Austri


Austri - 31.05.1990, Blaðsíða 4

Austri - 31.05.1990, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 31. maí 1990. Austraspurning Hvað ætlar þú að gera um hvítasunnuhelgina? Sigurdur Svavarsson, Reykjavík. — Ég verð úti á sjó. Ég er á rækjubát frá Hvammstanga. Bjarney Bjarnadóttir, Eiðum. — Þetta venjulega. Sitja við nokkrar messur og vera svo bara heima hjá mér. Páll Ágústsson, Seyðisfirði. — Það er alveg óákveðið. — Willy Woodtle, Sviss. — Ég flýg aftur heim til Sviss. Ég hef verið tvær vikur á íslandi núna þar af eina viku í Húsey. Ég hef verið hér á landi til að skoða fugla. Ég kom líka hingað fyrir 15 árum. Margrét L. Skúladóttir, Egilsstöðum. — Ég ætla að vera heima hjá mér. Ég ætla að vera í garðinum mínum. Kosningarnar á Austurlandi - sterk staða Framsóknar - hægri sveiflunnar gætir ekki í flestum stærri sveitarfélögum á Austurlandi var boðið fram undir merkjum stjórn- málaflokkanna. Alls staðar voru þó í boði óháðir listar, sem í sumum tilfellum voru studdir af fólki sem áður hafði boðið fram undir merkjum stjórnmálaflokka. Pað er einkennandi fyrir úrslitin á Austurlandi, að framsóknar- menn styrkja stöðu sína í sveitar- stjórnum, og bæta við sig mönnum, á Eskifirði, Norðfirði og Fáskrúðsfirði. Annars staðar bæta þeir við sig fylgi, þótt ekki fylgdi fulltrúi í sveitarstjórn. Annað er einkennandi fyrir þessar kosningar að Sjálfstæðisflokkurinn fær ekki þann framgang hér eystra sem hann fær á landsvísu, þó einkum á höfuðborgarsvæðinu. Starfandi meirihlutar standa yfirleitt, að undanteknum Eskifirði, þar sem meirihlutinn féll. Það er einkenni á þessum sveit- arstjórnarkosningum á landsvísu að þeir sem bjóða fram undir merkjum hinna „gömlu“ flokka hafa styrkt sig í sessi. Tilraunir til alls konar samfylkinga undir þeim merkjum að reka hræðsluáróður gegn Sjálfstæðisflokknum hafa mistekist, og eflt Sjálfstæðisflokk- inn þvert ofan í þann tilgang sem var með þessum framboðum. Greinilegt er að fólk telur flokka- kerfið í landinu þess umkomið að takast á við Sjálfstæðisflokkinn. Nokkur umræða er um það nú hvern lærdóm megi draga af þessum kosningum í landsmála- pólitíkinni. Þær staðfesta auðvitað það sem skoðanakannanir voru búnar að gefa vísbendingu um að nú er hægri sveifla, og Sjálfstæðis- flokkurinn hefur byr, sérstaklega á þéttbýlustu svæðum landsins þar sem hann hefur ávallt verið sterkur, ekki síst í sveitarstjórn- um. Þetta fer saman við það að flokkurinn er í stjórnarandstöðu. Þessi sveifla er þó síst meiri en við mátti búast, og víða er hún afar veik, og þá einkum hér á Austurlandi. Það er því engin á- stæða til þess fyrir ríkisstjórnina að láta neinn bilbug á sér finna, þvert á móti á hún að fylgja eftir þeim árangri sem er að nást í efna- hagsmálum. Útkoma framsóknarmanna í sveitarstjórnum hér á Austurlandi er sérstakt fagnaðarefni. Flokkur- inn hefur á að skipa ágætu fólki sem hefur unnið vel í sveitar- stjórnum og víða koma nýir full- trúar til leiks. Þetta fólk hefur nú fengið traust. Sérstaka athygli vekur að útkoman er mjög góð hjá þeim