Austri


Austri - 29.03.1990, Qupperneq 7

Austri - 29.03.1990, Qupperneq 7
Egilsstöðum, 29. mars 1990. AUSTRI 7 Sjónvarp helgarinnar FIMMTUDAGUR 29.mars 17:50 Stundin okkar. Endurrsýnd. 18:20 Sögur uxans. — Hollenskur teiknimyndaflokkur. 18:50 Táknmálsfréttir. 18:55 Yngismær. — Brasilískur framhaldsmyndaflokkur. 19:20 Heim í hreiðrið. — Enskur gamanmyndaflokkur. 19:50 Bleiki pardusinn. 20:00 Fréttir og veður. 20:35 Fuglar landsins. — 22. þáttur - Krían. 20:45 Matlock. — Bandarískur framhaldsmyndaflokkur. 21:35 íþróttasyrpa. — Fjallað um helstu íþróttaviðburði víðs vegar í heiminum. 22:05 Samfélag utangarðsfólks. — Sænsk heimildamynd um utan- garðsfólk í Gautaborg sem reynir að byrja nýtt líf upp á eigin spýtur. 23:00Ellefufréttir. 23:10 Krabbameinsrannsóknir. — Síðastliðið haust þróuðu þrír vís- indamenn í New York lyf sem talið er að vinni á frumum sýktum krabbameini. 23:50 Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 30.mars 17:50 Tumi. — Belgískur teiknimyndaflokkur. 18:20 Hvutti. Sjötti þáttur. 18:50 i Táknmálsfréttir. 18:55 Kvikmyndagerð George Harrisons. — Fylgst er með gerð kvikmynda á vegum bítilsins George Harrisons. 19:50 Bleiki pardusinn. 20:00 Fréttir og veður. 20:35 Spurningakeppni framhaldsskólanna. — Úrslit - Bein útsending. 21:15 Átak til sigurs. — Þáttur tileinkaður þjóðarátaki Krabbameinsfélagi íslands. Brýnd verða fyrir landsmönnum 10 boðorð heilbrigðra lífshátta. 22:15 Úlfurinn. — Bandarískir sakamálaþættir. 23:05 Skógarlíf. — Myndin gerist í heimi ríkra og fátækra við skógarspildu eina á Spáni en mannlífið þar er ákaflega fjölskrúð- ugt. 00:50 Útvarpsfréttir í dagskráriok. LAUGARDAGUR 31. mars 14.00 íþróttaþátturinn. 14:00 Enska knattspyrnan: Liver- pool-Southampton. Bein útsending. 16:00 Meistaragolf. 17:00 íslenski handboltinn. Bein útsending. 18:00 Endurminningar asnans. Lokaþáttur. — Teiknimyndaflokkur í tíu þáttum eftir samnefndri sögu Sophie Rostopchine de Ségur. 18:25 Fiskimaðurinn og kona hans. — Bresk bamamynd. 18:50 T áknmálsf réttir. 18:55 Fólkið mitt og fleiri dýr. — 4 þáttur. — Breskur myndaflokkur. 19:30 Hringsjá. 20:30 Lottó. 20:35 “90 á stöðinni. 20:55 Allt í hers höndum. — Breskur gamanmyndaflokkur. 21:20 Fólkið í landinu. — Frá Saigon í Kringluna. Sigmar B. Hauksson ræðir við Ara Huynh. Ari er víetnamskur flóttamaður sem kom hingað til lands með tvær hendur tómar en á nú, ásamt fjölskyldu sinni, veitingastað í borginni. 21:45 Einkamáladálkurinn. — Bandarísk bíómynd frá 1986. Þrír framagosar í New York treysta á einkamáladálka dagblaðanna til þess að komast í kynni við hitt kynið. 23:15 í sjálfheldu. — Bandarísk bíómynd frá árinu 1972. Ung hjón taka á leigu hús fjarri mannabyggðum. Leigusalinn, sem er fyrrverandi hermaður, reynist vera þeirra eini ná- granni. Hann virðist við fyrstu kynni indælismaður en ekki er allt sem sýnist. 00:35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. SUNNUDAGUR 1. apríl 14:20 Heimsins besti hundur. — Heimildamynd um alþjóðlega hunda- sýningu í Kaupmannahöfn. 15:10 Veðurnornin. — Nýleg ævintýramynd byggð á sögu úr Grimms ævintýrum. 