Austri


Austri - 29.03.1990, Side 3

Austri - 29.03.1990, Side 3
Egilsstöðum, 29. mars 1990. AUSTRI 3 Hraðfrystihús Breiðdælinga: Fékk 50 milljónir frá Hluta- / • / X • fjarsjooi Hraðfrystihús Breiðdælinga, sem átt hefur í miklum rekstrar- erfiðleikum og var með greiðslu- stöðvun fram í miðjan febrúar, hefur nú fengið fyrirgreiðslu hjá Hlutafjársjóði. Að sögn Svavars Þorsteins- sonar framkvæmdastjóra hrað- frystihússins tókst að uppfylla skilyrði Hlutafjársjóðs fyrir aðstoð við frystihúsið en þau voru að auka hlutafé um 40 milljónir króna og fá felldar niður skuldir upp á 20 milljónir. Á móti fékk fyrirtækið 50 millj- óna króna lán frá Hlutafjársjóði. Sagði Svavar að verið væri að ganga frá þessum málum og þeir væru nú að greiða lánardrottnum sínum og yri því væntanlega lokið á næstunni. Þeir væru því bjart- sýnir á framtíðina, enda væri nú búið að byggja fyrirtækið vel upp fjárhagslega. Búið er að auglýsa annan tog- ara þeirra Breiðdælinga, And- eyna, sem er frystitogari, til sölu, en Svavar sagði að það hefði þó ekki verið neitt skilyrði að hann yrði seldur. Ekki hefði heldur borist viðunandi tilboð í skipið, svo óvíst er um sölu á því ennþá. G.I. Jötunn - Nýtt fyrir- tæki á traustum grunni Fram kemur í kynningarriti frá Sambandi íslenskra samvinnufél- aga, að um síðustu áramót voru Búvörudeild Sambandsins, Bíl- vangur sf. og Jötunn hf. sameinuð undir heitinu Jötunn, sem er deild í Sambandinu. Hinn nýi Jötunn rekur alla þá starfsemi, sem áður- nefnd þrjú fyrirtæki höfðu með höndum og gerir sameiningin kleift að auka hagkvæmni í rekstri, stórbæta alla þjónustu og gera reksturinn mun virkari en áður var. Jötunn skiptist í fimm deildir, sem annast innflutning, sölu, dreifingu og þjónustu. Þessar deildir eru Bifreiðadeild, Fóðurdeild, Raftæknideild, Véla- deild og Þjónustu- og varahluta- deild. Sameiginleg skrifstofa ann- ast þjónustu við deildirnar, s.s. fjármál, innheimtu, bókhald, starfsmannamál og verðlagningu. Það er sterkur leikur að auglýsa í AUSTRA Egilsstaðir: Bensíni stoliö af bflum Nokkuð hefur borið á bensín- þjófnaði úr bílum á Egilsstöðum að undanförnu. Fram að þessu hafa eigendur bíla sem skildir hafa verið eftir á flugvellinum, einkum orðið fyrir þessum ófögnuði, en nú er svo komið að farið er að stela bensíni af bílum heim við íbúðarhús. Meðan söku- dólgar ekki finnast, er fátt til ráða fyrir þá bílaeigendur sem ekki hafa læst bensínlok á bílum sínum, annað en að kaupa bara dag- skammt af bensíni í einu á bíla sína. B. Áfengissala frá Á.T.Y.R. 1988 og 1989 Áfengislítrar á mann: Sterkir drykkir Létt vín Bjór Alls 1988 2,58 0,77 0 3,35 1989 2,19 0,57 1,37 4,13 Mismunur - 0,39 .-0,20 + 1,37 + 0,78 % - 15,12% - 25,97% + 23,28% Áfengislítrar á mann, 15 ára og eldri: Sterkir drykkir Létt vín Bjór Alls 1988 3,45 l,03v 0 4,48 1989 2,91 0,77 1,83 5,51 Mismunur - 0,54 - 0,26 + 1,83 + 1,03 O/ /o - 15,65% - 25,24% + 22,99% (Frá Áfengisvarnarráði) HAFP DRÆTTI SLYSAVARNAFÉLAGS ISLANDS HEILDARVERÐMÆTI VINNINGA KR. DREGIÐ VERÐUR FÖSTUDAGINN 6. APRÍL 1990.

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.