sveitarstjórnarmönnum flokksins sem barist hafa við erfiðleika í atvinnumálum í sínum sveitarfé- lögum á kjörtímabilinu. Það sýnir ljósar en margt annað styrk sveit- arstjórnarmanna flokksins. Sveitarstjórnarmálin eru mikil- vægur hlekkur í stjórnsýslunni, og sá sem næst fólkinu er. Það er á- stæða til þess nú að senda sveitar- stjórnarmönnum, hvar í flokki eða samtökum sem þeir standa, kveðjur og góðar óskir um farsæld í störfum fyrir sín byggðarlög. Jón Kristjánsson. MINNING Magnús E. Guðjónsson Magnús E. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Sambands ísl. sveit- arfélaga lést í Reykjavík aðfara- nótt 17. maí sl. Magnús var fæddur á Hólmavík, 13. september 1926 og var því á 64. aldursári er hann lést eftir tiltölulega stutt veikindi. Hann lauk lagaprófi frá Háskóla íslands árið 1953 og framhalds- námi í Bandaríkjunum tveimur árum síðar. Árin 1958-1967 starf- aði hann sem bæjarstjóri á Akur- eyri eða þar til hann réðst til Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og tók þar við starfi framkvæmda- stjóra Sambandsins, Bjargráða- sjóðs og Lánasjóðs sveitarfélaga. Magnús er sveitarstjórnar- mönnum um land allt vel kunnur fyrri störf sín í þágu sveitarfélag- anna. Hann var í eðli sínu fyrst og fremst sveitarstjórnarmaður og málefni sveitarfélaganna voru honum ekki einungis vinna, heldur einnig sérstakt áhugamál, sem hann rækti af kostgæfni. Hann gerði sér fulla grein fyrir nauðsyn á samstöðu sveitarfélaganna og beitti sér af alefli fyrir henni einkum og sér í lagi að því að þau kæmu fram sem ein órofa heild Magnús Guðjónsson. gagnvart ríkisvaldinu. Þessi bar- áttugleði Magnúsar hefur verið sveitarfélögunum hvatning í gegnum árin og reynsla hans sem sveitarstjórnarmanns hefur verið ómetanleg fyrir þá sem til hans hafa leitað, því hann var alltaf boðinn og búinn til þess að veita upplýsingar og gefa holl ráð sveit- arstjórnarmönnum, hvenær sem tækifæri gafst. Sigurður R. Símonarson. Umsjón: Sigurður Óskar Pálsson. I hendingum Þáttur þessi er saman tekinn á sauðburði, en hvort hann kemst á prent fyrr en eftir kosn- ingar veit ég ei, enda skiptir það engu máli. Nú hefst sauð- burður almennt fyrr en í þá gömlu góðu daga er ég man í blámóðu hálfrar aldar fjar- lægðar og meir. Á mínu heimili var siður hér fyrir eina tíð, að sleppa engum hrút út úr krubbu fyrr en á þriðja í jólum, og fyrstu ærnar báru þar af leiðandi um 20. maí. Man ég þá tíð, að engir dagar þóttu mér jafnlengi að líða og síðustu dagarnir fyrir sauðburð; lyginni líkast hve rollurnar gátu enst til að halda lömbunum í sér eftir að þær voru fullgengnar með sam- kvæmt dagatalinu. Á sauðburði rekur hver stór- viðburðurinn annan; vissi ég þó bændur sjaldan ábúðarfyllri á svip, en þegar þeir voru komnir með lamb í klofið og hnífinn á loft, albúnir að bregða til marks. Mér er sagt, að nú klípi menn mörkin í eyrun á lömb- unum með einhvers konar töngum. Að þessum orðum blaðfest- um langar mig til að tína saman nokkrar vísur um fjármörk ellegar þeim tengdar. Fyrir um það bil fjörutíu árum kvað Bragi á Surtsstöðum