16:40 Kontrapunktur. — Áttundi þáttur. — Lið Svía og Norðmanna keppa. 17:40 Sunnudagshugvekja. — Flytjandi er Rósa Jóhannesdóttir. 17:50 Stundin okkar. 18:20 Litlu Prúðuleikararnir. 18:50 Táknmálsfréttir. 18:55 Fagri-Blakkur. 19:30 Kastljós á sunnudegi. 20:35 íslandsmyndir. — í tilefni 60 ára afmælis Ríkisútvarps- ins mun Sjónvarpið sýna á sunnudags- kvöldum næstu mánuði stuttar yfirlits- myndir af stórbrotinni náttúru íslands. 20:40 Frumbýlingar. 3. þáttur. — Ástralskur myndaflokkur í sex þáttum. 21:30 Umhverfis Vikivaka. — Fylgst er með upptöku óperunnar Vikivaki haustið 1989 og rætt við Atla Heimi Sveinsson, Thor Vilhjálmsson o.fl. 22:10 Índíáninn. — Nýleg þýsk sjónvarpsmynd byggð á sjálfsævisögu Leonhards Lentz. 23:45 Listaalmanakið - Apríl. — Svipmyndir úr listasögunni. 23:50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarp helgarinnar FIMMTUDAGUR 29. mars 15:35 Með Afa. — Endurtekið. 17:05 Santa Barbara. — Framhaldsþ. 17:50 í Skeljavík. — Leikbrúðumynd. 18:00 Kátur og hjólakrílin.— Teiknimynd. 18:15 Fríða og dýrið. — Spennumyndafl. 19:19 19:19. 20:30 Sport. — íþróttaþáttur. 21:20 Það kemur í Ijós. — Líflegur skemmtiþáttur. 21:35 Samskonar ást. — Framhaldsmynd í tveimur hlutum sem greinir frá aðferðum aðalhetjunnar, Franks, við að elta uppi morðingja ungrar vændiskonu. 23:40 Á tvennum tímum. — Myndin fjallar um H.G. Well sem er kunnur uppfinningamaður. Hann er fenginn til þess að finna upp tímavél í þeim tilgangi að hafa upp á marg- slungna morðingjanum Jack the Ripper. Hann er síðan neyddur til þess að fara í vélinni aftur í tímann. 01:30 Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 30. mars 15:35 Þarfasti þjónninn. — Ein gömul og góð um ríkan mann sem gerist þjónn. Meinfyndin mynd. 17:05 Santa Barbara. — Framhaldsþáttur. 17:50 Dvergurinn Davíð. —Teiknimynd. 18:15 Eðaltónar. 18:40 Lassý. 19:19 19:19. 20:30 Popp og kók. 21:05 Óskarsverðlaunin 1990. — Fyrstu Óskarsverðlaunin voru veitt árið 1927. Beinar sjónvarpsútsendingar frá athöfninni hófust 1953. Stöð 2 mun í kvöld fleyta rjómann af þessari sex klukkustunda útsendingu. 00:05 Nánar auglýst síðar. 00:30 Best af öllu. — I þessari mynd er greint frá fjórum framagjörnum konum sem voru upp á sitt besta í kringum sjötta áratuginn. 02:00 í Ijósaskiptunum. 02:30 Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 31. mars 09:00 Með Afa. — Teiknimynd. 10:30 Jakari. — Teiknimynd. 10:35 Glóálfarnir. — Teiknimynd. 10:45 Júlli og töfraljósið. — Teiknimynd. 10:55 Denni dæmalausi. —Teiknimynd. 11:20 Perla. — Teiknimynd. 11:45 Klemens og Klementína. 12:00 Popp og kók. — Endurtekið. 12:35 Á ferð og flugi. — Þrælgóð gamanmynd með Steve Martin í aðalhlutverki. 14:05 Frakkland nútímans. 14:35 Hvarfið við Gálgaklett. — Saga þessi gerist um aldamótin síð- ustu og segir frá þremur skólastúlkum sem fara í skógarferð ásamt kennara sínum. 16:25 Kettir og húsbændur. — Endurt. 17:00 Handbolti. 17:45 Falcon Crest. 18:35 Bílaþáttur Stöðvar 2. — Endurtekið. 19:00 19:19. 20:00 Sérsveitin. 20:50 Ljósvakalíf. 