S11476 Framtalsaðstoð - Bókhaldsþjónusta fyrir einstaklinga, einstaklinga með rekstur, bændur, útgerðarmenn og fyrirtæki. Seljum: Stólpa viðskiptahugbúnað Victor tölvur tölvuprentara og rekstrarvörur fyrir tölvur. Ritvinnslu-, gagnagrunns-, töflureiknis- og teikniforrit. VIÐSKIPTAÞJÓNUSTA Miðási 11, 700 Egiisstaðir, Sími 97-11095 1660. littr ALNING INNI- og ÚTIMÁLNING - LÖKK Litablöndunarvél á staðnum - Þú færð réttan lit í Sadolin Munið Sadolin málningarþjónustuna. lúðin F E L L A B Æ © 97-11700 & 11329 Ath: breytt símanúmer. Heimasími Jóns Kristjánssonar í Reykjavík er 91-29797. orgarVérk Leggjum klæðningar og slitlag á götur og plön um land allt. Alhliða verktaka- og vinnuvélaleiga. Sprengingar, gröftur, malarflutningur, gatnagerð, jarðvegsskipti fyrir húsgrunna. Beltagröfur, traktorsgröfur, borvagnar, hjólaskóflur, veghefill, vörubílar, dráttarbílar ásamt mörgum stærðum af vögnum. Loftpressur, traktorar, vatnstankar fyrir vegvökvun. Leitið upplýsinga, vanir menn, vönduð vinna. * | _ ___|_ ■ Símar 93-71134, 93-71144 og 91 -621119 verKtaKafyrirtæKi Bnasími 985-21525 VERSLIÐ í HEIMABYGGÐ Skór fyrir alla fjölskylduna Nýjar sendingar væntanlegar. Fyrir ferminguna: Hanskar, slæður, klútar og hárskraut. Til gjafa: Töskur, buddur og seðlaveski með og án tölvu. Atvinnurekendur athugið: Við höfum vinnuskóna með stáltanni. Opið mánud. - föstud. kl. 10 - 12 og 13 - 18. Laugardaga kl. 11 - 13. Verslunin KRUHHAFóTUk. Lyngási 1,700 Egilsstaðir Sími 97-11155 Herrapeysur, háskólabolir og jogginggallar. Döm ubóm ullarpeysur, jerseybolir, blússur og sjöl. Barnagallabuxur, rúllukragabolir og jogginggallar. Ungbarn afa tnaður. Hvítar slæður, hanskar, klútar og blóm fyrir ferminguna. Nýkomið mikið úrval af efnum t.d. hjólabuxnaefni, spegilflauel, munstrað denim, jogging, jersey og bómullarefni. Allt á einum stað. Opið mánudaga - fimmtudaga kl. 9 - 18. Föstudaga kl. 9 - 19 og laugardaga kl. 10 - 14. Kaupfélag Héraðsbúa vefnaðarvörudeild - Egilsstöðum.

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.