eftirfarandi erindi um mark Benedikts frá Hofteigi: Stýft biti aftan eyra hægra, á því vinstra framan sneitt. Þekkt var ei áður annað frægra á Austurlandi markið neitt. Fyrir því á fé var skráður fræðaþulur í bændastétt. Þetta var á árum áður aðalsmark á Hofteigsrétt. Að sjálfsögðu þakkaði Bene- dikt fyrir sig, eins og hans var von og vísa: Fyrir kveðju austan að er ég fús að kvitta. Örlög mín í einum stað enn er þar að hitta. Þeim, sem enn þá markið mitt man af fyrri tíðum, getur skeð að gefist sitt gull í Sauðahlíðum. Hafi þeim í Hofteigsrétt hvítur fagnað sauður sá mun vera í sinni stétt sver, þótt ég sé dauður. Sveinn Jóhannsson í Flögu í Hörgárdal lýsti marki sínu með svofelldum orðum: Mínu lýsi ég marki hér, menn svo þetta gjörla viti: Tvístýft vinstra aftan er en að hægra framan biti. Ég tel þessa marklýsingu vera stefnumótandi fyrir fram- tíðina. Nú er okkur Austfirð- ingum fyrirskipað að byrja að lesa mörk framan á eyrum. Er þetta gert vegna tölvustýrðrar samræmingar milli landshluta. Næsta skref verður væntanlega að byrja á vinstra eyranu, eins og Sveinn í Flögu gerir í vís- unni. Endirinn verður ugglaust sá, að komið verður fyrir örbygljusendi í dindlinum á hverju lambi. Þá verður full- komnuninni náð og gaman að koma á réttir og sjá menn draga sundur eftir hljóðmerkjum úr rófunni. Baldvin Jónatansson skáld lýsti marki sínu í frárímaðri braghendu: Sneiðrifað aftan, fjöður framan finnst á hægra en hvatrifað er á hinu. Ég svo lýsi fjármarkinu. Hér hefur Skálda skotist ögn þótt skýr hann væri. Hann setur stuðul í áherslulausa samteng- ingu í upphafi annarrar brag- línu. Þarf því að lesa eins og þarna standi enhvatrifað í einu orði, og að sjálfsögðu með aðaláherslu á fyrsta atkvæði. En svona var algengt að menn kvæðu hér áður og ugglaust bregður því fyrir enn. Bóndasonur frá Geitaskarði heyrði útilegumann kveða svo af almenningsveggnum um sauð einn mórauðan og vanin- hyrndan, er bar af öðrum sauðum á Eyvindarstaðarétt: Mórauður, með mikinn lagð, mænir yfir sauðakrans; hófur, netnál, biti, bragð á báðum eyrum mark er hans. Ekki er markið fagurt, en koma má því með lagni á kind- areyru. Hitt er annað mál að sennilega yrðu markadóms- menn tregir til að láta prenta það í markaskrám. Um bónda- soninn frá Geitaskarði og ævintýri þau, er biðu hans, má lesa í Þjóðsögum Jóns Árna- sonar, í II. bindi í báðum útgáf- unum, bls. 276 í þeirri eldri, bls. 267 í hinni nýju. Til eru nokkrar vísur, er lýsa enn meiri soramörkum en þessu, en hér verður látið staðar numið að sinni. Með bestu kveðju. S.Ó.P. Þessar myndarlegu stelpur héldu hlutaveltu á Egilsstöðum um næstsíðustu helgi til styrktar Vonarlandi. Ágóðinn af hlutavelt- unni var 2060 kr. og báðu þær Austra að koma þessari upphæð til skila til Vonarlands, og var þessi mynd þá tekin. Á myndinnl eru frá vinstri: Sigrún Hauksdóttir, Arna Rún Rúnarsdóttir, Þór- unn Ósk Benediktsdóttir, Jóhanna Þórunn Ásgrímsdóttir og Sig- ríður Harpa Benediktsdóttir, allar frá Egilsstöðum. Austram./B.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.