21:20 llla farið með góðan dreng. — Ungur Brooklynbúi grípur til sinna ráða er slökkvilið New York borgar neitar að styðja við særðan bróður hans. 23:00 Hver er næstur. — Roy Scheider, sem hér leikur starfsmann bandarísku leyniþjónust- unnar, verður, ásamt konu sinni, fyrir óvæntri skotárás sem grandar eigin- konunni. 00:40 Á elleftu stundu. — Ritstjóri dagblaðs og starfsfólk hans óttast að missa vinnuna með tilkomu nýrra eigenda þar sem núverandi eig- endur blaðaútgáfunnar sjá sér ekki fært að halda útgáfustarfseminni áfram. 02:05 Hausaveiðarar. — Þetta er alvöru vestri með fullt af hörkuáflogum, gríni og indíánum. 03:45 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 1. apríl 09:00 í Skeljavík. — Brúðumynd. 09:10 Paw, Paws. — Teiknimynd. 09:30 Litll Folinn og félagar. — Teiknimynd. 09:55 Selurinn Snorri. — Teiknimynd. 10:10 Þrumukettir. — Teiknimynd. 10:30 Mímisbrunnur. — Teiknimynd. 11:00 Skipbrotsbörn. 11:30 Sparta sport. 12:00 Nánar auglýst síðar. 12:35 Heimur Peter Ustinovs. — Peter Ustinov sækir að þessu sinni heim hans hátign Hussein konung af Jórdaníu. 13:30 íþróttir. 16:55 Fréttaágrip vikunnar. 17:15 Umhverfis jörðina á 80 dögum. 18:45 Viðskipti í Evrópu. 19:19 19:19. 20:00 Landsleikur. — Bæirnir bítast. 21:00 Lögmál Murphys. 21:55 Fjötrar. 22:45 Listamannaskálinn. — William Golding var, árið 1983, fyrsti breski rithöfundurinn í fimmtíu ár sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels. 00:05 Þrír vinir. — Sannkallaður vestri í léttari kantinum. 01:45 Dagskrárlok. Guttormur V. Þormar: Frá Búnaðarþingi 1990 Búnaðarþing, hið 73. í röðinni, var sett og haldið í Bændahöllinni dagana 5. til 15. þ.m. og var hið stysta reglulega Búnaðarþing, sem haldið hefur verið frá upphafi. Lagðar voru fram 30 ályktanir og alls var fjallað um 40 mál á þessu þingi og voru þau öll afgreidd nema eitt. Er þetta með færri málum, sem Búnaðarþing fær yfirleitt til meðferðar. Hins vegar má segja, að mörg þeirra hafi verið yfirgripsmikil og snúin. Ætlunin er að gera grein fyrir nokkrum þeirra hér í Austra. Svo byrjað sé á þeim málum, sem varða okkur hér fyrir austan fyrst og fremst, má nefna málefni Skriðuklausturs. Lagt var fyrir þingið erindi um áframhaldandi rekstur tilraunastöðvar á Skriðu- klaustur. í ályktun segir: “Það er og hefur alltaf verið skýr og ófrávíkjanleg stefna Bún- aðarþings, að öflug tilraunastarf- semi sé algjör forsenda fyrir fram- förum í landbúnaði. Það hefur einnig lagt áherslu á að starfsemin væri í nálægð við bændur og styddi þannig þau verkefni, sem brýnust eru í hverju héraði. Því skorar Búnaðarþing á stjórn Rannsóknastofnunar landbúnað- arins að falla frá ákvörðun sinni um að leggja tilraunastöðina á Skriðuklaustri niður. Jafnframt skorar Búnaðarþing á fjárveitinga- nefnd Alþingis og alþingismenn Austurlandskjördæmis að beita sér fyrir að bein fjárveiting til Til- raunastöðvar á Skriðuklaustri sé ekki minni en að þar geti starfað að minnsta kosti tveir landbúnað- arháskólamenntaðir rannsóknar- menn og hafi viðunandi aðstöðu til starfsins." Þá lagði B.S.A. fyrir þingið erindi um heftingu landbrots og varnir gegn ágangi straumvatna. Var málið afgreitt með eftirfar- andi ályktun: “Búnaðarþing 1990 leggur mikla áherslu á, að hraðað verði byggingu varnargarða, þar sem straumvötn brjóta land og eyða gróðurlendi. Því skorar Bún- aðarþing á landbúnaðarráðherra og fjárveitinganefnd Alþingis að hlutast til um að veitt sé aukið fjár- magn til þessa brýna verkefnis.“ Tillögur um breytingar á félags- kerfi landbúnaðarins, svo sem að breyta aldargömlu fyrirkomulagi varðandi stjórn Búnaðarfélagsins íslands með því að fjölga stjórn- armönnum úr þremur í fimm og kjósa þá eftir landshlutum, náðu ekki fram að ganga. Þá óskaði Búnaðarþing eftir því að nefnd sú, sem unnið hefur að endurskoðun á félagskerfinu á vegum Búnaðarfélags íslands, Stéttarsambands bænda og búnað- Þessa dagana er verið að taka ákvarðanir um fiskveiðistjórnun sem varða afkomu allrar þjóðar- innar. Miðlun hf. hefur tekið saman úrklippubók um þetta málefni árið 1989. Bókin er ítarleg og traust heim- ild um ólík sjónarmið, því í henni eru birtar allar greinar, ritstjórnar- greinar, viðtöl og fréttir úr fjöl- mörgum blöðum, sem þykja varða þetta mikilvæga málefni árið 1989. Guttormur V. Pormar. arsambandanna starfi áfram og mælist til þess að nefndin ljúki störfum á þessu ári og skili áliti til næsta Búnaðarþings. Fyrir þinginu lá nefndarálit nefndar er landbúnaðarráðherra skipaði í janúar á fyrra ári og hefði það hlutverk “að kanna til hvaða ráðstafana unnt sé að grípa í því skyni að minnka umferð vörslu- lauss búfjár á þjóðvegum og í nánd við þá, einkum út frá þéttbýl- issvæðum og gera tillögur til úrbóta.“ Er hér um allítarlegt nefndarálit að ræða, sem er 16 vél- ritaðar síður. Búfjárræktarnefnd Búnaðarþings fjallaði mikið um nefndarálitið og fékk marga aðila við viðræðna, svo sem fulltrúa og lögfræðing vegagerðarinnar, land- búnaðarráðuneytisins, land græðslustjóra og landnýtingar- ráðunaut Búnaðarfélags íslands, sem starfaði jafnframt með nefnd- inni. í ályktun segir m.a.: “Búnað- arþing fagnar þeirri úttekt, sem landbúnaðarráðherra hefur látið gera um búfé á vegsvæðum, en leggst gegn tillögu meirihluta nefndar þess efnis að lögfesta, að eigendur nautgripa og hrossa um land allt sé skylt að hafa þá gripi sína í vörslu allt árið. Þingið telur, að nú þegar hafi sveitarfélögin víð- tækar lagaheimildir til að tak- marka lausagöngu búfjár.“ Þá var lögð áhersla á að vega- gerðin sjái um viðhald þeirra girð- inga, er hún setur upp. Varðandi umhverfismál ítrekaði Búnaðarþing fyrra álit, þ.e. frá 1989 um mat á beitarþoli lands og beinir þingið því til stjórnenda og sérfræðinga B.í. og Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins og Landgræðslu ríkisins að taka höndum saman um að endurmeta aðferðir við mat á raunverulegu beitarþoli landsins. Má segja, að umhverfismál hafi fengið mikla umfjöllun á þessu Búnaðarþingi og þá fyrst og fremst sá þáttur þeirra er að bændum snýr. Varðandi greiðslu framlaga samkvæmt jarðræktar- og búfjár- Ennfremur fyrirliggjandi frumvarp og gildandi lög. Handhægt og þægilegt er að fletta upp í bókinni, því aðgengilegt efnisyfirlit yfir allar greinar og höfunda tryggir að jafnan er auðvelt að hafa upp á þeim ummælum eða greinum sem óskað er. Úrklippubókin kostar 3.450,- kr. og fæst aðeins hjá Miðlun, Ægisgötu 7. (Fréttatilkynning). ræktarlögum, segir m.a. í ályktun: “Búnaðarþing harmar dæmalausa meðferð á greiðslu framlaga bú- fjárræktar- og jarðræktarlögum og gerir þá eindregnu kröfu, að tafarlaust verði fylgt fram því sam- komulagi, sem gert var við setn- ingu þeirra um uppgjör skulda og fjárveitinga á fjárlögum skv. heimildum laganna. Þingið skorar á landbúnaðarráðherra og fjár- málaráðherra að færa þessi mál í rétt horf nú þegar.“ Búnaðarþing fékk til umsagnar drög að frumvarpi til laga um flokkun og mat á gærum og ull (frá landbúnaðarráðuneytinu), jafn- framt erindi búnaðarþingsfulltrúa af Suðurlandi vegna ullarmats og ullarmóttöku. Búnaðarþing telur, að við setningu nýrra laga og reglugerða um ullarmat beri að leggja þunga áherslu á: 1. Að ullin sé metin sem allra fyrst eftir afhendingu. 2. Að tryggja sem best samræmi í ullarmati, hvar og hvenær sem það fer fram. 3. Að ullarmat fari fram heima í héraði og innleggjendum gefist kostur að fylgjast með því. Fyrirliggjandi drög að lögum um gæru- og ullarmat eru ekki full- unnin og um sumt of óljóst orðuð. Víst er, að mikil óánægja og tor- tryggni ríkir víða meðal bænda varðandi framkvæmd ullarmats- ins. Um skattamál búnaðarsam- bandanna: “Búnaðarþing beinir þeirri áskorun til landbúnaðarráðherra að hlutast til um þá breytingu á 6. grein reglugerðar nr. 245 31. des. 1963, að búnaðarsamböndin komi í tölu þeirra, sem þar eru talin upp og almennt eru undanþegin tekju- og eignarskatti. Itarleg greinar- gerð fylgdi þessari áskorun. Konur í landbúnaði. Nefndar- álit frá landbúnaðarráðuneytinu. Landbúnaðarráðuneytið skipaði á sl. ári nefnd til þess að kanna stöðu kvenna í landbúnaði. Eins var nefndinni ætlað að móta til- lögur um, hvernig efla megi þátt kvenna í landbúnaði og öðrum atvinnugreinum í dreifbýli. í ályktun félagsmálanefndar kemur m.a. fram að Búnaðarþing beinir því til stjórnar B.í. að hún beiti sér fyrir, að komið verði á fót starfs- hópum við búnaðarsamböndin, sem vinni að atvinnuuppbyggingu fyrir konur í dreifbýli á þeim sviðum, sem áhugi er fyrir hendi. Haft verði samband við atvinnu- og iðnþróunarnefndir, þar sem þær eru fyrir hendi. Þá felur þingið stjórninni að hlutast til um, að ráð- inn verði hæfur maður til að leiðbeina konum, sem stofna vilja til atvinnurekstrar í dreifbýli. Loðnuvertíðinni.. Framhald af forsíðu. Hjá Fiskimjölsverksmiðju Hornafjarðar á Höfn fengust þær upplýsingar, að þar væri búið að vinna rúm 14.200 tonn af loðnu frá áramótum, en bræðslu á loðnu lauk þar fyrir nokkru. Áttu þeir síður von á meiri loðnu þangað á þessari vertíð. Heldur meira var unnið þar af loðnu á vertíðinni eftir áramót í fyrra eða rúm 17.000 tonn. Verð á loðnumjöli er nú um 20% lægra en á vertíðinni í fyrra en verð á lýsi er svipað og við lok vertíðar í fyrra en þá hafði það lækkað á þeirri vertíð um nærri því helming. G.I. Urklippubók um fiskveiðistjórnun 1989

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.